Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík neitaði að mæta í spjallþátt Piers Morgan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. mars 2017 13:23 Juel Miah er ekki sáttur við Piers Morgan. Vísir/Getty/Stefán Juhel Miah, velski kennarinn sem vísað var frá borði flugvélar í Keflavík í febrúar neitaði að mæta í Good Morning Britan, spjallþátt Piers Morgan. Er hann ósáttur við orð Morgan eftir að sér var vísað frá borði auk þess sem að hann hefur efasemdir um Morgan vegna tengsla hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Ég hafnaði boði Good Morning Britain vegna Piers Morgan, viðhorfa hans og tengsla við Donald Trump. Ég sagði framleiðendum þáttarins að ég vildi ekki vera í þáttunum með Piers Morgan,“ sagði Miah í samtali við Wales Online. Miah virðist vera ósáttur við tíst frá Piers Morgan þar sem hann viðraði efasemdir um frásögn kennarans. Miah var sem kunnugt er vísað frá borði flugvélar Icelandair hér á landi á leið til Bandaríkjanna þann 16. febrúar. Miah hefur enn ekki fengið neinar skýringar fyrir utan þær sem hann fékk á Keflavíkurflugvelli, að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Morgan studdi Trump í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Hafa þeir verið vinir um árabil. Hefur Morgan sagt að honum líki vel við Trump sem reynst hafi sér traustur og góður vinur í gegnum tíðina, þrátt fyrir að vera ósammála Trump um helstu stefnumál. Miah vonast enn til þess að fá skýringar á því af hverju hann fékk ekki að ferðast til Bandaríkjanna. Þá hefur hann fengið þingmann kjördæmis síns í lið með sér til þess að ganga úr skugga um að vegabréf hans sé ekki kominn á einhversskonar lista sem geti komið í veg fyrir frekari ferðalög. Donald Trump Tengdar fréttir Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31 Ráðuneytið ekki fengið neinar upplýsingar um mál kennarans og ekki beðið um þær Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag 21. febrúar 2017 15:31 Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Sjá meira
Juhel Miah, velski kennarinn sem vísað var frá borði flugvélar í Keflavík í febrúar neitaði að mæta í Good Morning Britan, spjallþátt Piers Morgan. Er hann ósáttur við orð Morgan eftir að sér var vísað frá borði auk þess sem að hann hefur efasemdir um Morgan vegna tengsla hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Ég hafnaði boði Good Morning Britain vegna Piers Morgan, viðhorfa hans og tengsla við Donald Trump. Ég sagði framleiðendum þáttarins að ég vildi ekki vera í þáttunum með Piers Morgan,“ sagði Miah í samtali við Wales Online. Miah virðist vera ósáttur við tíst frá Piers Morgan þar sem hann viðraði efasemdir um frásögn kennarans. Miah var sem kunnugt er vísað frá borði flugvélar Icelandair hér á landi á leið til Bandaríkjanna þann 16. febrúar. Miah hefur enn ekki fengið neinar skýringar fyrir utan þær sem hann fékk á Keflavíkurflugvelli, að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Morgan studdi Trump í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Hafa þeir verið vinir um árabil. Hefur Morgan sagt að honum líki vel við Trump sem reynst hafi sér traustur og góður vinur í gegnum tíðina, þrátt fyrir að vera ósammála Trump um helstu stefnumál. Miah vonast enn til þess að fá skýringar á því af hverju hann fékk ekki að ferðast til Bandaríkjanna. Þá hefur hann fengið þingmann kjördæmis síns í lið með sér til þess að ganga úr skugga um að vegabréf hans sé ekki kominn á einhversskonar lista sem geti komið í veg fyrir frekari ferðalög.
Donald Trump Tengdar fréttir Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31 Ráðuneytið ekki fengið neinar upplýsingar um mál kennarans og ekki beðið um þær Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag 21. febrúar 2017 15:31 Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Sjá meira
Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31
Ráðuneytið ekki fengið neinar upplýsingar um mál kennarans og ekki beðið um þær Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag 21. febrúar 2017 15:31
Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36