Gunnar: Fallegra að hengja hann heldur en að djöflast eins og graður hundur Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2017 23:24 Gunnar Nelson pakkaði Alan Jouban saman í bardaga þeirra á UFC-bardagakvöldinu í O2-höllinni í London í kvöld en Gunnar afgreiddi Bandaríkjamanninn með hengingartaki í annarri lotu. Gunnar hafði yfirhöndina nánast frá fyrstu sekúndu en Jouban átti ekkert í íslenska bardagakappann sem vann sannfærandi sigur.Sjá einnig:Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson „Þetta var frábær bardagi sem fór í aðra lotu. Við fengum góða tilfinningu fyrir hvorum öðrum. Ég kláraði bardagann og sló hann vel. Ég klára hann með hengingu þó ég held að höggið hafi verið það sem nokkurn veginn kláraði bardagann,“ sagði Gunnar við Vísi skömmu eftir bardagann en kom aldrei til greina að rota Jouban þegar hann var kominn í góða stöðu? „Þetta var það klíníska í stöðunni fannst mér. Bara að taka hann og hengja hann. Þetta var svo galopið og augljóst. Það er hreinna og fallegra heldur en að vera að djöflast á honum eins og graður hundur,“ sagði Gunnar og brosti breitt. Jouban er þekktur fyrir spörkin sín og hann landaði einu góðu í bardaganum sem Gunnar hrósaði honum fyrir. „Það var eitt spark sem hann náði í löppina á mér sem var snyrtilegt hjá honum. Það hitti vel. Ég hristi það bara úr mér og var orðinn góður. Hann gerði vel með að blanda höggum og spörkum en það er líka það sem hans stíll snýst um,“ segir Gunnar sem var alveg ótrúlega rólegur alla vikuna. Var hann svona sigurviss? „Mér líður alltaf voðalega svipað ef ég á að segja eins og er. Ég er bara alltaf að spá í mig og spá í það sem ég geri en ekki hvað mótherjinn gerir. Mér leið mjög vel þegar ég var að hita upp. Skrokkurinn var góður og mér leið vel að fara inn í þennan bardaga.“ Fór allt eftir áætlun í þessum bardaga? „Það er ekki hægt að biðja um eitthvað mikið meira. Það hefði verið geggjað að klára hann svakalega snöggt en ég er líka að fíla að fá góðan tíma í búrinu án þess að taka mikinn skaða. Það skilar sér hrikalega vel inn í æfingarnar. Þannig getur maður bætt sig,“ segir Gunnar. Eins og alltaf þegar íslenskur íþróttamaður keppir í einhverri íþrótt þarf að taka Víkingaklappið og það var tekið af Bretunum og Íslendingunum í Höllinni. Gunnar var að elska það. „Það var geggjað. Ég tók eiginlega ekki eftir því á meðan ég var að berjast enda var ég að hugsa um eitthvað annað. Um leið og bardaginn var búinn heyrði ég að það var kominn helvítis hraði í þetta og þá ætlaði ég að taka undir en það var orðið of seint. Það var samt geggjað að heyra þetta,“ sagði Gunnar Nelson við Vísi. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Gunnar afgreiddi Jouban í annarri lotu Gunnar Nelson pakkaði Bandaríkjamanninum Alan Jouban samt í bardaga þeirra í London. 18. mars 2017 22:30 Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson Eins og alltaf þegar Gunnar Nelson berst var lífleg umræða á Twitter. Hér er brot af því sem myllumerkið #ufc365 gaf. 18. mars 2017 22:40 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira
Gunnar Nelson pakkaði Alan Jouban saman í bardaga þeirra á UFC-bardagakvöldinu í O2-höllinni í London í kvöld en Gunnar afgreiddi Bandaríkjamanninn með hengingartaki í annarri lotu. Gunnar hafði yfirhöndina nánast frá fyrstu sekúndu en Jouban átti ekkert í íslenska bardagakappann sem vann sannfærandi sigur.Sjá einnig:Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson „Þetta var frábær bardagi sem fór í aðra lotu. Við fengum góða tilfinningu fyrir hvorum öðrum. Ég kláraði bardagann og sló hann vel. Ég klára hann með hengingu þó ég held að höggið hafi verið það sem nokkurn veginn kláraði bardagann,“ sagði Gunnar við Vísi skömmu eftir bardagann en kom aldrei til greina að rota Jouban þegar hann var kominn í góða stöðu? „Þetta var það klíníska í stöðunni fannst mér. Bara að taka hann og hengja hann. Þetta var svo galopið og augljóst. Það er hreinna og fallegra heldur en að vera að djöflast á honum eins og graður hundur,“ sagði Gunnar og brosti breitt. Jouban er þekktur fyrir spörkin sín og hann landaði einu góðu í bardaganum sem Gunnar hrósaði honum fyrir. „Það var eitt spark sem hann náði í löppina á mér sem var snyrtilegt hjá honum. Það hitti vel. Ég hristi það bara úr mér og var orðinn góður. Hann gerði vel með að blanda höggum og spörkum en það er líka það sem hans stíll snýst um,“ segir Gunnar sem var alveg ótrúlega rólegur alla vikuna. Var hann svona sigurviss? „Mér líður alltaf voðalega svipað ef ég á að segja eins og er. Ég er bara alltaf að spá í mig og spá í það sem ég geri en ekki hvað mótherjinn gerir. Mér leið mjög vel þegar ég var að hita upp. Skrokkurinn var góður og mér leið vel að fara inn í þennan bardaga.“ Fór allt eftir áætlun í þessum bardaga? „Það er ekki hægt að biðja um eitthvað mikið meira. Það hefði verið geggjað að klára hann svakalega snöggt en ég er líka að fíla að fá góðan tíma í búrinu án þess að taka mikinn skaða. Það skilar sér hrikalega vel inn í æfingarnar. Þannig getur maður bætt sig,“ segir Gunnar. Eins og alltaf þegar íslenskur íþróttamaður keppir í einhverri íþrótt þarf að taka Víkingaklappið og það var tekið af Bretunum og Íslendingunum í Höllinni. Gunnar var að elska það. „Það var geggjað. Ég tók eiginlega ekki eftir því á meðan ég var að berjast enda var ég að hugsa um eitthvað annað. Um leið og bardaginn var búinn heyrði ég að það var kominn helvítis hraði í þetta og þá ætlaði ég að taka undir en það var orðið of seint. Það var samt geggjað að heyra þetta,“ sagði Gunnar Nelson við Vísi. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Gunnar afgreiddi Jouban í annarri lotu Gunnar Nelson pakkaði Bandaríkjamanninum Alan Jouban samt í bardaga þeirra í London. 18. mars 2017 22:30 Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson Eins og alltaf þegar Gunnar Nelson berst var lífleg umræða á Twitter. Hér er brot af því sem myllumerkið #ufc365 gaf. 18. mars 2017 22:40 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira
Gunnar afgreiddi Jouban í annarri lotu Gunnar Nelson pakkaði Bandaríkjamanninum Alan Jouban samt í bardaga þeirra í London. 18. mars 2017 22:30
Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson Eins og alltaf þegar Gunnar Nelson berst var lífleg umræða á Twitter. Hér er brot af því sem myllumerkið #ufc365 gaf. 18. mars 2017 22:40