ISAVIA segir þjónustu ekki skerta á Vestmannaeyjaflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2017 12:46 Vestmannaeyjaflugvöllur. Vísir/Óskar Friðriksson Framkvæmdastjóri flugvallasviðs hjá ISAVIA segir þjónustu á Vestmannaeyjaflugvelli ekki verða skerta þótt félagið hafi ákveðið að segja upp tveimur af fimm starfsmönnum flugvallarins í Eyjum. Bæjarstjórinn krefst þess að þingmenn kjördæmisins blandi sér í málið. ISAVIA hefur haft fimm starfsmenn á Vestmannaeyjaflugvelli sem allir eru þjálfaðir til að sjá um flugleiðsögu, hreinsun flugbrauta og önnur verk sem tilheyra rekstri flugvallarins. Nú hefur tveimur af þessum fimm starfsmönnum verið sagt upp störfum og segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja í Fréttablaðinu í dag að augljóslega sé verið að skerða þjónustu við íbúa bæjarins. Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri flugvallasviðs ISAVIA segir svo ekki vera. Verið sé að bregðast við fækkun farþega sem fari um flugvöllinn en þeim hafi fækkað mikið. „Mjög skarpt þegar Landeyjahöfn var byggð. Þannig að við erum raunverulega að flytja þjónustustigið á Vestmannaeyjaflugvelli yfir á svipað þjónustustig og er á öðrum flugvöllum. Eins og á Hornafirði og Húsavík þar sem sambærilegur farþegafjöldi er að fara um völlinn,“ segir Jón Karl.Vestmannaeyjaflugvöllur.Vísir/Óskar FriðrikssonFarþegum hafi fækkað frá árinu 2010 úr um 55 þúsund í nítján þúsund í fyrra. Jón Karl segir alltaf leiðinlegt að grípa til uppsagna en þeir þrír starfsmenn sem eftir verði hafi þjálfun til að sinna öllum nauðsynlegum störfum á flugvellinum.Bæjarstjóri Vestmannaeyja gefur í skyn að með þessu sé verið að minnka þjónustuna á Vestmannaeyjaflugvelli. Getur þú tekið undir það?„Nei, sem betur fer er það nú ekki. Því opnunartíminn verður nákvæmlega sá sami og það á að vera alveg sama þjónusta á flugvellinum. Við erum að breyta aðeins vaktafyrirkomulagi og fækka mönnum á vakt hverju sinni. En völlurinn er opinn. Eins og ég sagði áðan þá er þetta sambærileg þjónusta og er á sambærilegum flugvöllum,“ segir Jón Karl. Elliði bæjarstjóri segir í Fréttablaðinu í dag að hann ætlist til að þingmenn kjördæmisins „vindi ofan af þeirri ógn sem fólgin sé ím ákvörðun ISAVIA eigi síðar en strax.“ Jón Karl segir ISAVIA hafa verið í viðræðum við Vestmannaeyjabæ því félagið vilji sjá Vestmannaeyjaflugvöll vaxa og dafna á ný. „Við viljum gjarnan auka samstarfið við bæði bæjaryfirvöld og ferðaþjónustuaðila á svæðinu um að reyna að ná til baka farþegum. Þannig að við getum aftur farið að sjá aukningu á flugi inn til Vestmannaeyja.“Þannig að þau flugfélög sem eru nú þegar að fljúga til Vestmannaeyja verða ekki fyrir þjónustuskerðingu?„Það á ekki að verða, nei. Þeir vita af þessum breytingum. Þetta er gert í samstarfi við þá. En þessi aðgerð er alltaf jafn erfið og leiðinleg þegar þarf að grípa til svona aðgerða hvar sem er,“ segir Jón Karl Ólafsson. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vestmannaeyingar harma fækkun á flugvellinum Eyjamenn mótmæla ákvörðun ISAVIA harðlega að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Framkvæmdastjóri flugvallasviðs hjá ISAVIA segir þjónustu á Vestmannaeyjaflugvelli ekki verða skerta þótt félagið hafi ákveðið að segja upp tveimur af fimm starfsmönnum flugvallarins í Eyjum. Bæjarstjórinn krefst þess að þingmenn kjördæmisins blandi sér í málið. ISAVIA hefur haft fimm starfsmenn á Vestmannaeyjaflugvelli sem allir eru þjálfaðir til að sjá um flugleiðsögu, hreinsun flugbrauta og önnur verk sem tilheyra rekstri flugvallarins. Nú hefur tveimur af þessum fimm starfsmönnum verið sagt upp störfum og segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja í Fréttablaðinu í dag að augljóslega sé verið að skerða þjónustu við íbúa bæjarins. Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri flugvallasviðs ISAVIA segir svo ekki vera. Verið sé að bregðast við fækkun farþega sem fari um flugvöllinn en þeim hafi fækkað mikið. „Mjög skarpt þegar Landeyjahöfn var byggð. Þannig að við erum raunverulega að flytja þjónustustigið á Vestmannaeyjaflugvelli yfir á svipað þjónustustig og er á öðrum flugvöllum. Eins og á Hornafirði og Húsavík þar sem sambærilegur farþegafjöldi er að fara um völlinn,“ segir Jón Karl.Vestmannaeyjaflugvöllur.Vísir/Óskar FriðrikssonFarþegum hafi fækkað frá árinu 2010 úr um 55 þúsund í nítján þúsund í fyrra. Jón Karl segir alltaf leiðinlegt að grípa til uppsagna en þeir þrír starfsmenn sem eftir verði hafi þjálfun til að sinna öllum nauðsynlegum störfum á flugvellinum.Bæjarstjóri Vestmannaeyja gefur í skyn að með þessu sé verið að minnka þjónustuna á Vestmannaeyjaflugvelli. Getur þú tekið undir það?„Nei, sem betur fer er það nú ekki. Því opnunartíminn verður nákvæmlega sá sami og það á að vera alveg sama þjónusta á flugvellinum. Við erum að breyta aðeins vaktafyrirkomulagi og fækka mönnum á vakt hverju sinni. En völlurinn er opinn. Eins og ég sagði áðan þá er þetta sambærileg þjónusta og er á sambærilegum flugvöllum,“ segir Jón Karl. Elliði bæjarstjóri segir í Fréttablaðinu í dag að hann ætlist til að þingmenn kjördæmisins „vindi ofan af þeirri ógn sem fólgin sé ím ákvörðun ISAVIA eigi síðar en strax.“ Jón Karl segir ISAVIA hafa verið í viðræðum við Vestmannaeyjabæ því félagið vilji sjá Vestmannaeyjaflugvöll vaxa og dafna á ný. „Við viljum gjarnan auka samstarfið við bæði bæjaryfirvöld og ferðaþjónustuaðila á svæðinu um að reyna að ná til baka farþegum. Þannig að við getum aftur farið að sjá aukningu á flugi inn til Vestmannaeyja.“Þannig að þau flugfélög sem eru nú þegar að fljúga til Vestmannaeyja verða ekki fyrir þjónustuskerðingu?„Það á ekki að verða, nei. Þeir vita af þessum breytingum. Þetta er gert í samstarfi við þá. En þessi aðgerð er alltaf jafn erfið og leiðinleg þegar þarf að grípa til svona aðgerða hvar sem er,“ segir Jón Karl Ólafsson.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vestmannaeyingar harma fækkun á flugvellinum Eyjamenn mótmæla ákvörðun ISAVIA harðlega að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Vestmannaeyingar harma fækkun á flugvellinum Eyjamenn mótmæla ákvörðun ISAVIA harðlega að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 15. febrúar 2017 07:00