Mismundandi andstæðingar gera mótið mjög skemmtilegt í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2017 07:00 Hallbera Guðný Gísladóttir í leiknum á móti Japan. Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður aftur í sviðsljósinu á Algarve-mótinu í dag þegar stelpurnar okkar mæta Spánverjum í lokaleik sínum í riðlinum. Leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 14.45 að íslenskum tíma. Ísland hefur eitt stig í riðlinum en er að fara að mæta liði Spánverja sem hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu. Spánn vann meðal annars 3-0 sigur á Noregi í síðasta leik og það þrátt fyrir að spila manni færri í heilan hálfleik. „Ég mun gera einhverjar breytingar. Nú fengum við reyndar tvo daga í hvíld og það munar um það. Ég geri breytingar á liðinu en verð samt með eins sterkt lið og við mögulega getum,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins. „Við erum að leita eftir svörum og reyna að bæta okkur. Við viljum líka forðast meiðsli. Við getum ekki forðast svona slys eins og varð í fyrsta leiknum en við getum forðast það að lenda í vöðvatognunum. Við erum líka að hugsa um það að við erum bara á miðju undirbúningstímabili heima á Íslandi,“ sagði Freyr. Spænska liðið hefur sýnt það í fyrstu tveimur leikjunum að þar fer lið sem getur gert flotta hluti á Evrópumótinu í sumar. „Þær eru með hrikalega gott sendingalið en það verður mjög gaman að fá að spila við Spánverjana og sjá hvernig þær henta okkur. Þetta er mjög skemmtilegt mót í ár út frá mismundandi andstæðingum,“ sagði Freyr. Íslenska liðið gerði 1-1 jafntefli við Noreg í leik sem Freyr lýsti sem stríðsleik með endalaust af návígum. Liðið tapaði síðan fyrir Japan á föstudaginn þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik. „Þetta er í tíunda skiptið sem ég er á Algarve. Þetta mót er alltaf góður undirbúningur fyrir okkur, bæði fyrir komandi stórmót en líka til að sjá hvar leikmenn eru staddir og hvernig við erum að spila á móti þessum stórþjóðum sem eru á þessu móti,“ segir Sara Björk og bætti við. „Það er stórt ár fram undan og allar eru að æfa rosalega vel. Það vilja líka allar sýna sig og sanna sig. Freyr gefur öllum tækifæri til þess. Þetta er samt bara undirbúningur fyrir EM en allt sem skiptir máli verður á EM,“ sagði Sara. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Tengdar fréttir Freyr um Söru Björk: Getur náð 200 landsleikjum Sara Björk Gunnarsdóttir varð í dag yngsti landsliðsleikmaður Ísland í fótbolta frá upphafi sem nær að spila hundrað A-landsleiki. 3. mars 2017 18:34 Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Ísland tapaði fyrir Japan á öðrum leik sínum á Algarve-mótinu. Japan skoraði tvívegis á fyrsta stundarfjórðungnum sem gerði út um leikinn. 3. mars 2017 16:45 Einstakur íþróttamaður sem hugsar ótrúlega vel um sig Sara Björk Gunnarsdóttir varð í gær sú langyngsta sem nær að spila hundrað A-landsleiki fyrir Ísland. Landsliðsþjálfarinn sér hana alveg fyrir sér spila tvö hundruð landsleiki og hún sjálf segist eiga nóg eftir. 4. mars 2017 07:00 Freyr: Höfum ekki mikinn tíma til að velta þessu fyrir okkur Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-0 á móti sterku liði Japans á Algarve-mótinu í dag en íslenska liðið náði að vinna sig út úr mjög erfiðri byrjun á leiknum þar sem stefndi í stórtap. 3. mars 2017 17:49 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður aftur í sviðsljósinu á Algarve-mótinu í dag þegar stelpurnar okkar mæta Spánverjum í lokaleik sínum í riðlinum. Leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 14.45 að íslenskum tíma. Ísland hefur eitt stig í riðlinum en er að fara að mæta liði Spánverja sem hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu. Spánn vann meðal annars 3-0 sigur á Noregi í síðasta leik og það þrátt fyrir að spila manni færri í heilan hálfleik. „Ég mun gera einhverjar breytingar. Nú fengum við reyndar tvo daga í hvíld og það munar um það. Ég geri breytingar á liðinu en verð samt með eins sterkt lið og við mögulega getum,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins. „Við erum að leita eftir svörum og reyna að bæta okkur. Við viljum líka forðast meiðsli. Við getum ekki forðast svona slys eins og varð í fyrsta leiknum en við getum forðast það að lenda í vöðvatognunum. Við erum líka að hugsa um það að við erum bara á miðju undirbúningstímabili heima á Íslandi,“ sagði Freyr. Spænska liðið hefur sýnt það í fyrstu tveimur leikjunum að þar fer lið sem getur gert flotta hluti á Evrópumótinu í sumar. „Þær eru með hrikalega gott sendingalið en það verður mjög gaman að fá að spila við Spánverjana og sjá hvernig þær henta okkur. Þetta er mjög skemmtilegt mót í ár út frá mismundandi andstæðingum,“ sagði Freyr. Íslenska liðið gerði 1-1 jafntefli við Noreg í leik sem Freyr lýsti sem stríðsleik með endalaust af návígum. Liðið tapaði síðan fyrir Japan á föstudaginn þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik. „Þetta er í tíunda skiptið sem ég er á Algarve. Þetta mót er alltaf góður undirbúningur fyrir okkur, bæði fyrir komandi stórmót en líka til að sjá hvar leikmenn eru staddir og hvernig við erum að spila á móti þessum stórþjóðum sem eru á þessu móti,“ segir Sara Björk og bætti við. „Það er stórt ár fram undan og allar eru að æfa rosalega vel. Það vilja líka allar sýna sig og sanna sig. Freyr gefur öllum tækifæri til þess. Þetta er samt bara undirbúningur fyrir EM en allt sem skiptir máli verður á EM,“ sagði Sara.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Tengdar fréttir Freyr um Söru Björk: Getur náð 200 landsleikjum Sara Björk Gunnarsdóttir varð í dag yngsti landsliðsleikmaður Ísland í fótbolta frá upphafi sem nær að spila hundrað A-landsleiki. 3. mars 2017 18:34 Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Ísland tapaði fyrir Japan á öðrum leik sínum á Algarve-mótinu. Japan skoraði tvívegis á fyrsta stundarfjórðungnum sem gerði út um leikinn. 3. mars 2017 16:45 Einstakur íþróttamaður sem hugsar ótrúlega vel um sig Sara Björk Gunnarsdóttir varð í gær sú langyngsta sem nær að spila hundrað A-landsleiki fyrir Ísland. Landsliðsþjálfarinn sér hana alveg fyrir sér spila tvö hundruð landsleiki og hún sjálf segist eiga nóg eftir. 4. mars 2017 07:00 Freyr: Höfum ekki mikinn tíma til að velta þessu fyrir okkur Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-0 á móti sterku liði Japans á Algarve-mótinu í dag en íslenska liðið náði að vinna sig út úr mjög erfiðri byrjun á leiknum þar sem stefndi í stórtap. 3. mars 2017 17:49 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Freyr um Söru Björk: Getur náð 200 landsleikjum Sara Björk Gunnarsdóttir varð í dag yngsti landsliðsleikmaður Ísland í fótbolta frá upphafi sem nær að spila hundrað A-landsleiki. 3. mars 2017 18:34
Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Ísland tapaði fyrir Japan á öðrum leik sínum á Algarve-mótinu. Japan skoraði tvívegis á fyrsta stundarfjórðungnum sem gerði út um leikinn. 3. mars 2017 16:45
Einstakur íþróttamaður sem hugsar ótrúlega vel um sig Sara Björk Gunnarsdóttir varð í gær sú langyngsta sem nær að spila hundrað A-landsleiki fyrir Ísland. Landsliðsþjálfarinn sér hana alveg fyrir sér spila tvö hundruð landsleiki og hún sjálf segist eiga nóg eftir. 4. mars 2017 07:00
Freyr: Höfum ekki mikinn tíma til að velta þessu fyrir okkur Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-0 á móti sterku liði Japans á Algarve-mótinu í dag en íslenska liðið náði að vinna sig út úr mjög erfiðri byrjun á leiknum þar sem stefndi í stórtap. 3. mars 2017 17:49
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn