Ákvæði mögulega sett í samninga til að sporna við upplýsingaleka Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. mars 2017 19:00 Leikmannasamningar Stjörnunnar í Domino´s-deild karla í körfubolta munu í framtíðinni líklega taka mið af leka á innherjaupplýsingum fyrir veðmálastarfsemi.Vísir fjallaði í gær um veðmálasíðuna B-Ball Bets en þar selja tveir menn innherjaupplýsingar um liðin í Domino´s-deildinni til áskrifenda sinna gegn greiðslu. Annar mannanna viðurkenndi í hlaðvarpsþætti karfan.is að þeir hringja í leikmenn deildarinnar til að fá stöðu á þeirra liðum fyrir næstu leiki og að þeir fá upplýsingarnar auðveldlega. Þær eru svo nýttar til að græða peninga á veðmálum. Ekki er bara hringt í leikmenn heldur líka þjálfara.Sjá einnig:Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ „Það hefur ekki gerst í ár en það var hringt fyrir hvern einasta leik í fyrra. Við vorum einmitt að tala um þetta inn í klefa. Þetta er bara eins og að drekka vatn. Ég veit ekki hvort þetta má eða má ekki,“ segir Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur nákvæmlega engan húmor fyrir þessari iðju. Hann sagði líka þeim sem hringdu í hann fyrir hálfu öðru ári síðan að gera slíkt aldrei aftur. „Ég hef aldrei gefið upplýsingar um mitt lið en það hefur verið haft samband við mig,“ segir Hrafn en hefur verið haft samband við hann? „Ekki eftir að það gerðist í fyrsta skiptið fyrir um einu og hálfu ári síðan. Þeim hefur ekki dottið í hug að gera það aftur.“ Hrafn segist ekki hafa orðið var við að sínir leikmenn hafi fengið slík símtöl eða látið í té upplýsingar um liðið. Þeim er líka hollast að sleppa því. „Nei, en það verður rætt um það strax á morgun. Ég vildi klára þennan leik fyrst. Það er algjörlega kýrskýrt hjá mér og minni stjórn að þetta verður ekki liðið. Þetta er bara eitt skref í áttina að einhverju alvarlegra og það er í rauninni þannig að héðan í frá myndi ég ætla að hver einstasti samningur sem verður undirritaður hjá Stjörnunni í Garðabæ innihaldi eitthvað sem varar fólk við að gera svona þó það sé erfitt að fylgjast með þessu. Þetta er eitthvað sem á ekki að finna sér stað í huganum á leikmanni sem er að taka þátt í verkefni með félögum sínum,“ sagði Hrafn Kristjánsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45 Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hvetur leikmenn og þjálfara í Domino´s-deildinni til að halda upplýsingum um sín lið fyrir sig. 2. mars 2017 12:30 Ingi Þór: „Menn eiga að halda svona upplýsingum fyrir sig“ Þjálfari Snæfells í Domino´s-deildunum segir svona upplýsingaflæði geta komið í bakið á mönnum. 2. mars 2017 14:00 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Leikmannasamningar Stjörnunnar í Domino´s-deild karla í körfubolta munu í framtíðinni líklega taka mið af leka á innherjaupplýsingum fyrir veðmálastarfsemi.Vísir fjallaði í gær um veðmálasíðuna B-Ball Bets en þar selja tveir menn innherjaupplýsingar um liðin í Domino´s-deildinni til áskrifenda sinna gegn greiðslu. Annar mannanna viðurkenndi í hlaðvarpsþætti karfan.is að þeir hringja í leikmenn deildarinnar til að fá stöðu á þeirra liðum fyrir næstu leiki og að þeir fá upplýsingarnar auðveldlega. Þær eru svo nýttar til að græða peninga á veðmálum. Ekki er bara hringt í leikmenn heldur líka þjálfara.Sjá einnig:Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ „Það hefur ekki gerst í ár en það var hringt fyrir hvern einasta leik í fyrra. Við vorum einmitt að tala um þetta inn í klefa. Þetta er bara eins og að drekka vatn. Ég veit ekki hvort þetta má eða má ekki,“ segir Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur nákvæmlega engan húmor fyrir þessari iðju. Hann sagði líka þeim sem hringdu í hann fyrir hálfu öðru ári síðan að gera slíkt aldrei aftur. „Ég hef aldrei gefið upplýsingar um mitt lið en það hefur verið haft samband við mig,“ segir Hrafn en hefur verið haft samband við hann? „Ekki eftir að það gerðist í fyrsta skiptið fyrir um einu og hálfu ári síðan. Þeim hefur ekki dottið í hug að gera það aftur.“ Hrafn segist ekki hafa orðið var við að sínir leikmenn hafi fengið slík símtöl eða látið í té upplýsingar um liðið. Þeim er líka hollast að sleppa því. „Nei, en það verður rætt um það strax á morgun. Ég vildi klára þennan leik fyrst. Það er algjörlega kýrskýrt hjá mér og minni stjórn að þetta verður ekki liðið. Þetta er bara eitt skref í áttina að einhverju alvarlegra og það er í rauninni þannig að héðan í frá myndi ég ætla að hver einstasti samningur sem verður undirritaður hjá Stjörnunni í Garðabæ innihaldi eitthvað sem varar fólk við að gera svona þó það sé erfitt að fylgjast með þessu. Þetta er eitthvað sem á ekki að finna sér stað í huganum á leikmanni sem er að taka þátt í verkefni með félögum sínum,“ sagði Hrafn Kristjánsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45 Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hvetur leikmenn og þjálfara í Domino´s-deildinni til að halda upplýsingum um sín lið fyrir sig. 2. mars 2017 12:30 Ingi Þór: „Menn eiga að halda svona upplýsingum fyrir sig“ Þjálfari Snæfells í Domino´s-deildunum segir svona upplýsingaflæði geta komið í bakið á mönnum. 2. mars 2017 14:00 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45
Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hvetur leikmenn og þjálfara í Domino´s-deildinni til að halda upplýsingum um sín lið fyrir sig. 2. mars 2017 12:30
Ingi Þór: „Menn eiga að halda svona upplýsingum fyrir sig“ Þjálfari Snæfells í Domino´s-deildunum segir svona upplýsingaflæði geta komið í bakið á mönnum. 2. mars 2017 14:00