Handabandið sem engin man Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 9. mars 2017 07:00 Trump á fundinum á Mayflowerhótelinu. nordicphotos/AFP Hvíta húsið hefur vísað á bug fullyrðingum um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi haft einhver önnur samskipti við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum en tilfallandi á meðan á kosningabaráttunni um forsetaembættið stóð. Greint var frá því í fjölmiðlum, meðal annars The Independent, á þriðjudaginn að Trump og Sergej Kisljak sendiherra hefðu báðir verið á Mayflower-hótelinu í Washington 27. apríl í fyrra. Trump var þar til að ræða utanríkispólitík. Ekki er óvenjulegt að sendiherrar erlendra ríkja mæti á slíka kosningafundi til að komast að stefnu forsetaframbjóðenda. En í kjölfar ásakana um að Rússar hafi haft áhrif á kosningabaráttuna og hafi verið í sambandi við menn í kosningaherbúðum Trumps hefur þótt mikilvægt að kortleggja möguleg samskipti Trumps og rússneska sendiherrans. Forsetinn hefur mörgum sinnum neitað öllum samskiptum en nú segja starfsmenn Hvíta hússins að margir sendiherrar hafi verið á svæðinu. Trump hafi verið í móttökunni í um fimm mínútur og síðan hafi hann haldið rakleiðis í ræðustól. Í viðtali við AFP-fréttaveituna segir Sarah Sanders, einn blaðafulltrúa Hvíta hússins, að starfsmenn muni ekki hverjum Trump heilsaði með handabandi í móttökunni. Það hafi hvorki verið á þeirra ábyrgð að bjóða gestum né kanna bakgrunn þeirra. Rússneski sendiherrann hefur ekki tjáð sig um málið. Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, Michael Flynn, neyddist til að draga sig í hlé þegar afhjúpað var að hann hefði leynt upplýsingum um samskipti sín við rússneska sendiherrann. Dómsmálaráðherrann Jeff Sessions sætti harðri gagnrýni þegar afhjúpað var að hann hefði hitt Kisljak tvisvar í Washington í fyrra. Hann hafði áður fullyrt að hann hefði ekki verið í samskiptum við Rússa meðan á kosningabaráttunni stóð. Nefnd þingmanna í fulltrúadeildinni á að rannsaka fullyrðingar um samvinnu Rússa og Donalds Trump í kosningabaráttunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Hvíta húsið hefur vísað á bug fullyrðingum um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi haft einhver önnur samskipti við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum en tilfallandi á meðan á kosningabaráttunni um forsetaembættið stóð. Greint var frá því í fjölmiðlum, meðal annars The Independent, á þriðjudaginn að Trump og Sergej Kisljak sendiherra hefðu báðir verið á Mayflower-hótelinu í Washington 27. apríl í fyrra. Trump var þar til að ræða utanríkispólitík. Ekki er óvenjulegt að sendiherrar erlendra ríkja mæti á slíka kosningafundi til að komast að stefnu forsetaframbjóðenda. En í kjölfar ásakana um að Rússar hafi haft áhrif á kosningabaráttuna og hafi verið í sambandi við menn í kosningaherbúðum Trumps hefur þótt mikilvægt að kortleggja möguleg samskipti Trumps og rússneska sendiherrans. Forsetinn hefur mörgum sinnum neitað öllum samskiptum en nú segja starfsmenn Hvíta hússins að margir sendiherrar hafi verið á svæðinu. Trump hafi verið í móttökunni í um fimm mínútur og síðan hafi hann haldið rakleiðis í ræðustól. Í viðtali við AFP-fréttaveituna segir Sarah Sanders, einn blaðafulltrúa Hvíta hússins, að starfsmenn muni ekki hverjum Trump heilsaði með handabandi í móttökunni. Það hafi hvorki verið á þeirra ábyrgð að bjóða gestum né kanna bakgrunn þeirra. Rússneski sendiherrann hefur ekki tjáð sig um málið. Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, Michael Flynn, neyddist til að draga sig í hlé þegar afhjúpað var að hann hefði leynt upplýsingum um samskipti sín við rússneska sendiherrann. Dómsmálaráðherrann Jeff Sessions sætti harðri gagnrýni þegar afhjúpað var að hann hefði hitt Kisljak tvisvar í Washington í fyrra. Hann hafði áður fullyrt að hann hefði ekki verið í samskiptum við Rússa meðan á kosningabaráttunni stóð. Nefnd þingmanna í fulltrúadeildinni á að rannsaka fullyrðingar um samvinnu Rússa og Donalds Trump í kosningabaráttunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira