Gamla fólkið og geðlyfin - athugasemd við fréttir Sigrún Hulld Þorgrímsdóttir skrifar 16. mars 2017 07:00 Aldrað fólk sem fær geðlyf á hjúkrunarheimilum eða jafnvel í heimahúsum án þess að vera með geðsjúkdóm hefur nær aldrei óskað eftir þeirri meðferð. Yfirleitt er um að ræða fólk með heilabilun og mjög oft hefur það ekki einu sinni hugmynd um að það fái þessi lyf, enda hvorki sagt frá því né reynt að skýra það fyrir því. Með „geðlyf“ á ég einungis við lyf sem ætluð eru til að meðhöndla sjúkdóma eins og geðklofa, geðhvörf eða sturlun.Af viðbrögðum ábyrgra aðila má draga tvær ályktanir:1. Lyfjanotkunin er nauðsynleg vegna óróleika og hegðunarvandamála hjá fólki með heilabilun2. Lyfjanotkunin er undir viðmiðunarmörkum (31% fólks án geðsjúkdóms)3. Mikið eftirlit er með lyfjagjöfum á stofnunum. Í stað þess að deila við þessa ágætu kollega mína um mat þeirra langar mig að segja sögu frá Bretlandi. Árið 2009 var efnt til mikillar skýrslugerðar á notkun geðlyfja fyrir fólk með heilabilun vegna óróleika og hegðunarvandamála. Niðurstöður í styttu máli: Ef 1.000 einstaklingar með heilabilun eru meðhöndlaðir með geðlyfjum munu: 91-200 þeirra sýna minni hegðunarvanda eða óróleika (909-800 fá engan bata) 10 munu deyja af völdum lyfjanna (hjarta- eða heilaáfall) 18 munu fá hjarta- eða heilaáfall með misalvarlegum afleiðingum. 58-94 munu fá gangtruflanir af völdum lyfjanna. Niðurstöður skýrslunnar voru að bráðnauðsynlegt væri að efna til opinbers átaks til að draga úr þessarri notkun. Rétt er að taka sérstaklega fram að talið var að um 25% aldraðra án geðsjúkdóms fengju meðferðina, en það þótti skýrsluhöfundum allt of hátt, og það þótti ábyrgum stjórnvöldum líka því í framhaldinu var ákveðið að hrinda af stað átaki til að minnka notkunina um tvo þriðju næstu tvö ár. Greinilega önnur viðmið í gangi í Bretlandi 2009 en hér á Íslandi 2017. En hvað á þá að gera í staðinn? Ráðleggingar Bretanna voru auðvitað svolítið flóknari og óljósari en sú einfalda aðgerð að grípa næstu pillu:1. Ekki hafa geðlyf sem fyrsta úrræði2. Nákvæmt mat á einkennum og mögulegum undirliggjandi orsökum vandans3. Viðbrögð við undirliggjandi orsökum sem geta verið af líkamlegum toga svo sem sýkingar eða verkir, eða af félagslegum toga svo sem umhverfisáreiti eða óheppileg samskipti4. Margs konar úrræði eru til önnur en lyfjameðferð. Um slík úrræði þarf stóraukna fræðslu, kennslu, þjálfun og umræðu, bæði við almennt starfsfólk og ekki síður fagmenntað heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir fólki með heilabilun. Bretarnir lögðu til námskeið og skipulegt nám fyrir hjúkrunarfræðinga og lækna auk skipulegrar fræðslu til almenns starfsfólks.5. Ef nota þarf lyf er skylt að útskýra það eins og unnt er fyrir einstaklingnum. Nota á eins litla skammta og unnt er og fylgjast reglulega með meðferð með það fyrir augum að hætta henni sem fyrst. Að lokum vil ég nefna að Bretarnir lögðu mikla áherslu á hlutverk geðhjálpar við aldraða, en hún getur vart talist fyrir hendi á Íslandi. Einnig var rætt um mikilvægi sérfræðiteyma til að veita ráðgjöf, en hér á landi er ekki einu sinni til þjónustuáætlun fyrir fólk með heilabilun. Loks kom fram í skýrslu frá 2012 að átakið hafði þegar borið árangur með verulegri fækkun þeirra sem meðhöndlaðir voru með geðlyfjum, hef því miður ekki tölur um það, en ljóst má vera að þær hafa verið vel undir því 31% sem þykir eðlilegt gæðaviðmið á landinu okkar grábrúna.Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun með áherslu á geðheilbrigði. Hún starfar nú á réttargeðdeild LSH þar sem ekki er eftirspurn eftir sérþekkingu hennar í íslensku heilbrigðiskerfi að svo stöddu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Sjá meira
Aldrað fólk sem fær geðlyf á hjúkrunarheimilum eða jafnvel í heimahúsum án þess að vera með geðsjúkdóm hefur nær aldrei óskað eftir þeirri meðferð. Yfirleitt er um að ræða fólk með heilabilun og mjög oft hefur það ekki einu sinni hugmynd um að það fái þessi lyf, enda hvorki sagt frá því né reynt að skýra það fyrir því. Með „geðlyf“ á ég einungis við lyf sem ætluð eru til að meðhöndla sjúkdóma eins og geðklofa, geðhvörf eða sturlun.Af viðbrögðum ábyrgra aðila má draga tvær ályktanir:1. Lyfjanotkunin er nauðsynleg vegna óróleika og hegðunarvandamála hjá fólki með heilabilun2. Lyfjanotkunin er undir viðmiðunarmörkum (31% fólks án geðsjúkdóms)3. Mikið eftirlit er með lyfjagjöfum á stofnunum. Í stað þess að deila við þessa ágætu kollega mína um mat þeirra langar mig að segja sögu frá Bretlandi. Árið 2009 var efnt til mikillar skýrslugerðar á notkun geðlyfja fyrir fólk með heilabilun vegna óróleika og hegðunarvandamála. Niðurstöður í styttu máli: Ef 1.000 einstaklingar með heilabilun eru meðhöndlaðir með geðlyfjum munu: 91-200 þeirra sýna minni hegðunarvanda eða óróleika (909-800 fá engan bata) 10 munu deyja af völdum lyfjanna (hjarta- eða heilaáfall) 18 munu fá hjarta- eða heilaáfall með misalvarlegum afleiðingum. 58-94 munu fá gangtruflanir af völdum lyfjanna. Niðurstöður skýrslunnar voru að bráðnauðsynlegt væri að efna til opinbers átaks til að draga úr þessarri notkun. Rétt er að taka sérstaklega fram að talið var að um 25% aldraðra án geðsjúkdóms fengju meðferðina, en það þótti skýrsluhöfundum allt of hátt, og það þótti ábyrgum stjórnvöldum líka því í framhaldinu var ákveðið að hrinda af stað átaki til að minnka notkunina um tvo þriðju næstu tvö ár. Greinilega önnur viðmið í gangi í Bretlandi 2009 en hér á Íslandi 2017. En hvað á þá að gera í staðinn? Ráðleggingar Bretanna voru auðvitað svolítið flóknari og óljósari en sú einfalda aðgerð að grípa næstu pillu:1. Ekki hafa geðlyf sem fyrsta úrræði2. Nákvæmt mat á einkennum og mögulegum undirliggjandi orsökum vandans3. Viðbrögð við undirliggjandi orsökum sem geta verið af líkamlegum toga svo sem sýkingar eða verkir, eða af félagslegum toga svo sem umhverfisáreiti eða óheppileg samskipti4. Margs konar úrræði eru til önnur en lyfjameðferð. Um slík úrræði þarf stóraukna fræðslu, kennslu, þjálfun og umræðu, bæði við almennt starfsfólk og ekki síður fagmenntað heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir fólki með heilabilun. Bretarnir lögðu til námskeið og skipulegt nám fyrir hjúkrunarfræðinga og lækna auk skipulegrar fræðslu til almenns starfsfólks.5. Ef nota þarf lyf er skylt að útskýra það eins og unnt er fyrir einstaklingnum. Nota á eins litla skammta og unnt er og fylgjast reglulega með meðferð með það fyrir augum að hætta henni sem fyrst. Að lokum vil ég nefna að Bretarnir lögðu mikla áherslu á hlutverk geðhjálpar við aldraða, en hún getur vart talist fyrir hendi á Íslandi. Einnig var rætt um mikilvægi sérfræðiteyma til að veita ráðgjöf, en hér á landi er ekki einu sinni til þjónustuáætlun fyrir fólk með heilabilun. Loks kom fram í skýrslu frá 2012 að átakið hafði þegar borið árangur með verulegri fækkun þeirra sem meðhöndlaðir voru með geðlyfjum, hef því miður ekki tölur um það, en ljóst má vera að þær hafa verið vel undir því 31% sem þykir eðlilegt gæðaviðmið á landinu okkar grábrúna.Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun með áherslu á geðheilbrigði. Hún starfar nú á réttargeðdeild LSH þar sem ekki er eftirspurn eftir sérþekkingu hennar í íslensku heilbrigðiskerfi að svo stöddu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun