Faraldurinn fær líka frelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 1. mars 2017 07:00 Vímuefnaneysla í Fangelsinu Litla-Hrauni er með því mesta sem sést hefur, efnin eru verri en áður og afleiðingarnar fyrir fanga eftir því. Afstaða – félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun hefur um langa hríð reynt að vara fangelsismálayfirvöld við þeirri neikvæðu þróun sem fylgir baráttunni gegn neyslu vægari vímuefna. Það að reglulegt sé að fangar missi meðvitund vegna vímuefnaneyslu er skýrt merki um að baráttan sé að tapast. Vægari efnum hefur verið skipt út fyrir harðari, óþekktari og nær ávallt hættulegri efni. Á dögunum fjallaði breska ríkisútvarpið, BBC, um ástandið í HMP Northumberland, ensku fangelsi, og vakti umfjöllunin eðlilega mikla athygli. Gegndarlaus vímuefnaneysla, ofbeldi og vanmáttugir fangaverðir vegna fámennis. Þrátt fyrir að ástandið sé einna verst á Bretlandseyjum ber að hafa í huga að um sömu vímuefni er að ræða og í íslenskum fangelsum, vegna sömu aðferðafræða fangelsisyfirvalda í báðum löndum. Má því búast við sömu afleiðingum. Þegar íslensk fangelsismálayfirvöld hófu baráttu sína gegn vægum vímuefnum í fangelsum árið 2006 var neysla mest á kannabisefnum. Baráttan skilaði því vissulega að neysla kannabisefna minnkaði til mikilla muna en í stað þeirra hófu fangar að smygla öðrum efnum, þeim sem auðveldara er að koma inn í fangelsin og mælast ekki í þvagi – eða alla vega í styttri tíma. Á tiltölulega stuttum tíma jókst neysla harðari vímuefna, efna sem erfitt er fyrir fangelsismálayfirvöld að koma höndum yfir. Og dæmi eru um að fangar hafi látist af völdum þeirra.Faraldur á Litla-Hrauni Á undanförnum misserum hafa borist fregnir af ótímabærum andlátum vegna notkunar fentanýls og einhverjir jafnvel talað um faraldur. Sá faraldur hófst á Litla-Hrauni og er þetta fráleitt í fyrsta skipti sem misnotkun hættulegra efna hefst í fangelsum landsins og berst út fyrir veggi þeirra. Þetta skelfilega ferli er engu að síður sjaldan til umræðu, mögulega vegna þess að samfélagið er ekki tilbúið að viðurkenna það. Afstaða hefur engu að síður reynt hvað það getur til að vekja athygli á þessu vandamáli og bent á aðferðir sem fangelsismálayfirvöld í nágrannalöndum okkar hafa tileinkað sér til að sporna við nákvæmlega þessu. Með góðum árangri. Nú þegar ný ríkisstjórn er tekin við taumunum, nýtt ráðuneyti á gömlum grunni tekið við fangelsismálum, telur Afstaða enn á ný rétt að benda á hið augljósa. Núllstefna gagnvart vægum vímuefnum í fangelsum leiðir til neyslu harðari og hættulegri efna sem á endanum leiðir til faraldurs í samfélaginu. Stefnan leiðir til óstjórnar í fangelsunum, ofbeldis og jafnvel andláta fanga. Síðar gerist það sama utan veggja fangelsanna.Skelfilegar afleiðingar Þessa dagana geisar faraldur á Litla-Hrauni. Hið stórhættulega Spice gengur kaupum og sölum eins og hver önnur nauðsynjavara með skelfilegum afleiðingum fyrir vímuefnaneytendur. Innan tveggja ára munum við sjá það sama gerast í samfélaginu, rétt eins og gerðist með Contalgin, Rítalín, Mogadon og jafnvel LSD. Afstaða mælir ekki vímuefnum bót en hvetur til að forgangsraðað sé innan fangelsanna með hag allra í samfélaginu fyrir brjósti. Stjórnvöld hafa verið treg til að ræða þessi mál og hvetur Afstaða nýjan dómsmálaráðherra til að koma að borðinu. Jafnframt hvetur félagið þingmenn til að taka málið upp á Alþingi, því það þarf að ræða á breiðum grunni og Afstaða skorast ekki undan því að taka þátt í þeirri umræðu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Vímuefnaneysla í Fangelsinu Litla-Hrauni er með því mesta sem sést hefur, efnin eru verri en áður og afleiðingarnar fyrir fanga eftir því. Afstaða – félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun hefur um langa hríð reynt að vara fangelsismálayfirvöld við þeirri neikvæðu þróun sem fylgir baráttunni gegn neyslu vægari vímuefna. Það að reglulegt sé að fangar missi meðvitund vegna vímuefnaneyslu er skýrt merki um að baráttan sé að tapast. Vægari efnum hefur verið skipt út fyrir harðari, óþekktari og nær ávallt hættulegri efni. Á dögunum fjallaði breska ríkisútvarpið, BBC, um ástandið í HMP Northumberland, ensku fangelsi, og vakti umfjöllunin eðlilega mikla athygli. Gegndarlaus vímuefnaneysla, ofbeldi og vanmáttugir fangaverðir vegna fámennis. Þrátt fyrir að ástandið sé einna verst á Bretlandseyjum ber að hafa í huga að um sömu vímuefni er að ræða og í íslenskum fangelsum, vegna sömu aðferðafræða fangelsisyfirvalda í báðum löndum. Má því búast við sömu afleiðingum. Þegar íslensk fangelsismálayfirvöld hófu baráttu sína gegn vægum vímuefnum í fangelsum árið 2006 var neysla mest á kannabisefnum. Baráttan skilaði því vissulega að neysla kannabisefna minnkaði til mikilla muna en í stað þeirra hófu fangar að smygla öðrum efnum, þeim sem auðveldara er að koma inn í fangelsin og mælast ekki í þvagi – eða alla vega í styttri tíma. Á tiltölulega stuttum tíma jókst neysla harðari vímuefna, efna sem erfitt er fyrir fangelsismálayfirvöld að koma höndum yfir. Og dæmi eru um að fangar hafi látist af völdum þeirra.Faraldur á Litla-Hrauni Á undanförnum misserum hafa borist fregnir af ótímabærum andlátum vegna notkunar fentanýls og einhverjir jafnvel talað um faraldur. Sá faraldur hófst á Litla-Hrauni og er þetta fráleitt í fyrsta skipti sem misnotkun hættulegra efna hefst í fangelsum landsins og berst út fyrir veggi þeirra. Þetta skelfilega ferli er engu að síður sjaldan til umræðu, mögulega vegna þess að samfélagið er ekki tilbúið að viðurkenna það. Afstaða hefur engu að síður reynt hvað það getur til að vekja athygli á þessu vandamáli og bent á aðferðir sem fangelsismálayfirvöld í nágrannalöndum okkar hafa tileinkað sér til að sporna við nákvæmlega þessu. Með góðum árangri. Nú þegar ný ríkisstjórn er tekin við taumunum, nýtt ráðuneyti á gömlum grunni tekið við fangelsismálum, telur Afstaða enn á ný rétt að benda á hið augljósa. Núllstefna gagnvart vægum vímuefnum í fangelsum leiðir til neyslu harðari og hættulegri efna sem á endanum leiðir til faraldurs í samfélaginu. Stefnan leiðir til óstjórnar í fangelsunum, ofbeldis og jafnvel andláta fanga. Síðar gerist það sama utan veggja fangelsanna.Skelfilegar afleiðingar Þessa dagana geisar faraldur á Litla-Hrauni. Hið stórhættulega Spice gengur kaupum og sölum eins og hver önnur nauðsynjavara með skelfilegum afleiðingum fyrir vímuefnaneytendur. Innan tveggja ára munum við sjá það sama gerast í samfélaginu, rétt eins og gerðist með Contalgin, Rítalín, Mogadon og jafnvel LSD. Afstaða mælir ekki vímuefnum bót en hvetur til að forgangsraðað sé innan fangelsanna með hag allra í samfélaginu fyrir brjósti. Stjórnvöld hafa verið treg til að ræða þessi mál og hvetur Afstaða nýjan dómsmálaráðherra til að koma að borðinu. Jafnframt hvetur félagið þingmenn til að taka málið upp á Alþingi, því það þarf að ræða á breiðum grunni og Afstaða skorast ekki undan því að taka þátt í þeirri umræðu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun