Ljónagryfjan stóð í ljósum Loga: „Fæ mér árskort í Njarðvík ef hann spilar til 45 ára aldurs“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2017 15:00 Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, setti lið sitt á bakið og bar það til sigurs á móti ÍR, 79-72, í frábærum leik í 21. og næst síðustu umferð Domino´s-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Sigurinn var ævintýralega mikilvægur fyrir Njarðvík sem á enn þá möguleika á að komast í úrslitakeppnina en Ljónin hafa ekki misst af úrslitakeppninni í 24 ár eða síðan 1993. Logi var rólegur í fyrri hálfleik og skoraði aðeins sex stig. Hann hitti ekki nema úr einu af átta skotum í heildina og engu fyrir utan þriggja stiga línuna. Í seinni hálfleik bauð Logi aftur á móti upp á eina bestu frammistöðu nokkurs leikmanns í deildinni á tímabilinu. Logi skoraði 20 stig á 20 mínútum, hitti úr sjö af tólf skotum sínum og þar af fjórum af sjö fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann var með 18 framlagspunkta í seinni hálfleik og kláraði leikinn fyrir Njarðvík með því að verja skot Matthíasar Orra Sigurðarsonar, leikstjórnanda ÍR, meistaralega á síðustu sekúndunum. Þökk sé Loga getur Njarðvík enn þá komist í úrslitakeppnina en liðið verður að vinna Þór í Þorlákshöfn í lokaumferðinni og treysta á að erkifjendur sínir í Keflavík fari í Breiðholtið og taki sigur á móti ÍR þar sem Hellisbúarnir eru búnir að vinna sex leiki í röð. „Ég get ekki hætt að tala um Loga Gunnarsson,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti kvöldsins sem verður á dagskrá klukkan 22.15 á Stöð 2 Sport. Óhefðbundinn tími vissulega en óhætt er að mæla með þættinum í kvöld. „Gaurinn er 35 ára. Hann eltir þarna gaur sem er sennilega búinn að vera einn besti leikmaður deildarinnar eftir áramót og blokkar hann og er að passa sig allan tímann að snerta hann ekki,“ segir Jón Halldór um varða skotið og heldur áfram: „Sjáið svo viðbrögðin hjá honum. Hann er gjörsamlega trylltur. Hvers konar ástríðar er þetta? Ég fæ bara gæsahúð að horfa á þetta. Ef þessi gaur ætlar að spila þar til hann verður 45 ára er ég að hugsa um að kaupa mér árskort í Njarðvíkunum,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson.Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan en þátturinn er á dagskrá klukkan 22.15 á Stöð 2 Sport HD í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, setti lið sitt á bakið og bar það til sigurs á móti ÍR, 79-72, í frábærum leik í 21. og næst síðustu umferð Domino´s-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Sigurinn var ævintýralega mikilvægur fyrir Njarðvík sem á enn þá möguleika á að komast í úrslitakeppnina en Ljónin hafa ekki misst af úrslitakeppninni í 24 ár eða síðan 1993. Logi var rólegur í fyrri hálfleik og skoraði aðeins sex stig. Hann hitti ekki nema úr einu af átta skotum í heildina og engu fyrir utan þriggja stiga línuna. Í seinni hálfleik bauð Logi aftur á móti upp á eina bestu frammistöðu nokkurs leikmanns í deildinni á tímabilinu. Logi skoraði 20 stig á 20 mínútum, hitti úr sjö af tólf skotum sínum og þar af fjórum af sjö fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann var með 18 framlagspunkta í seinni hálfleik og kláraði leikinn fyrir Njarðvík með því að verja skot Matthíasar Orra Sigurðarsonar, leikstjórnanda ÍR, meistaralega á síðustu sekúndunum. Þökk sé Loga getur Njarðvík enn þá komist í úrslitakeppnina en liðið verður að vinna Þór í Þorlákshöfn í lokaumferðinni og treysta á að erkifjendur sínir í Keflavík fari í Breiðholtið og taki sigur á móti ÍR þar sem Hellisbúarnir eru búnir að vinna sex leiki í röð. „Ég get ekki hætt að tala um Loga Gunnarsson,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti kvöldsins sem verður á dagskrá klukkan 22.15 á Stöð 2 Sport. Óhefðbundinn tími vissulega en óhætt er að mæla með þættinum í kvöld. „Gaurinn er 35 ára. Hann eltir þarna gaur sem er sennilega búinn að vera einn besti leikmaður deildarinnar eftir áramót og blokkar hann og er að passa sig allan tímann að snerta hann ekki,“ segir Jón Halldór um varða skotið og heldur áfram: „Sjáið svo viðbrögðin hjá honum. Hann er gjörsamlega trylltur. Hvers konar ástríðar er þetta? Ég fæ bara gæsahúð að horfa á þetta. Ef þessi gaur ætlar að spila þar til hann verður 45 ára er ég að hugsa um að kaupa mér árskort í Njarðvíkunum,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson.Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan en þátturinn er á dagskrá klukkan 22.15 á Stöð 2 Sport HD í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira