Nýr tónn í Trump Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2017 08:12 Mike Pence og Paul Ryan klappa fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu ræðu fyrir framan báðar deildir þingsins í nótt. Óhætt er að segja að tónninn í ræðunni hafi verið öðruvísi en í öðrum ræðum hans. Þar ræddi forsetinn um kaflaskil í sögu Bandaríkjanna og endurnýjun þjóðarsálarinnar. Trump kallaði eftir sameiningu og fordæmdi skemmdarverk í grafreitum gyðinga og skotárás í Kansas þar sem indverskur maður var skotinn til bana. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera lengi að bregðast við og fordæma hatursglæpi og hótanir. Vinsældir Trump hafa ekki verið miklar, samkvæmt könnunum, en svo virðist sem að ræðu hans hafi verið vel tekið meðal þjóðarinnar.Trump fylgdi handritinu í klukkutímalangri ræðu sinni, en hann lagði ekki fram stefnuatriðið á ítarlegan hátt og þá sérstaklega varðandi skattastefnu. Hann hét því að enduruppbyggja innflytjendakerfi Bandaríkjanna, fjölga og bæta störf og lofaði „massífum“ skattalækkunum á millistéttina og fyrirtæki.Trump kallaði eftir mikilli fjárútlátaaukningu í uppbyggingu innviða og hernaðar. Hann ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Atlantshafsbandalagið og það að meðlimir NATO þyrftu að borga sinn meira. Hann hét því að byggja vegginn, en nefndi ekki sérstaklega að þessu sinni að Mexíkó myndi borga fyrir hann. Skortur á nákvæmni í ræðu forsetans leiddi til samdráttar í vexti hlutabréfa, sem hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin misseri. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja fjárfesta eiga erfitt með að átta sig á stefnunni sem eigi að taka.Ræða Trump í heild sinni. Sjö mínútna samantekt PBS Ræðunni var vel tekið samkvæmt könnun CNN. Samanburður CNN á ræðu Trump í nótt og ræðu hans á innsetningarathöfninni í janúar. Donald Trump Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu ræðu fyrir framan báðar deildir þingsins í nótt. Óhætt er að segja að tónninn í ræðunni hafi verið öðruvísi en í öðrum ræðum hans. Þar ræddi forsetinn um kaflaskil í sögu Bandaríkjanna og endurnýjun þjóðarsálarinnar. Trump kallaði eftir sameiningu og fordæmdi skemmdarverk í grafreitum gyðinga og skotárás í Kansas þar sem indverskur maður var skotinn til bana. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera lengi að bregðast við og fordæma hatursglæpi og hótanir. Vinsældir Trump hafa ekki verið miklar, samkvæmt könnunum, en svo virðist sem að ræðu hans hafi verið vel tekið meðal þjóðarinnar.Trump fylgdi handritinu í klukkutímalangri ræðu sinni, en hann lagði ekki fram stefnuatriðið á ítarlegan hátt og þá sérstaklega varðandi skattastefnu. Hann hét því að enduruppbyggja innflytjendakerfi Bandaríkjanna, fjölga og bæta störf og lofaði „massífum“ skattalækkunum á millistéttina og fyrirtæki.Trump kallaði eftir mikilli fjárútlátaaukningu í uppbyggingu innviða og hernaðar. Hann ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Atlantshafsbandalagið og það að meðlimir NATO þyrftu að borga sinn meira. Hann hét því að byggja vegginn, en nefndi ekki sérstaklega að þessu sinni að Mexíkó myndi borga fyrir hann. Skortur á nákvæmni í ræðu forsetans leiddi til samdráttar í vexti hlutabréfa, sem hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin misseri. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja fjárfesta eiga erfitt með að átta sig á stefnunni sem eigi að taka.Ræða Trump í heild sinni. Sjö mínútna samantekt PBS Ræðunni var vel tekið samkvæmt könnun CNN. Samanburður CNN á ræðu Trump í nótt og ræðu hans á innsetningarathöfninni í janúar.
Donald Trump Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira