Gamla fólkið og geðlyfin - athugasemd við fréttir Sigrún Hulld Þorgrímsdóttir skrifar 16. mars 2017 07:00 Aldrað fólk sem fær geðlyf á hjúkrunarheimilum eða jafnvel í heimahúsum án þess að vera með geðsjúkdóm hefur nær aldrei óskað eftir þeirri meðferð. Yfirleitt er um að ræða fólk með heilabilun og mjög oft hefur það ekki einu sinni hugmynd um að það fái þessi lyf, enda hvorki sagt frá því né reynt að skýra það fyrir því. Með „geðlyf“ á ég einungis við lyf sem ætluð eru til að meðhöndla sjúkdóma eins og geðklofa, geðhvörf eða sturlun.Af viðbrögðum ábyrgra aðila má draga tvær ályktanir:1. Lyfjanotkunin er nauðsynleg vegna óróleika og hegðunarvandamála hjá fólki með heilabilun2. Lyfjanotkunin er undir viðmiðunarmörkum (31% fólks án geðsjúkdóms)3. Mikið eftirlit er með lyfjagjöfum á stofnunum. Í stað þess að deila við þessa ágætu kollega mína um mat þeirra langar mig að segja sögu frá Bretlandi. Árið 2009 var efnt til mikillar skýrslugerðar á notkun geðlyfja fyrir fólk með heilabilun vegna óróleika og hegðunarvandamála. Niðurstöður í styttu máli: Ef 1.000 einstaklingar með heilabilun eru meðhöndlaðir með geðlyfjum munu: 91-200 þeirra sýna minni hegðunarvanda eða óróleika (909-800 fá engan bata) 10 munu deyja af völdum lyfjanna (hjarta- eða heilaáfall) 18 munu fá hjarta- eða heilaáfall með misalvarlegum afleiðingum. 58-94 munu fá gangtruflanir af völdum lyfjanna. Niðurstöður skýrslunnar voru að bráðnauðsynlegt væri að efna til opinbers átaks til að draga úr þessarri notkun. Rétt er að taka sérstaklega fram að talið var að um 25% aldraðra án geðsjúkdóms fengju meðferðina, en það þótti skýrsluhöfundum allt of hátt, og það þótti ábyrgum stjórnvöldum líka því í framhaldinu var ákveðið að hrinda af stað átaki til að minnka notkunina um tvo þriðju næstu tvö ár. Greinilega önnur viðmið í gangi í Bretlandi 2009 en hér á Íslandi 2017. En hvað á þá að gera í staðinn? Ráðleggingar Bretanna voru auðvitað svolítið flóknari og óljósari en sú einfalda aðgerð að grípa næstu pillu:1. Ekki hafa geðlyf sem fyrsta úrræði2. Nákvæmt mat á einkennum og mögulegum undirliggjandi orsökum vandans3. Viðbrögð við undirliggjandi orsökum sem geta verið af líkamlegum toga svo sem sýkingar eða verkir, eða af félagslegum toga svo sem umhverfisáreiti eða óheppileg samskipti4. Margs konar úrræði eru til önnur en lyfjameðferð. Um slík úrræði þarf stóraukna fræðslu, kennslu, þjálfun og umræðu, bæði við almennt starfsfólk og ekki síður fagmenntað heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir fólki með heilabilun. Bretarnir lögðu til námskeið og skipulegt nám fyrir hjúkrunarfræðinga og lækna auk skipulegrar fræðslu til almenns starfsfólks.5. Ef nota þarf lyf er skylt að útskýra það eins og unnt er fyrir einstaklingnum. Nota á eins litla skammta og unnt er og fylgjast reglulega með meðferð með það fyrir augum að hætta henni sem fyrst. Að lokum vil ég nefna að Bretarnir lögðu mikla áherslu á hlutverk geðhjálpar við aldraða, en hún getur vart talist fyrir hendi á Íslandi. Einnig var rætt um mikilvægi sérfræðiteyma til að veita ráðgjöf, en hér á landi er ekki einu sinni til þjónustuáætlun fyrir fólk með heilabilun. Loks kom fram í skýrslu frá 2012 að átakið hafði þegar borið árangur með verulegri fækkun þeirra sem meðhöndlaðir voru með geðlyfjum, hef því miður ekki tölur um það, en ljóst má vera að þær hafa verið vel undir því 31% sem þykir eðlilegt gæðaviðmið á landinu okkar grábrúna.Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun með áherslu á geðheilbrigði. Hún starfar nú á réttargeðdeild LSH þar sem ekki er eftirspurn eftir sérþekkingu hennar í íslensku heilbrigðiskerfi að svo stöddu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Aldrað fólk sem fær geðlyf á hjúkrunarheimilum eða jafnvel í heimahúsum án þess að vera með geðsjúkdóm hefur nær aldrei óskað eftir þeirri meðferð. Yfirleitt er um að ræða fólk með heilabilun og mjög oft hefur það ekki einu sinni hugmynd um að það fái þessi lyf, enda hvorki sagt frá því né reynt að skýra það fyrir því. Með „geðlyf“ á ég einungis við lyf sem ætluð eru til að meðhöndla sjúkdóma eins og geðklofa, geðhvörf eða sturlun.Af viðbrögðum ábyrgra aðila má draga tvær ályktanir:1. Lyfjanotkunin er nauðsynleg vegna óróleika og hegðunarvandamála hjá fólki með heilabilun2. Lyfjanotkunin er undir viðmiðunarmörkum (31% fólks án geðsjúkdóms)3. Mikið eftirlit er með lyfjagjöfum á stofnunum. Í stað þess að deila við þessa ágætu kollega mína um mat þeirra langar mig að segja sögu frá Bretlandi. Árið 2009 var efnt til mikillar skýrslugerðar á notkun geðlyfja fyrir fólk með heilabilun vegna óróleika og hegðunarvandamála. Niðurstöður í styttu máli: Ef 1.000 einstaklingar með heilabilun eru meðhöndlaðir með geðlyfjum munu: 91-200 þeirra sýna minni hegðunarvanda eða óróleika (909-800 fá engan bata) 10 munu deyja af völdum lyfjanna (hjarta- eða heilaáfall) 18 munu fá hjarta- eða heilaáfall með misalvarlegum afleiðingum. 58-94 munu fá gangtruflanir af völdum lyfjanna. Niðurstöður skýrslunnar voru að bráðnauðsynlegt væri að efna til opinbers átaks til að draga úr þessarri notkun. Rétt er að taka sérstaklega fram að talið var að um 25% aldraðra án geðsjúkdóms fengju meðferðina, en það þótti skýrsluhöfundum allt of hátt, og það þótti ábyrgum stjórnvöldum líka því í framhaldinu var ákveðið að hrinda af stað átaki til að minnka notkunina um tvo þriðju næstu tvö ár. Greinilega önnur viðmið í gangi í Bretlandi 2009 en hér á Íslandi 2017. En hvað á þá að gera í staðinn? Ráðleggingar Bretanna voru auðvitað svolítið flóknari og óljósari en sú einfalda aðgerð að grípa næstu pillu:1. Ekki hafa geðlyf sem fyrsta úrræði2. Nákvæmt mat á einkennum og mögulegum undirliggjandi orsökum vandans3. Viðbrögð við undirliggjandi orsökum sem geta verið af líkamlegum toga svo sem sýkingar eða verkir, eða af félagslegum toga svo sem umhverfisáreiti eða óheppileg samskipti4. Margs konar úrræði eru til önnur en lyfjameðferð. Um slík úrræði þarf stóraukna fræðslu, kennslu, þjálfun og umræðu, bæði við almennt starfsfólk og ekki síður fagmenntað heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir fólki með heilabilun. Bretarnir lögðu til námskeið og skipulegt nám fyrir hjúkrunarfræðinga og lækna auk skipulegrar fræðslu til almenns starfsfólks.5. Ef nota þarf lyf er skylt að útskýra það eins og unnt er fyrir einstaklingnum. Nota á eins litla skammta og unnt er og fylgjast reglulega með meðferð með það fyrir augum að hætta henni sem fyrst. Að lokum vil ég nefna að Bretarnir lögðu mikla áherslu á hlutverk geðhjálpar við aldraða, en hún getur vart talist fyrir hendi á Íslandi. Einnig var rætt um mikilvægi sérfræðiteyma til að veita ráðgjöf, en hér á landi er ekki einu sinni til þjónustuáætlun fyrir fólk með heilabilun. Loks kom fram í skýrslu frá 2012 að átakið hafði þegar borið árangur með verulegri fækkun þeirra sem meðhöndlaðir voru með geðlyfjum, hef því miður ekki tölur um það, en ljóst má vera að þær hafa verið vel undir því 31% sem þykir eðlilegt gæðaviðmið á landinu okkar grábrúna.Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun með áherslu á geðheilbrigði. Hún starfar nú á réttargeðdeild LSH þar sem ekki er eftirspurn eftir sérþekkingu hennar í íslensku heilbrigðiskerfi að svo stöddu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar