Konur gegndu lykilhlutverki við uppbyggingu Rúanda Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. mars 2017 07:00 Christine Nkulikiyinka, sendiherra Rúanda, segir landið nú með þeim öruggustu í heimi. vísir/eyþór Christine Ngulikiyinka er sendiherra Rúanda á Norðurlöndunum. Í vikunni kom hún til Íslands til að afhenda Guðna Th. Jóhannessyni trúnaðarbréf sitt. Hún segir að árið 1994 hafi Rúanda verið gjörsamlega í rúst eftir þjóðarmorðið. Það þurfti að byggja algerlega upp frá grunni og það þurfti að gera það án fordæmis því hvergi annars staðar hafði neitt þessu líkt gerst. „Við þurftum að setjast niður til að reyna að finna einhverja leið út úr þessari afar erfiðu stöðu. Út úr öllum þessum samræðum og hugmyndum sem skoðaðar voru kom áherslan á mikilvægi þess að við séum ein þjóð. Við erum öll Rúandabúar og gamla skiptingin í hútúa og tútsa þyrfti að hverfa. Hútúar og tútsar eiga raunar margt sameiginlegt og við vitum að saman getum við náð langt en sundraðir komumst við ekkert.“ Eitt af því fyrsta sem gert var, strax í júlí 1994, var að taka úr persónuskilríkjum fólks skráningu um það hvort viðkomandi sé hútúi eða tútsi. En í reynd var þetta erfitt ferli fyrir íbúa landsins og er það enn í dag. „Þetta gerðist í þorpunum og þar vita menn nákvæmlega hver drap hvern, og þekkja þá með nafni. Það tók okkur töluverðan tíma að geta undirbúið það, að byggja upp traust á meðal íbúanna sjálfra, en það var afar mikilvægt. Og það þurfti að byggja upp traust til ríkisvaldsins, því það var fyrrverandi stjórn sem skipulagði morðin. Traustið var ekki lengur fyrir hendi.“ Niðurstaðan varð sú að leita aftur til gamalla hefða og endurvekja þær til að byggja upp nýtt samfélag. Þessi leið er í raun einstæð fyrir Rúanda og hefur reynst vel, þótt misjafnlega hafi gengið. „Við tókum upp þessar gömlu hefðir og aðlöguðum þær samfélagi samtímans. Við kölluðum þær heimagerðar lausnir, lausnir sem koma beint úr hefðum okkar og hafa rúandísk heiti, þannig að allir skilja strax að þetta er eitthvað sem Rúanda stendur fyrir,“ segir hún. „Sú vinsælasta kallast gacaca, en það er eins konar hefðbundið úrskurðarvald í ágreiningsmálum. Við sáum að ef við ættum að fara með öll afbrot tengd þjóðarmorðinu í gegnum réttarkerfið þá myndi það taka meira en hundrað ár, því við vorum þá komin með 120 þúsund fanga vegna þjóðarmorðsins. En við þurftum að leita réttlætis til að geta náð sáttum og byggja upp nýtt samfélag. Þannig að við fundum þessa hefð sem við köllum gacaca, og hún virkar ekki ósvipað gamla alþinginu ykkar: Fólk kemur saman og ræðir málin og finnur lausn.“ Hún segir að oft séu margir ekkert almennilega sáttir við niðurstöðuna, en viti samt að þetta sé það besta sem hægt var að gera í stöðunni. „Það mikilvægasta er ekki endilega að refsa heldur að finna lausn til þess að fólk geti haldið áfram að búa áfram saman. Einn fær það á tilfinninguna að réttlætinu hafi að einhverju leyti verið náð fram, og annar fær það á tilfinninguna að hann geti komið aftur inn í samfélagið eftir að hafa verið kannski 15 eða 20 ár í fangelsi.“ Þetta er einmitt það sem er að gerast núna. Þeir sem tóku þátt í þjóðarmorðinu eru að koma aftur inn í samfélagið eftir tuttugu ár eða svo í fangelsi. „Þeir eru að koma aftur inn í gömlu hverfin, til sama fólksins sem þeir voru kannski að reyna að drepa á sínum tíma en gátu ekki. Fólkið lifði af og býr nú í hverfinu eins og áður. Þannig er ástandið og þetta er oft mjög erfitt. En við erum með mjög góðar aðgerðaráætlanir, bæði stjórnvöld og óháð félagasamtök, sem eiga að hjálpa fólki að ná saman og finna sættir, fræða fólk um fyrirgefninguna og um mannréttindi, að maður verði að virða líf annarra. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að þessar hörmungar endurtaki sig.“ Uppbyggingin hefur gengið ótrúlega vel. Hagvöxtur hefur verið mikill á nánast hverju ári allt frá aldamótum, unnið hefur verið markvisst gegn spillingu og verulega hefur dregið úr fátækt þótt enn búi 37 prósent landsmanna við mikla fátækt. Ferðaþjónusta er hratt vaxandi og Rúanda er eitt öruggasta land í heimi. Og landið er orðið þekkt fyrir það hve góður árangur hefur náðst í því að jafna stöðu kynjanna. „Konur eru nú 64 prósent þingmanna í Rúanda,“ segir Nkulikiyinka. Hvergi er þetta hlutfall hærra. Hún segist telja að sterk staða kvenna í stjórnkerfinu eigi töluverðan þátt í því hve vel hefur gengið að ná sáttum í samfélaginu og vinna að uppbyggingu. „Konur gegna afar mikilvægu hlutverki í samfélaginu, og það á öllum sviðum. Þess vegna var það svo mikilvægt að gefa konum tækifæri til að taka þátt í að byggja upp samfélagið og vinna að sáttum,“ segir hún. „En það mikilvægasta í þessu eru samt þau skýru skilaboð sem stjórnvöld hafa gefið frá sér, um að við séum ein þjóð og allir eigi virðingu skilda. Það ríkir mikil bjartsýni í landinu núna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Rúanda Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Christine Ngulikiyinka er sendiherra Rúanda á Norðurlöndunum. Í vikunni kom hún til Íslands til að afhenda Guðna Th. Jóhannessyni trúnaðarbréf sitt. Hún segir að árið 1994 hafi Rúanda verið gjörsamlega í rúst eftir þjóðarmorðið. Það þurfti að byggja algerlega upp frá grunni og það þurfti að gera það án fordæmis því hvergi annars staðar hafði neitt þessu líkt gerst. „Við þurftum að setjast niður til að reyna að finna einhverja leið út úr þessari afar erfiðu stöðu. Út úr öllum þessum samræðum og hugmyndum sem skoðaðar voru kom áherslan á mikilvægi þess að við séum ein þjóð. Við erum öll Rúandabúar og gamla skiptingin í hútúa og tútsa þyrfti að hverfa. Hútúar og tútsar eiga raunar margt sameiginlegt og við vitum að saman getum við náð langt en sundraðir komumst við ekkert.“ Eitt af því fyrsta sem gert var, strax í júlí 1994, var að taka úr persónuskilríkjum fólks skráningu um það hvort viðkomandi sé hútúi eða tútsi. En í reynd var þetta erfitt ferli fyrir íbúa landsins og er það enn í dag. „Þetta gerðist í þorpunum og þar vita menn nákvæmlega hver drap hvern, og þekkja þá með nafni. Það tók okkur töluverðan tíma að geta undirbúið það, að byggja upp traust á meðal íbúanna sjálfra, en það var afar mikilvægt. Og það þurfti að byggja upp traust til ríkisvaldsins, því það var fyrrverandi stjórn sem skipulagði morðin. Traustið var ekki lengur fyrir hendi.“ Niðurstaðan varð sú að leita aftur til gamalla hefða og endurvekja þær til að byggja upp nýtt samfélag. Þessi leið er í raun einstæð fyrir Rúanda og hefur reynst vel, þótt misjafnlega hafi gengið. „Við tókum upp þessar gömlu hefðir og aðlöguðum þær samfélagi samtímans. Við kölluðum þær heimagerðar lausnir, lausnir sem koma beint úr hefðum okkar og hafa rúandísk heiti, þannig að allir skilja strax að þetta er eitthvað sem Rúanda stendur fyrir,“ segir hún. „Sú vinsælasta kallast gacaca, en það er eins konar hefðbundið úrskurðarvald í ágreiningsmálum. Við sáum að ef við ættum að fara með öll afbrot tengd þjóðarmorðinu í gegnum réttarkerfið þá myndi það taka meira en hundrað ár, því við vorum þá komin með 120 þúsund fanga vegna þjóðarmorðsins. En við þurftum að leita réttlætis til að geta náð sáttum og byggja upp nýtt samfélag. Þannig að við fundum þessa hefð sem við köllum gacaca, og hún virkar ekki ósvipað gamla alþinginu ykkar: Fólk kemur saman og ræðir málin og finnur lausn.“ Hún segir að oft séu margir ekkert almennilega sáttir við niðurstöðuna, en viti samt að þetta sé það besta sem hægt var að gera í stöðunni. „Það mikilvægasta er ekki endilega að refsa heldur að finna lausn til þess að fólk geti haldið áfram að búa áfram saman. Einn fær það á tilfinninguna að réttlætinu hafi að einhverju leyti verið náð fram, og annar fær það á tilfinninguna að hann geti komið aftur inn í samfélagið eftir að hafa verið kannski 15 eða 20 ár í fangelsi.“ Þetta er einmitt það sem er að gerast núna. Þeir sem tóku þátt í þjóðarmorðinu eru að koma aftur inn í samfélagið eftir tuttugu ár eða svo í fangelsi. „Þeir eru að koma aftur inn í gömlu hverfin, til sama fólksins sem þeir voru kannski að reyna að drepa á sínum tíma en gátu ekki. Fólkið lifði af og býr nú í hverfinu eins og áður. Þannig er ástandið og þetta er oft mjög erfitt. En við erum með mjög góðar aðgerðaráætlanir, bæði stjórnvöld og óháð félagasamtök, sem eiga að hjálpa fólki að ná saman og finna sættir, fræða fólk um fyrirgefninguna og um mannréttindi, að maður verði að virða líf annarra. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að þessar hörmungar endurtaki sig.“ Uppbyggingin hefur gengið ótrúlega vel. Hagvöxtur hefur verið mikill á nánast hverju ári allt frá aldamótum, unnið hefur verið markvisst gegn spillingu og verulega hefur dregið úr fátækt þótt enn búi 37 prósent landsmanna við mikla fátækt. Ferðaþjónusta er hratt vaxandi og Rúanda er eitt öruggasta land í heimi. Og landið er orðið þekkt fyrir það hve góður árangur hefur náðst í því að jafna stöðu kynjanna. „Konur eru nú 64 prósent þingmanna í Rúanda,“ segir Nkulikiyinka. Hvergi er þetta hlutfall hærra. Hún segist telja að sterk staða kvenna í stjórnkerfinu eigi töluverðan þátt í því hve vel hefur gengið að ná sáttum í samfélaginu og vinna að uppbyggingu. „Konur gegna afar mikilvægu hlutverki í samfélaginu, og það á öllum sviðum. Þess vegna var það svo mikilvægt að gefa konum tækifæri til að taka þátt í að byggja upp samfélagið og vinna að sáttum,“ segir hún. „En það mikilvægasta í þessu eru samt þau skýru skilaboð sem stjórnvöld hafa gefið frá sér, um að við séum ein þjóð og allir eigi virðingu skilda. Það ríkir mikil bjartsýni í landinu núna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Rúanda Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira