Íslensku stelpurnar byrjuðu á stórsigri á Rúmenum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2017 22:13 Stelpurnar byrja vel. Vísir/Stefán Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí byrjaði vel í 2. deild heimsmeistaramóts kvenna en riðill íslenska liðsins fer fram á Akureyri 27. febrúar til 5. mars 2017. Íslenska liðið lék sinn fyrsta leik í kvöld og vann þá 7-2 sigur á Rúmenum. Nýja-Sjáland vann 5-3 sigur á Tyrklandi og Mexíkó vann 3-1 sigur á Spáni í hinum leikjum dagsins. Silvía Rán Björgvinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið í kvöld en alls komu sex leikmenn liðsins á markalistann og aðrar fjórar náðu að gefa stoðsendingar í leiknum. Íslenska liðið vann alla leikhlutana eða 3-0, 1-0 og 3-2. Íslensku stelpurnar mættu grimmar til leiks og voru komnar í 2-0 eftir aðeins sjö mínútna leik. Flosrún Vaka Jóhannesdóttir og Sunna Björgvinsdóttir skoruðu mörkin og íslenska liðið var grimmari út um allan völl á fyrstu mínútunum. Íslensku stelpurnar voru heldur betur mættar til leiks á HM. Silvía Rán Björgvinsdóttir bætti við þriðja markinu níu mínútum síðar og hún skoraði síðan sitt annað mark og kom Íslandi í 4-0 í öðrum leikhlutanum. Ísland vann fyrstu tvo leikhluta leiksins því 4-0. Ísland skoraði þrjú mörk í lokaleikhlutanum en fékk einnig tvö mörk á sig. Eva María Karvelsdóttir, Karen Þórisdóttir og Birna Baldursdóttir skoruðu mörkin. Birna skoraði síðasta markið eftir stoðsendingu fá Flosrúnu Vöku Jóhannesdóttur en það var einmitt Flosrún Vaka sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir stoðsendingu frá Birnu.Ísland - Rúmenía 7-2Mörkin í leiknum 1-0 Flosrún Vaka Jóhannesdóttir (6.) Stoðsending: Birna Baldursdóttir 2-0 Sunna Björgvinsdóttir (7.) Stoðsending: Guðrún Marín Viðarsdóttir 3-0 Silvía Rán Björgvinsdóttir (16.) Stoðsending: Engin 4-0 Silvía Rán Björgvinsdóttir (30.) Stoðsending: Jónína Margrét Guðbjartsdóttir 4-1 Alina Oprea (43.) 5-1 Eva María Karvelsdóttir (45.) Stoðsending: Jónína Margrét Guðbjartsdóttir og Kristín Ingadóttir 6-1 Karen Þórisdóttir (50.) Stoðsending: Diljá Björgvinsdóttir 6-2 Magdolna Popescu 7-2 Birna Baldursdóttir (60.) Stoðsending: Flosrún Vaka Jóhannesdóttir Aðrar íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí byrjaði vel í 2. deild heimsmeistaramóts kvenna en riðill íslenska liðsins fer fram á Akureyri 27. febrúar til 5. mars 2017. Íslenska liðið lék sinn fyrsta leik í kvöld og vann þá 7-2 sigur á Rúmenum. Nýja-Sjáland vann 5-3 sigur á Tyrklandi og Mexíkó vann 3-1 sigur á Spáni í hinum leikjum dagsins. Silvía Rán Björgvinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið í kvöld en alls komu sex leikmenn liðsins á markalistann og aðrar fjórar náðu að gefa stoðsendingar í leiknum. Íslenska liðið vann alla leikhlutana eða 3-0, 1-0 og 3-2. Íslensku stelpurnar mættu grimmar til leiks og voru komnar í 2-0 eftir aðeins sjö mínútna leik. Flosrún Vaka Jóhannesdóttir og Sunna Björgvinsdóttir skoruðu mörkin og íslenska liðið var grimmari út um allan völl á fyrstu mínútunum. Íslensku stelpurnar voru heldur betur mættar til leiks á HM. Silvía Rán Björgvinsdóttir bætti við þriðja markinu níu mínútum síðar og hún skoraði síðan sitt annað mark og kom Íslandi í 4-0 í öðrum leikhlutanum. Ísland vann fyrstu tvo leikhluta leiksins því 4-0. Ísland skoraði þrjú mörk í lokaleikhlutanum en fékk einnig tvö mörk á sig. Eva María Karvelsdóttir, Karen Þórisdóttir og Birna Baldursdóttir skoruðu mörkin. Birna skoraði síðasta markið eftir stoðsendingu fá Flosrúnu Vöku Jóhannesdóttur en það var einmitt Flosrún Vaka sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir stoðsendingu frá Birnu.Ísland - Rúmenía 7-2Mörkin í leiknum 1-0 Flosrún Vaka Jóhannesdóttir (6.) Stoðsending: Birna Baldursdóttir 2-0 Sunna Björgvinsdóttir (7.) Stoðsending: Guðrún Marín Viðarsdóttir 3-0 Silvía Rán Björgvinsdóttir (16.) Stoðsending: Engin 4-0 Silvía Rán Björgvinsdóttir (30.) Stoðsending: Jónína Margrét Guðbjartsdóttir 4-1 Alina Oprea (43.) 5-1 Eva María Karvelsdóttir (45.) Stoðsending: Jónína Margrét Guðbjartsdóttir og Kristín Ingadóttir 6-1 Karen Þórisdóttir (50.) Stoðsending: Diljá Björgvinsdóttir 6-2 Magdolna Popescu 7-2 Birna Baldursdóttir (60.) Stoðsending: Flosrún Vaka Jóhannesdóttir
Aðrar íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira