Dánaraðstoð: Rétt skal vera rétt Ingrid Kuhlman og Sylviane Lecoultre skrifar 16. mars 2017 07:00 Í byrjun febrúar birtust greinar í Fréttablaðinu um „líknardeyðingu“ eins og Björn Einarsson öldrunarlæknir á Landakoti-LSH kallar dánaraðstoð. Björn fer ekki með rétt mál og viljum við því leiðrétta hann með þessari grein. Undirritaðar hafa báðar reynslu af dánaraðstoð, annars vegar í Hollandi og hins vegar í Sviss og er markmið greinarinnar að viðhalda upplýstri umræðu um dánaraðstoð, sem er eitt af markmiðum Lífsvirðingar, nýstofnaðs félags um dánaraðstoð. Líknarmeðferð Björn lýsir hvernig líknarmeðferð er beitt og segir að þó að ásetningurinn sé ekki að stytta líf sjúklings séu engin takmörk á því hvað má gefa mikið af lyfjum, og þar af leiðandi kunni líknarmeðferð að stytta líf sjúklings. Læknaeiðurinn er oft notaður sem rök gegn dánaraðstoð en þar sem dánaraðstoð á sér stað innan ramma líknandi meðferðar eiga þessi rök ekki við. Dánaraðstoð í Hollandi Björn fullyrðir ranglega að tveir læknar þurfi að staðfesta að sjúklingur sé dauðvona. Hið rétta er að læknirinn þarf að vera sannfærður um að þjáning sjúklingsins sé viðvarandi og óbærileg. Auk líkamlegrar þjáningar getur verið um að ræða andlega þjáningu eða þjáningu vegna mjög svo skertra lífsgæða. Björn fullyrðir ranglega að sjúkdómsgreining þurfi ekki lengur að liggja fyrir. Aðeins læknir má veita dánaraðstoð í Hollandi og er ákvörðunin ávallt byggð á sjúkdómsgreiningu. Samkvæmt hollensku lögunum má ekki þvinga lækna til að veita dánaraðstoð, þeir hafa ótvíræðan rétt til að neita. Sjúklingur á heldur ekki rétt á dánaraðstoð; hann á aðeins rétt á að biðja um dánaraðstoð. Ekki er því tilefni til að hafa áhyggjur af því að það sé verið að skylda lækna til að veita dánaraðstoð, eins og Björn heldur ranglega fram. Dánaraðstoð í Sviss Björn fullyrðir ranglega að læknir komi ekki að ákvörðun um aðstoð við sjálfsvíg í Sviss. Hjá Dignitas er ávallt leitað álits lækna. Sjúklingur er krafinn um upplýsingar um þróun sjúkdómsins, meðhöndlun hans og hver staðan er þegar sótt er um dánaraðstoð. Því fer fjarri að hver sem er geti óskað eftir aðstoð við sjálfsvíg í Sviss. Björn fullyrðir ranglega að frískur eiginmaður hafi fengið að fylgja konu sinni í dauðann. Árið 2009 fékk eiginmaður konu með ólæknandi krabbamein í brisi og lifur aðstoð við sjálfsvíg. Þó að eiginmaðurinn hafi ekki verið með ólæknandi sjúkdóm var hann blindur, að verða heyrnarlaus og fullkomlega háður konu sinni eftir að heilsu hans hrakaði eftir mjaðmaliðaskipti. Það er einnig rangt hjá Birni að ekki verði af aðstoð við sjálfsvíg ef sjúklingur getur ekki drukkið lyfjablönduna. Hann getur sjálfur sprautað vökvann í sondu eða fengið fjarstýringu til þess. Fullyrðingar Björns um reiði, sársauka og höfnun fjölskyldu eiga sennilega við rök að styðjast ef einstaklingur hefur ekki rætt dánaraðstoðina opinskátt við nánustu aðstandendur. Það heyrir hins vegar til undantekninga að fólk geri þetta án vitundar ættingja. Læknar leggja áhersla á þátttöku aðstandenda og eiga við þá samtal. Ákvörðun um dánaraðstoð veldur aðstandendum ekki viðbótarþjáningu, eins og Björn heldur fram, heldur líta flestir á hana sem kærleiksverk enda er um að ræða dýpstu ósk einstaklingsins um að fá að deyja með sæmd, í faðmi fjölskyldunnar. Íslensk lög heimila ekki dánaraðstoð þó að hún sé veitt. Á Íslandi eins og í öðrum löndum er fólk sem líður óbærilegar kvalir þar sem engin skynsöm lausn er í boði. Læknar á Íslandi geta illa komið til móts við dánarósk sjúklinga án þess að brjóta lögin. Það er kominn tími á að breyta lögunum til samræmis við það sem best gerist í heiminum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun febrúar birtust greinar í Fréttablaðinu um „líknardeyðingu“ eins og Björn Einarsson öldrunarlæknir á Landakoti-LSH kallar dánaraðstoð. Björn fer ekki með rétt mál og viljum við því leiðrétta hann með þessari grein. Undirritaðar hafa báðar reynslu af dánaraðstoð, annars vegar í Hollandi og hins vegar í Sviss og er markmið greinarinnar að viðhalda upplýstri umræðu um dánaraðstoð, sem er eitt af markmiðum Lífsvirðingar, nýstofnaðs félags um dánaraðstoð. Líknarmeðferð Björn lýsir hvernig líknarmeðferð er beitt og segir að þó að ásetningurinn sé ekki að stytta líf sjúklings séu engin takmörk á því hvað má gefa mikið af lyfjum, og þar af leiðandi kunni líknarmeðferð að stytta líf sjúklings. Læknaeiðurinn er oft notaður sem rök gegn dánaraðstoð en þar sem dánaraðstoð á sér stað innan ramma líknandi meðferðar eiga þessi rök ekki við. Dánaraðstoð í Hollandi Björn fullyrðir ranglega að tveir læknar þurfi að staðfesta að sjúklingur sé dauðvona. Hið rétta er að læknirinn þarf að vera sannfærður um að þjáning sjúklingsins sé viðvarandi og óbærileg. Auk líkamlegrar þjáningar getur verið um að ræða andlega þjáningu eða þjáningu vegna mjög svo skertra lífsgæða. Björn fullyrðir ranglega að sjúkdómsgreining þurfi ekki lengur að liggja fyrir. Aðeins læknir má veita dánaraðstoð í Hollandi og er ákvörðunin ávallt byggð á sjúkdómsgreiningu. Samkvæmt hollensku lögunum má ekki þvinga lækna til að veita dánaraðstoð, þeir hafa ótvíræðan rétt til að neita. Sjúklingur á heldur ekki rétt á dánaraðstoð; hann á aðeins rétt á að biðja um dánaraðstoð. Ekki er því tilefni til að hafa áhyggjur af því að það sé verið að skylda lækna til að veita dánaraðstoð, eins og Björn heldur ranglega fram. Dánaraðstoð í Sviss Björn fullyrðir ranglega að læknir komi ekki að ákvörðun um aðstoð við sjálfsvíg í Sviss. Hjá Dignitas er ávallt leitað álits lækna. Sjúklingur er krafinn um upplýsingar um þróun sjúkdómsins, meðhöndlun hans og hver staðan er þegar sótt er um dánaraðstoð. Því fer fjarri að hver sem er geti óskað eftir aðstoð við sjálfsvíg í Sviss. Björn fullyrðir ranglega að frískur eiginmaður hafi fengið að fylgja konu sinni í dauðann. Árið 2009 fékk eiginmaður konu með ólæknandi krabbamein í brisi og lifur aðstoð við sjálfsvíg. Þó að eiginmaðurinn hafi ekki verið með ólæknandi sjúkdóm var hann blindur, að verða heyrnarlaus og fullkomlega háður konu sinni eftir að heilsu hans hrakaði eftir mjaðmaliðaskipti. Það er einnig rangt hjá Birni að ekki verði af aðstoð við sjálfsvíg ef sjúklingur getur ekki drukkið lyfjablönduna. Hann getur sjálfur sprautað vökvann í sondu eða fengið fjarstýringu til þess. Fullyrðingar Björns um reiði, sársauka og höfnun fjölskyldu eiga sennilega við rök að styðjast ef einstaklingur hefur ekki rætt dánaraðstoðina opinskátt við nánustu aðstandendur. Það heyrir hins vegar til undantekninga að fólk geri þetta án vitundar ættingja. Læknar leggja áhersla á þátttöku aðstandenda og eiga við þá samtal. Ákvörðun um dánaraðstoð veldur aðstandendum ekki viðbótarþjáningu, eins og Björn heldur fram, heldur líta flestir á hana sem kærleiksverk enda er um að ræða dýpstu ósk einstaklingsins um að fá að deyja með sæmd, í faðmi fjölskyldunnar. Íslensk lög heimila ekki dánaraðstoð þó að hún sé veitt. Á Íslandi eins og í öðrum löndum er fólk sem líður óbærilegar kvalir þar sem engin skynsöm lausn er í boði. Læknar á Íslandi geta illa komið til móts við dánarósk sjúklinga án þess að brjóta lögin. Það er kominn tími á að breyta lögunum til samræmis við það sem best gerist í heiminum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun