Haninn Kristján hefur ekki galað sitt síðasta Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. mars 2017 07:00 "Hanarnir sjá um að koma hænunum inn og hafa röð og reglu á þeim,“ segir Kristján Ingi Jónsson sem hefur ekki gefist upp. vísir/vilhelm Kristjáni Inga Jónssyni ber að fjarlægja tvo hana af lóð sinni að Syðri-Reykjum 3. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál en með því staðfestir hún niðurstöðu heilbrigðisnefndar Mosfellsbæjar. Kristján ætlar ekki að una úrskurðinum. Málið er nú orðið um fimm ára gamalt. Kristján heldur á lóð sinni flokk landnámshænsna en fremstir í flokki fara tveir hanar. „Ef hænurnar eru einar þá verða alls konar læti á milli þeirra. Með hönunum myndast goggunarröð og hænurnar komast ekki upp með neitt,“ segir Kristján „Þetta byrjaði árið 2012,“ segir Vígmundur Pálmarsson, íbúi að Reykjarhvoli og nágranni Kristjáns. Vígmundur segir nágrannana flesta á einu máli. „Ef það er blindbylur heyrir maður lítið í fuglunum en þetta er afar hvimleitt yfir sumartímann.“ Í gegnum árin hefur verið deilt um hvort Syðri-Reykir 3 séu lögbýli eður ei þar sem samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ gildir ekki um lögbýli. Hús Kristjáns er í deiliskipulagi auðkennt sem Syðri-Reykir 3 en í fasteignaskrá Þjóðskrár er það tilgreint sem Reykjahvoll 5. Árið 1991 voru lóðir skildar frá jörð Syðri-Reykja 2 og er hin umdeilda spilda ein þeirra. Var það niðurstaða Þjóðskrár og úrskurðarnefndarinnar að Syðri-Reykir 3 hefðu orðið að Reykjahvoli 5 og dottið út af lögbýlaskrá. Því væru hanarnir í órétti. „Fyrir það fyrsta þá er Reykjahvoll sunnan við Varmá. Ég bý norðan við Varmá,“ segir Kristján. „Til að koma mér út af lögbýlaskrá hafa menn reynt að breyta heimilisfanginu, endurnefna lóðina og breyta lóðanúmerinu. En þegar þeir senda mér bréf þá eru þau stíluð á Syðri-Reyki 3.“ Kristján segir fuglana hafa það mjög gott. Það sé rúmt um þá í kofanum sínum og þeir fái að fara út löngum stundum yfir sumartímann. Hins vegar sé búið að setja út á aðstöðu þeirra. „Það er svolítið skondið því það er sami dýraeftirlitsmaður og hélt hlífiskildi yfir Brúneggjamönnum,“ segir Kristján. Hann stefnir á að kæra úrskurð nefndarinnar. Hann hafi alla pappíra sem sýni að niðurstaðan hvaðvarðar lögbýlaskráninguna sé röng. „2017 er ár hanans, ég fæddist eldhani á ári hanans þannig að ég fer í hanaslaginn,“ segir Kristján. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Nágrannadeilur Mosfellsbær Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Kristjáni Inga Jónssyni ber að fjarlægja tvo hana af lóð sinni að Syðri-Reykjum 3. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál en með því staðfestir hún niðurstöðu heilbrigðisnefndar Mosfellsbæjar. Kristján ætlar ekki að una úrskurðinum. Málið er nú orðið um fimm ára gamalt. Kristján heldur á lóð sinni flokk landnámshænsna en fremstir í flokki fara tveir hanar. „Ef hænurnar eru einar þá verða alls konar læti á milli þeirra. Með hönunum myndast goggunarröð og hænurnar komast ekki upp með neitt,“ segir Kristján „Þetta byrjaði árið 2012,“ segir Vígmundur Pálmarsson, íbúi að Reykjarhvoli og nágranni Kristjáns. Vígmundur segir nágrannana flesta á einu máli. „Ef það er blindbylur heyrir maður lítið í fuglunum en þetta er afar hvimleitt yfir sumartímann.“ Í gegnum árin hefur verið deilt um hvort Syðri-Reykir 3 séu lögbýli eður ei þar sem samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ gildir ekki um lögbýli. Hús Kristjáns er í deiliskipulagi auðkennt sem Syðri-Reykir 3 en í fasteignaskrá Þjóðskrár er það tilgreint sem Reykjahvoll 5. Árið 1991 voru lóðir skildar frá jörð Syðri-Reykja 2 og er hin umdeilda spilda ein þeirra. Var það niðurstaða Þjóðskrár og úrskurðarnefndarinnar að Syðri-Reykir 3 hefðu orðið að Reykjahvoli 5 og dottið út af lögbýlaskrá. Því væru hanarnir í órétti. „Fyrir það fyrsta þá er Reykjahvoll sunnan við Varmá. Ég bý norðan við Varmá,“ segir Kristján. „Til að koma mér út af lögbýlaskrá hafa menn reynt að breyta heimilisfanginu, endurnefna lóðina og breyta lóðanúmerinu. En þegar þeir senda mér bréf þá eru þau stíluð á Syðri-Reyki 3.“ Kristján segir fuglana hafa það mjög gott. Það sé rúmt um þá í kofanum sínum og þeir fái að fara út löngum stundum yfir sumartímann. Hins vegar sé búið að setja út á aðstöðu þeirra. „Það er svolítið skondið því það er sami dýraeftirlitsmaður og hélt hlífiskildi yfir Brúneggjamönnum,“ segir Kristján. Hann stefnir á að kæra úrskurð nefndarinnar. Hann hafi alla pappíra sem sýni að niðurstaðan hvaðvarðar lögbýlaskráninguna sé röng. „2017 er ár hanans, ég fæddist eldhani á ári hanans þannig að ég fer í hanaslaginn,“ segir Kristján. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Nágrannadeilur Mosfellsbær Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira