Vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. febrúar 2017 19:00 Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. Silfra á Þingvöllum er almennta talinn flottasti köfunarstaður á Íslandi. Gjáin er kristaltær, vatnið í henni í tvær til fjórar gráðu allan ársins hring og skygnið er 150 metrar og takmarkast eingöngu af klettum í gjánni sjálfri. Silfra hefur ítrekað verið valin af erlendum köfunartímaritum sem einn af þremur flottustu köfunarstöðum í heiminum fyrir köfun í köldu vatni. Köfun fyrir ferðamenn hefur staðið yfir í um 20 ár en Þingvallanefnd fjallaði fyrst um ósk atvinnukafara um leyfi til þess að fara með ferðamenn í köfun innan þjóðgarðsins á fundi sínum árið 1995. Köfun með sérstakri gjaldtöku sem rennur til Þjóðgarðsins hefur staðið yfir frá síðustu aldamótum. Fyrirtækin sem bjóða köfun í Silfru lúta sömu skilmálum en gerð er krafa um 18 ára aldur og þá þurfa viðskiptavinir að hafa kafað á síðustu tveimur árum og hafa svokallað Open Water skírteini frá viðurkenndum köfunarskóla- eða samtökum. Fyrir þá sem treysta sér ekki til að kafa í þurrbúningi mæla fyrirtækin með snorkli.Snorkl í Silfru „auðvelt og afslappandi“ Á vefsíðunni Scuba.is segir að það „sé auðveld og afslappandi og frábær leið til að skoða Silfru.“ Þetta er aðeins eitt af fyrirtækjunum sem bjóða þjónustu í Silfru en samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar hafa 7-10 fyrirtæki boðið köfunarþjónustu í gjánni á síðustu árum. Upplýsingar um þetta virðast þó eitthvað á reiki því hjá starfsmönnum þjóðgarðsins eru þetta 5-8 fyrirtæki. Ferðamaðurinn sem lést við köfun í Silfru í gær hafði verið við snorkl í Silfru þegar hann lést en ekki hafa fengist upplýsingar um hvaða fyrirtæki hann var í viðskiptum við. Hann er fjórði einstaklingurinn sem lætur lífið við köfun í Silfru frá 2010. Undanfarna mánuði, og í raun ár, hafa ítrekað verið sagðar fréttir af ferðamönnum í stórhættu í Reynisfjöru. Þar hafa tveir látist af slysförum frá 2007. Að þessu sögðu er ljóst að á engum öðrum stað á landinu en Silfru hafa fleiri ferðamenn týnt lífi. Fyrirtækin sem bjóða upp á köfun í Silfru þurfa öll að uppfylla sömu skilmála og viðskiptavinir þurfa sömuleiðis að fá sömu upplýsingar þegar þeir ganga frá samningi um köfun. Samgöngustofa fer með eftirlit með þeim sem sinna köfun á Íslandi og setur fyrirtækjunum skilyrði, ekki Þjóðgarðurinn á Þingvöllum.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Vísir/ÞÞ„Ég veit að fyrirtækin eru mjög metnaðarfull að fara eftir þessum reglum en það hlýtur að vera að við getum lagfært eitthvað í ljósi þess að svona mörg óhöpp verða,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ólafur vill herða reglur um köfun í gjánni og hækka gjaldið sem rennur til þjóðgarðsins af söluverði köfunar úr þúsund krónum í fimmtán hundruð krónur. Með þessu væri hægt að fjármagna stöðu eftirlitsmanns sem kæmi frá samgöngustofu. Þúsund krónur er aðeins brot af útsöluverði köfunar hjá fyrirtækjum sem veita þjónustu í Silfru. Sem dæmi kostar 6-8 tíma köfun í þurrbúningi 39.900 kr. hjá einu þeirra. „Það má bæta við einu atriði sem ég tel mjög mikilvægt en það er að kafarar sýni fram á dagbók, eða logg-bók, sem sýnir hvar og hvernig þeir hafa kafað,“ segir Ólafur. Hann nefnir í þessu sambandi að ekki megi leggja til jafns tvö skipti við köfun í karabíska hafinu og köfun í ísköldu vatni í Silfru þar sem hitastig vatnsins er á bilinu 2-4 gráður. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum vill herða reglur um köfun í Silfru og hækka gjald sem rennur til þjóðgarðsins til að fjármagna stöðu fyrir eftirlitsmann með köfun í gjánni. Fjórir einstaklingar hafa látist eftir köfun í Silfru frá 2010. Silfra á Þingvöllum er almennta talinn flottasti köfunarstaður á Íslandi. Gjáin er kristaltær, vatnið í henni í tvær til fjórar gráðu allan ársins hring og skygnið er 150 metrar og takmarkast eingöngu af klettum í gjánni sjálfri. Silfra hefur ítrekað verið valin af erlendum köfunartímaritum sem einn af þremur flottustu köfunarstöðum í heiminum fyrir köfun í köldu vatni. Köfun fyrir ferðamenn hefur staðið yfir í um 20 ár en Þingvallanefnd fjallaði fyrst um ósk atvinnukafara um leyfi til þess að fara með ferðamenn í köfun innan þjóðgarðsins á fundi sínum árið 1995. Köfun með sérstakri gjaldtöku sem rennur til Þjóðgarðsins hefur staðið yfir frá síðustu aldamótum. Fyrirtækin sem bjóða köfun í Silfru lúta sömu skilmálum en gerð er krafa um 18 ára aldur og þá þurfa viðskiptavinir að hafa kafað á síðustu tveimur árum og hafa svokallað Open Water skírteini frá viðurkenndum köfunarskóla- eða samtökum. Fyrir þá sem treysta sér ekki til að kafa í þurrbúningi mæla fyrirtækin með snorkli.Snorkl í Silfru „auðvelt og afslappandi“ Á vefsíðunni Scuba.is segir að það „sé auðveld og afslappandi og frábær leið til að skoða Silfru.“ Þetta er aðeins eitt af fyrirtækjunum sem bjóða þjónustu í Silfru en samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar hafa 7-10 fyrirtæki boðið köfunarþjónustu í gjánni á síðustu árum. Upplýsingar um þetta virðast þó eitthvað á reiki því hjá starfsmönnum þjóðgarðsins eru þetta 5-8 fyrirtæki. Ferðamaðurinn sem lést við köfun í Silfru í gær hafði verið við snorkl í Silfru þegar hann lést en ekki hafa fengist upplýsingar um hvaða fyrirtæki hann var í viðskiptum við. Hann er fjórði einstaklingurinn sem lætur lífið við köfun í Silfru frá 2010. Undanfarna mánuði, og í raun ár, hafa ítrekað verið sagðar fréttir af ferðamönnum í stórhættu í Reynisfjöru. Þar hafa tveir látist af slysförum frá 2007. Að þessu sögðu er ljóst að á engum öðrum stað á landinu en Silfru hafa fleiri ferðamenn týnt lífi. Fyrirtækin sem bjóða upp á köfun í Silfru þurfa öll að uppfylla sömu skilmála og viðskiptavinir þurfa sömuleiðis að fá sömu upplýsingar þegar þeir ganga frá samningi um köfun. Samgöngustofa fer með eftirlit með þeim sem sinna köfun á Íslandi og setur fyrirtækjunum skilyrði, ekki Þjóðgarðurinn á Þingvöllum.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Vísir/ÞÞ„Ég veit að fyrirtækin eru mjög metnaðarfull að fara eftir þessum reglum en það hlýtur að vera að við getum lagfært eitthvað í ljósi þess að svona mörg óhöpp verða,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ólafur vill herða reglur um köfun í gjánni og hækka gjaldið sem rennur til þjóðgarðsins af söluverði köfunar úr þúsund krónum í fimmtán hundruð krónur. Með þessu væri hægt að fjármagna stöðu eftirlitsmanns sem kæmi frá samgöngustofu. Þúsund krónur er aðeins brot af útsöluverði köfunar hjá fyrirtækjum sem veita þjónustu í Silfru. Sem dæmi kostar 6-8 tíma köfun í þurrbúningi 39.900 kr. hjá einu þeirra. „Það má bæta við einu atriði sem ég tel mjög mikilvægt en það er að kafarar sýni fram á dagbók, eða logg-bók, sem sýnir hvar og hvernig þeir hafa kafað,“ segir Ólafur. Hann nefnir í þessu sambandi að ekki megi leggja til jafns tvö skipti við köfun í karabíska hafinu og köfun í ísköldu vatni í Silfru þar sem hitastig vatnsins er á bilinu 2-4 gráður.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Lést eftir snorkl í Silfru Erlendur ferðamaður, sem sóttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar, þar sem hann missti meðvitund við köfun í Silfru, er látinn. 12. febrúar 2017 19:12
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent