Morðið á Kim Jong Nam: Þurfa að sleppa Norður-Kóreumanni vegna skorts á sönnunargögnum Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2017 14:25 Lögreglan telur að Ri Jong Chol hafi komið að morðinu, en geta ekki sannað það. Hann verður fluttur til Kína og þaðan til Norður-Kóreu og hefur verið meinað að koma aftur til Malasíu. Vísir Lögreglan í Malasíu hefur þurft að sleppa eina manninum frá Norður-Kóreu sem hefur stöðu grunaðs manns vegna launmorðsins á Kim Jong Nam, hálfbróður Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Átta manns frá einræðisríkinu eru grunaðir um aðkomu að morðinu, en Ri Jong Chol er sá eini sem hefur verið handsamaður. Lögreglan telur að hann hafi komið að morðinu, en getur ekki sannað það. Hann verður fluttur til Kína og þaðan til Norður-Kóreu en honum hefur verið meinað að koma aftur til Malasíu.Kim Jong Nam var myrtur á flugvellinum í Kuala Lumpur í síðasta mánuði. Tvær konur stöðvuðu hann á flugvellinum. Önnur tók um augu hans á meðan hin makaði vökva, sem þær töldu vera vatn eða barnaolíu, framan í hann. Þær segjast hafa haldið að þær væru að taka þátt í sjónvarpsgríni og þær hafi fengið tæpar tíu þúsund krónur fyrir. Vökvinn var hins vegar VX-taugagas, sem er bannað um heim allan og skilgreint sem gereyðingarvopn af Sameinuðu þjóðunum.Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur lögreglan í Malasíu nú lýst eftir Kim Uk Il, sem er flugfreyja frá Norður-Kóreu. Einnig hefur verið óskað eftir aðstoð frá aðstoðarsendiherra Norður-Kóreu í Malasíu. Talið er að bæði séu nú stödd í Malasíu, en fjórir til viðbótar eru taldir hafa flúið til Pyongyang á deginum sem morðið var framið. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa ekki viljað staðfesta að um Kim Jong Nam sé að ræða, en nágrannar þeirra í suðri halda því fram að hann hafi verið myrtur vegna skipanna bróður síns, sem litið hafi á hann sem mögulegan andstæðing um valdastólinn. Háttsettur embættismaður Norður-Kóreu, sem leiðir hóp erindreka í Malasíu, hélt því fram í gær, eins og Pyongyang hefur gert frá upphafi, að Kim Jong Nam hafi fengið hjartaáfall og þvertók fyrir að taugaeitur hefði verið notað. Hann fór fram á að Malasía skilaði líkinu en Norður-Kórea hefur sakað yfirvöld í Malasíu um að starfa með andstæðingum sínum. Malasía hefur kallað sendiherra sinn í Pyongyang heim aftur og bundið enda á frjáls ferðalög íbúa Norður-Kóreu til landsins. Lögreglustjóri Kuala Lumpur segir vísbendingarnar og staðreyndir málsins tala sínu máli, sama hvað Norður-Kóreumenn segja. Malasía Norður-Kórea Tengdar fréttir Reyndu að brjótast inn í líkhúsið þar sem lík Kim Jong-nam er 22. febrúar 2017 11:12 Hyggjast gefa út handtökuskipan á hendur sendiráðsstarfsmanni vegna morðsins á Kim Jong-Nam Fjórir einstaklingar hafa verið handteknir grunaðir um aðild að morðinu á Kim Jong-Nam, tvær konur og tveir karlmenn. 25. febrúar 2017 09:37 Segja yfirvöld í Malasíu bera ábyrgð á dauða Kim Jong-nam Í frétt á KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu segir að Malasía beri ábyrgð á dauða norður-kóresk ríkisborgara. 23. febrúar 2017 08:37 Verða ákærðar fyrir morðið á Kim Jong Nam Tvær konur segjast hafa haldið að þær væru að taka þátt í sjónvarpsþætti þegar þær settu bannað taugaeitur framan í Nam. 28. febrúar 2017 08:57 Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30 Bróðurmorð og innflutningsbann Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. 25. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Lögreglan í Malasíu hefur þurft að sleppa eina manninum frá Norður-Kóreu sem hefur stöðu grunaðs manns vegna launmorðsins á Kim Jong Nam, hálfbróður Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Átta manns frá einræðisríkinu eru grunaðir um aðkomu að morðinu, en Ri Jong Chol er sá eini sem hefur verið handsamaður. Lögreglan telur að hann hafi komið að morðinu, en getur ekki sannað það. Hann verður fluttur til Kína og þaðan til Norður-Kóreu en honum hefur verið meinað að koma aftur til Malasíu.Kim Jong Nam var myrtur á flugvellinum í Kuala Lumpur í síðasta mánuði. Tvær konur stöðvuðu hann á flugvellinum. Önnur tók um augu hans á meðan hin makaði vökva, sem þær töldu vera vatn eða barnaolíu, framan í hann. Þær segjast hafa haldið að þær væru að taka þátt í sjónvarpsgríni og þær hafi fengið tæpar tíu þúsund krónur fyrir. Vökvinn var hins vegar VX-taugagas, sem er bannað um heim allan og skilgreint sem gereyðingarvopn af Sameinuðu þjóðunum.Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur lögreglan í Malasíu nú lýst eftir Kim Uk Il, sem er flugfreyja frá Norður-Kóreu. Einnig hefur verið óskað eftir aðstoð frá aðstoðarsendiherra Norður-Kóreu í Malasíu. Talið er að bæði séu nú stödd í Malasíu, en fjórir til viðbótar eru taldir hafa flúið til Pyongyang á deginum sem morðið var framið. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa ekki viljað staðfesta að um Kim Jong Nam sé að ræða, en nágrannar þeirra í suðri halda því fram að hann hafi verið myrtur vegna skipanna bróður síns, sem litið hafi á hann sem mögulegan andstæðing um valdastólinn. Háttsettur embættismaður Norður-Kóreu, sem leiðir hóp erindreka í Malasíu, hélt því fram í gær, eins og Pyongyang hefur gert frá upphafi, að Kim Jong Nam hafi fengið hjartaáfall og þvertók fyrir að taugaeitur hefði verið notað. Hann fór fram á að Malasía skilaði líkinu en Norður-Kórea hefur sakað yfirvöld í Malasíu um að starfa með andstæðingum sínum. Malasía hefur kallað sendiherra sinn í Pyongyang heim aftur og bundið enda á frjáls ferðalög íbúa Norður-Kóreu til landsins. Lögreglustjóri Kuala Lumpur segir vísbendingarnar og staðreyndir málsins tala sínu máli, sama hvað Norður-Kóreumenn segja.
Malasía Norður-Kórea Tengdar fréttir Reyndu að brjótast inn í líkhúsið þar sem lík Kim Jong-nam er 22. febrúar 2017 11:12 Hyggjast gefa út handtökuskipan á hendur sendiráðsstarfsmanni vegna morðsins á Kim Jong-Nam Fjórir einstaklingar hafa verið handteknir grunaðir um aðild að morðinu á Kim Jong-Nam, tvær konur og tveir karlmenn. 25. febrúar 2017 09:37 Segja yfirvöld í Malasíu bera ábyrgð á dauða Kim Jong-nam Í frétt á KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu segir að Malasía beri ábyrgð á dauða norður-kóresk ríkisborgara. 23. febrúar 2017 08:37 Verða ákærðar fyrir morðið á Kim Jong Nam Tvær konur segjast hafa haldið að þær væru að taka þátt í sjónvarpsþætti þegar þær settu bannað taugaeitur framan í Nam. 28. febrúar 2017 08:57 Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30 Bróðurmorð og innflutningsbann Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. 25. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Hyggjast gefa út handtökuskipan á hendur sendiráðsstarfsmanni vegna morðsins á Kim Jong-Nam Fjórir einstaklingar hafa verið handteknir grunaðir um aðild að morðinu á Kim Jong-Nam, tvær konur og tveir karlmenn. 25. febrúar 2017 09:37
Segja yfirvöld í Malasíu bera ábyrgð á dauða Kim Jong-nam Í frétt á KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu segir að Malasía beri ábyrgð á dauða norður-kóresk ríkisborgara. 23. febrúar 2017 08:37
Verða ákærðar fyrir morðið á Kim Jong Nam Tvær konur segjast hafa haldið að þær væru að taka þátt í sjónvarpsþætti þegar þær settu bannað taugaeitur framan í Nam. 28. febrúar 2017 08:57
Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30
Bróðurmorð og innflutningsbann Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. 25. febrúar 2017 10:00