Þrjú hundruð þúsund þjást Páll Stefánsson skrifar 11. febrúar 2017 14:00 Fyrsti dagurinn í nýju landi. þessir komu með bátskæni frá Búrma um nóttina, og lentu á ströndinni við Rajapalong, 40 km sunnan við Cox´s Bazar. Grafkyrr á umferðarljósum. Klukkan sló tvö, fréttir sagði þulurinn. Engin fundur hefur verið boðaður í sjómannadeilunni, og ekkert verið fundað síðan á þriðjudag í síðustu viku. Í vikunni komu 65 þúsund Rohingya-flóttamenn frá Myanmar (Búrma) til Bangladess. Páskaegg hafa lækkað um fimm prósent í verði frá því í fyrra. Ég slökkti. Leit á samferðafélagann og sagði ekki á þessu augnabliki í lok janúar: „Páskarnir eru ekki fyrr en í lok apríl.“ Heldur: „Sextíu og fimm þúsund!“ Fjórum dögum seinna var ég kominn til Cox’s Bazar, 250 þúsund manna smáþorps við landamæri Búrma, Bangladessmegin. Annar maðurinn sem ég hitti í flóttamannabúðunum kom daginn áður með tvö ung börn systur sinnar. Þau heppin, að vera komin í skjól. Foreldrarnir brenndir lifandi viku fyrr, þegar búddatrúelskir samlandar þeirra kveiktu í heimilinu og meinuðu foreldrunum útgöngu. Börnin voru sem betur fer ekki heima, heldur í heimsókn hjá móðurbróðurnum. Fyrsti flóttamaðurinn sem ég hitti var kona á óræðum aldri, 35 ára eða rúmlega fimmtug, ekki viss. Ég spurði ekki. Hún var búin að missa allt sitt. Jafnvel lífsviljann. Þennan dag á Kringlumýrarbrautinni, fimm dögum fyrr, fletti ég upp Rohingya-flóttamannavandamálinu. Vandamál? Já. Stórt? Já, risastórt. Sameinuðu þjóðirnar telja þetta langversta flóttamannavandamál í heiminum í dag. Mun verra en í Sýrlandi. Þarna er verið að fremja þjóðarmorð á þessari 1,5 milljóna manna múslimsku þjóð sem býr í nyrstu strandhéruðum Búrma. Búddatrúarríki sem stjórnað er af friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi. Í dag eru á fjórða hundrað þúsund Rohingya-flóttamenn í Bangladess. Þá viku sem ég dvaldi þarna bættust við 25 þúsund flóttamenn, hið minnsta. Og ekki velkomnir, þrátt fyrir að vera trúbræður. Nei, Bangladessar hafa nóg með sitt, örbirgt land, litlu stærra en Ísland, með rúmlega 160 milljónir íbúa. Ef Ísland væri jafn þéttbýlt og Bangladess þá byggju hér aðeins 125 milljónir. Degi eftir heimkomuna birti NY Times frétt um Rohingya-fólkið. Loksins, loksins, er heimspressan að taka við sér, hugsaði ég. En fréttin fjallaði um það að þingið í Dakka, höfuðborg Bangladess, var búið að finna óbyggða eyju úti í miðjum Bengalflóa, þangað sem nú á að senda Rohingya-flóttamennina. Losna við þá í eitt skipti fyrir öll. Svo heppilega vill nefnilega til, fyrir Bangladess, eða heimsbyggðina, að þessi óbyggða eyja er óbyggð vegna þess að hún er á bólakafi hálft árið, allt monsúntímabilið. Annar dagurinn í fyrirheitnalandinu, í flóttamannabúðum rétt norðan við Balukhali, örfá skref inní Bangladesh. Makinn látinn. Annar dagurinn í fyrirheitnalandinu, í flóttamannabúðum rétt norðan við Balukhali, örfá skref inní Bangladesh. Makinn látinn. Í Kutupalong, eru fjölmennustu flóttamannabúðirnar á svæðinu. Þessi kall, flóttamaður til tveggja ára, með vinnu, að dreifa hrísgrjónum, en hver skráð fjölskylda fær allt að 25 kg á viku, allt eftir fjölskyldustærð. Þvottur þveginn, vatn í matinn, sunnan við Gundum. f Ótrúlegur fjöldi barna, í flóttamannabúðunum við Gundum. c Í Kutupalong, eru fjölmennustu flóttamannabúðirnar á svæðinu. Þessi karl, flóttamaður til tveggja ára er með vinnu. Að dreifa hrísgrjónum, en hver skráð fjölskylda fær allt að 25 kg á viku, allt eftir fjölskyldustærð. f Þessi Rohingya piltur, fékk sér miðdegislúr, í 30 stiga hita, í Cox´s Bazar Þessi Rohingya piltur, fékk sér miðdegislúr, í 30 stiga hita í Cox´s Bazar. Við þorpið Gundum, eru aðeins 500 hundruð metrar til Búrma. Þarna hafa 12 þúsund flóttamenn komið sér upp heimili á aðeins örfáum dögum. Fyrsta sem tryggt er frá hendi flóttamannahjálpar SÞ er að koma upp brunni með hreinu vatni. Fyrsti dagurinn í nýju landi. þessir komu með bátskæni frá Búrma um nóttina, og lentu á ströndinni við Rajapalong, 40 km sunnan við Cox´s Bazar. . Bangladess Mjanmar Róhingjar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Grafkyrr á umferðarljósum. Klukkan sló tvö, fréttir sagði þulurinn. Engin fundur hefur verið boðaður í sjómannadeilunni, og ekkert verið fundað síðan á þriðjudag í síðustu viku. Í vikunni komu 65 þúsund Rohingya-flóttamenn frá Myanmar (Búrma) til Bangladess. Páskaegg hafa lækkað um fimm prósent í verði frá því í fyrra. Ég slökkti. Leit á samferðafélagann og sagði ekki á þessu augnabliki í lok janúar: „Páskarnir eru ekki fyrr en í lok apríl.“ Heldur: „Sextíu og fimm þúsund!“ Fjórum dögum seinna var ég kominn til Cox’s Bazar, 250 þúsund manna smáþorps við landamæri Búrma, Bangladessmegin. Annar maðurinn sem ég hitti í flóttamannabúðunum kom daginn áður með tvö ung börn systur sinnar. Þau heppin, að vera komin í skjól. Foreldrarnir brenndir lifandi viku fyrr, þegar búddatrúelskir samlandar þeirra kveiktu í heimilinu og meinuðu foreldrunum útgöngu. Börnin voru sem betur fer ekki heima, heldur í heimsókn hjá móðurbróðurnum. Fyrsti flóttamaðurinn sem ég hitti var kona á óræðum aldri, 35 ára eða rúmlega fimmtug, ekki viss. Ég spurði ekki. Hún var búin að missa allt sitt. Jafnvel lífsviljann. Þennan dag á Kringlumýrarbrautinni, fimm dögum fyrr, fletti ég upp Rohingya-flóttamannavandamálinu. Vandamál? Já. Stórt? Já, risastórt. Sameinuðu þjóðirnar telja þetta langversta flóttamannavandamál í heiminum í dag. Mun verra en í Sýrlandi. Þarna er verið að fremja þjóðarmorð á þessari 1,5 milljóna manna múslimsku þjóð sem býr í nyrstu strandhéruðum Búrma. Búddatrúarríki sem stjórnað er af friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi. Í dag eru á fjórða hundrað þúsund Rohingya-flóttamenn í Bangladess. Þá viku sem ég dvaldi þarna bættust við 25 þúsund flóttamenn, hið minnsta. Og ekki velkomnir, þrátt fyrir að vera trúbræður. Nei, Bangladessar hafa nóg með sitt, örbirgt land, litlu stærra en Ísland, með rúmlega 160 milljónir íbúa. Ef Ísland væri jafn þéttbýlt og Bangladess þá byggju hér aðeins 125 milljónir. Degi eftir heimkomuna birti NY Times frétt um Rohingya-fólkið. Loksins, loksins, er heimspressan að taka við sér, hugsaði ég. En fréttin fjallaði um það að þingið í Dakka, höfuðborg Bangladess, var búið að finna óbyggða eyju úti í miðjum Bengalflóa, þangað sem nú á að senda Rohingya-flóttamennina. Losna við þá í eitt skipti fyrir öll. Svo heppilega vill nefnilega til, fyrir Bangladess, eða heimsbyggðina, að þessi óbyggða eyja er óbyggð vegna þess að hún er á bólakafi hálft árið, allt monsúntímabilið. Annar dagurinn í fyrirheitnalandinu, í flóttamannabúðum rétt norðan við Balukhali, örfá skref inní Bangladesh. Makinn látinn. Annar dagurinn í fyrirheitnalandinu, í flóttamannabúðum rétt norðan við Balukhali, örfá skref inní Bangladesh. Makinn látinn. Í Kutupalong, eru fjölmennustu flóttamannabúðirnar á svæðinu. Þessi kall, flóttamaður til tveggja ára, með vinnu, að dreifa hrísgrjónum, en hver skráð fjölskylda fær allt að 25 kg á viku, allt eftir fjölskyldustærð. Þvottur þveginn, vatn í matinn, sunnan við Gundum. f Ótrúlegur fjöldi barna, í flóttamannabúðunum við Gundum. c Í Kutupalong, eru fjölmennustu flóttamannabúðirnar á svæðinu. Þessi karl, flóttamaður til tveggja ára er með vinnu. Að dreifa hrísgrjónum, en hver skráð fjölskylda fær allt að 25 kg á viku, allt eftir fjölskyldustærð. f Þessi Rohingya piltur, fékk sér miðdegislúr, í 30 stiga hita, í Cox´s Bazar Þessi Rohingya piltur, fékk sér miðdegislúr, í 30 stiga hita í Cox´s Bazar. Við þorpið Gundum, eru aðeins 500 hundruð metrar til Búrma. Þarna hafa 12 þúsund flóttamenn komið sér upp heimili á aðeins örfáum dögum. Fyrsta sem tryggt er frá hendi flóttamannahjálpar SÞ er að koma upp brunni með hreinu vatni. Fyrsti dagurinn í nýju landi. þessir komu með bátskæni frá Búrma um nóttina, og lentu á ströndinni við Rajapalong, 40 km sunnan við Cox´s Bazar. .
Bangladess Mjanmar Róhingjar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira