Af hverju þarf Íslendingur að borga íbúðina sína 3,5 sinnum? Ole Anton Bieltvedt skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Í nýlegri grein í Morgunblaðinu, gerði ég grein fyrir því, hvernig vaxtaokrið á Íslandi hrjáir og þjáir þjóðina alla. Vaxtaokrið á Íslandi kostar þjóðarbúið heila 300 milljarða á ári, í aukavöxtum, samanborið við það, sem væri, ef við tækjum upp evruna og nytum þeirra lágvaxtakjara, sem evran býður upp á.Hvað eru 300 milljarðar króna? Heildarfjárlög Íslands eru 750 milljarðar króna fyrir árið 2017. 300 milljarðar í vaxtasparnaði nema því 40% af íslenzkum fjárlögum! Fyrir 300 milljarða mætti byggja 4 nýja Landspítala á ári eða 10.000 nýjar íbúðir, líka á ári! Ennfremur má í þessu samhengi nefna nokkra helztu liði fjárlaga 2017: Sjúkrahúsþjónusta 77 milljarðar, málefni aldraðra 55 milljarðar, málefni fatlaðra 47 milljarðar, háskólar 39 milljarðar, samgöngur 30 milljarðar, framhaldsskólar 29 milljarðar, landbúnaðarmál 16 milljarðar, umhverfismál 15 milljarðar. Geta menn ímyndað sér, hvílík risaskref mætti taka til aukinnar velferðar og velsældar Íslendinga, ef þjóðarbúið gæti, með upptöku evrunnar, á einhverjum tíma, komizt í 300 milljarða vaxtasparnað á ári! Var einhver að tala um, að rekstrarmál Landhelgisgæzlunnar væru að komast í óefni út af 0,3 milljörðum á ári!Hver er ástæða vaxtaokursins? Íslenzka krónan er eins og lítill fiskibátur, sem hoppar og skoppar um úthöf efnahags- og gengismála og flýtur í bezta falli, en skapar engan grundvöll fyrir traust og varanleg efnahags- og gengismál, sem eru skilyrði fyrir lágum vöxtum. Ég tók það dæmi í ofangreindri Morgunblaðsgrein, að íslenzka hagkerfið væri eins og 30 tonna fiskibátur, meðan ESB-hagkerfið samsvarar 50.000 tonna hafskipi. Í því liggur munurinn. Ef ESB-búi tekur 20 milljónir króna að láni, til 20 ára, til íbúðarkaupa, greiðir hann lánið til baka með 30 milljónum (vextir í ESB eru 1,5-2,0%). Ef Íslendingur tekur 20 milljónir að láni til 20 ára, greiðir hann til baka 70 milljónir (vextir hér eru 6-7%). Hvernig geta menn sætt sig við þetta? Við erum Evrópubúar, og við höfum fullan aðgang að evrópskum lausnum; ESB aðild, með fullum forréttindum, eða hugsanlega að evrunni, án fullrar aðildar, en það eru mörg dæmi þess, að önnur smáríki hafi gert það. Ég nefni Kosovo, Svartfjallaland, Mónakó, Andorrra, San Marino og Vatíkanið.Erum þegar 80-90% aðildarríki Hér vil ég minna á, að við Íslendingar erum nú þegar 80-90% aðilar að ESB, en það helzta, sem vantar til að ljúka þeim samningum, er frágangur samninga um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál. Í báðum þessum efnum erum við með sterk spil á hendi, vegna norðlægrar legu og hefðbundinna yfirráða, stjórnunar og nýtingar okkar fiskimiða. Möltu voru veitt full yfirráð yfir sínum fiskimiðum á þessum forsendum. Frá 1950 hefur gengisfall krónunnar dunið yfir á 5-10 ára fresti; Vilja menn framhald á þessum ósköpum? Vill hér einhver nýtt hrun með þeim hörmungum og mannskemmdum, sem urðu 2008? Varla. Fyrri gengisfellingar, með þeim ósköpum, sem þeim fylgdu – tapi, skuldaraukningu, afkomuhruni, óvissu og angist – eru flestum enn í fersku minni. Það er mál til komið, að slíku linni.Fyrsta og helzta hagsmunamálið Ný ríkisstjórn verður umsvifalaust að taka á þessu stærsta og mesta hagsmunamáli þjóðarinnar. Það er hennar ótvíræða skylda. Hún hefur 2 kosti, sem vinda má sér í strax:1. Semja um upptöku evrunnar við Seðlabanka ESB, án fullrar ESB-aðildar, eins og 6 fyrrnefnd ríki hafa gert, en þetta ferli gæti orðið tiltölulega stutt.2. Taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið í aðildarsamningunum við ESB, sem gæti, ef vel tækist til, leitt til fullrar aðildar, fullra áhrifa í ESB og fullrar og formlegrar þátttöku í myntbandalaginu á eitthvað lengri tíma. Í raun má rekja bæði málin samtímis, því að tæknilega er við tvo aðskilda aðila að ræða. Þessi skref væru bæði vankanta-, vandræða- og áhættulaus með öllu, því að þau væru án endanlegrar skuldbindingar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein í Morgunblaðinu, gerði ég grein fyrir því, hvernig vaxtaokrið á Íslandi hrjáir og þjáir þjóðina alla. Vaxtaokrið á Íslandi kostar þjóðarbúið heila 300 milljarða á ári, í aukavöxtum, samanborið við það, sem væri, ef við tækjum upp evruna og nytum þeirra lágvaxtakjara, sem evran býður upp á.Hvað eru 300 milljarðar króna? Heildarfjárlög Íslands eru 750 milljarðar króna fyrir árið 2017. 300 milljarðar í vaxtasparnaði nema því 40% af íslenzkum fjárlögum! Fyrir 300 milljarða mætti byggja 4 nýja Landspítala á ári eða 10.000 nýjar íbúðir, líka á ári! Ennfremur má í þessu samhengi nefna nokkra helztu liði fjárlaga 2017: Sjúkrahúsþjónusta 77 milljarðar, málefni aldraðra 55 milljarðar, málefni fatlaðra 47 milljarðar, háskólar 39 milljarðar, samgöngur 30 milljarðar, framhaldsskólar 29 milljarðar, landbúnaðarmál 16 milljarðar, umhverfismál 15 milljarðar. Geta menn ímyndað sér, hvílík risaskref mætti taka til aukinnar velferðar og velsældar Íslendinga, ef þjóðarbúið gæti, með upptöku evrunnar, á einhverjum tíma, komizt í 300 milljarða vaxtasparnað á ári! Var einhver að tala um, að rekstrarmál Landhelgisgæzlunnar væru að komast í óefni út af 0,3 milljörðum á ári!Hver er ástæða vaxtaokursins? Íslenzka krónan er eins og lítill fiskibátur, sem hoppar og skoppar um úthöf efnahags- og gengismála og flýtur í bezta falli, en skapar engan grundvöll fyrir traust og varanleg efnahags- og gengismál, sem eru skilyrði fyrir lágum vöxtum. Ég tók það dæmi í ofangreindri Morgunblaðsgrein, að íslenzka hagkerfið væri eins og 30 tonna fiskibátur, meðan ESB-hagkerfið samsvarar 50.000 tonna hafskipi. Í því liggur munurinn. Ef ESB-búi tekur 20 milljónir króna að láni, til 20 ára, til íbúðarkaupa, greiðir hann lánið til baka með 30 milljónum (vextir í ESB eru 1,5-2,0%). Ef Íslendingur tekur 20 milljónir að láni til 20 ára, greiðir hann til baka 70 milljónir (vextir hér eru 6-7%). Hvernig geta menn sætt sig við þetta? Við erum Evrópubúar, og við höfum fullan aðgang að evrópskum lausnum; ESB aðild, með fullum forréttindum, eða hugsanlega að evrunni, án fullrar aðildar, en það eru mörg dæmi þess, að önnur smáríki hafi gert það. Ég nefni Kosovo, Svartfjallaland, Mónakó, Andorrra, San Marino og Vatíkanið.Erum þegar 80-90% aðildarríki Hér vil ég minna á, að við Íslendingar erum nú þegar 80-90% aðilar að ESB, en það helzta, sem vantar til að ljúka þeim samningum, er frágangur samninga um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál. Í báðum þessum efnum erum við með sterk spil á hendi, vegna norðlægrar legu og hefðbundinna yfirráða, stjórnunar og nýtingar okkar fiskimiða. Möltu voru veitt full yfirráð yfir sínum fiskimiðum á þessum forsendum. Frá 1950 hefur gengisfall krónunnar dunið yfir á 5-10 ára fresti; Vilja menn framhald á þessum ósköpum? Vill hér einhver nýtt hrun með þeim hörmungum og mannskemmdum, sem urðu 2008? Varla. Fyrri gengisfellingar, með þeim ósköpum, sem þeim fylgdu – tapi, skuldaraukningu, afkomuhruni, óvissu og angist – eru flestum enn í fersku minni. Það er mál til komið, að slíku linni.Fyrsta og helzta hagsmunamálið Ný ríkisstjórn verður umsvifalaust að taka á þessu stærsta og mesta hagsmunamáli þjóðarinnar. Það er hennar ótvíræða skylda. Hún hefur 2 kosti, sem vinda má sér í strax:1. Semja um upptöku evrunnar við Seðlabanka ESB, án fullrar ESB-aðildar, eins og 6 fyrrnefnd ríki hafa gert, en þetta ferli gæti orðið tiltölulega stutt.2. Taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið í aðildarsamningunum við ESB, sem gæti, ef vel tækist til, leitt til fullrar aðildar, fullra áhrifa í ESB og fullrar og formlegrar þátttöku í myntbandalaginu á eitthvað lengri tíma. Í raun má rekja bæði málin samtímis, því að tæknilega er við tvo aðskilda aðila að ræða. Þessi skref væru bæði vankanta-, vandræða- og áhættulaus með öllu, því að þau væru án endanlegrar skuldbindingar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun