Svipmynd Markaðarins: Hleypur á eftir sonunum og bolabítnum Haraldur Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2017 11:00 Guðríður Svana Bjarnadóttir tók við starfi rekstrarstjóra Marorku í byrjun janúar. Vísir/GVA Guðríður Svana Bjarnadóttir var nýverið ráðin rekstrarstjóri Marorku. Hún er 38 ára gömul, lögfræðingur að mennt, með bakgrunn í fjármálum og viðskiptum, og lauk framhaldsnámi í alþjóðlegum skattarétti og viðskiptum frá New York University School af Law. Áður var hún yfirlögfræðingur hjá Advania, starfsmaður hjá slitastjórn Kaupþings, ráðgjafi hjá KPMG New York og yfirlögfræðingur hjá skattrannsóknarstjóra.Hvað kom þér mest á óvart í fyrra? „Það kom mér gríðarlega á óvart að Donald Trump skyldi vera kjörinn í embætti forseta Bandaríkjanna og að Bretar skyldu ákveða að ganga úr Evrópusambandinu. Það kom mér hins vegar ekki síður á óvart að íslenska þjóðin skyldi fá tækifæri til að sjá íslenska landsliðið spila í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi.“Hvaða app notarðu mest? „Mest notaða appið í símanum mínum er líklegast Lunchbox Monkey, sem er mjög vinsælt hjá yngstu kynslóðinni. Fyrir utan hið hefðbundna app fyrir tölvupóstinn nota ég mest Skype for Business og Facebook Messenger. Það app sem ég er samt hvað ánægðust með þessa dagana er nýja Arion banka-appið.“Hvaða land heimsóttir þú síðast og hvers vegna? „Síðasta heimsókn erlendis var til Þýskalands vegna vinnu en Marorka er með skrifstofu í Hamborg. Ég hafði ekki komið til Hamborgar áður, en þar sem ég dvaldist þar í nokkra daga hafði ég smá tíma til að skoða borgina. Mér fannst Hamborg rosalega heillandi og skemmtileg borg og ég hlakka til að fara þangað aftur.“Hvernig heldur þú þér í formi? „Ég stunda líkamsrækt þrisvar til fjórum sinnum í viku og svo fer ég reglulega í jóga eða pilates. Þar fyrir utan á ég tvo litla drengi sem halda mér á hreyfingu og 30 kg enskan bolabít sem heimtar sinn göngutúr á hverju kvöldi (þótt ótrúlegt megi virðast).“Ertu í þínu draumastarfi? „Ég er nýbyrjuð að vinna hjá Marorku í mjög spennandi starfi sem býður upp á bæði krefjandi og skemmtileg verkefni. Marorka framleiðir búnað í skip sem miðar að því að hámarka nýtingu orku og aðra frammistöðu skipsins, þannig stuðla vörur félagsins að verndun umhverfisins. Það er ómetanlegt að fá tækifæri til að vinna hjá fyrirtæki með slíkan tilgang.“ Donald Trump Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Guðríður Svana Bjarnadóttir var nýverið ráðin rekstrarstjóri Marorku. Hún er 38 ára gömul, lögfræðingur að mennt, með bakgrunn í fjármálum og viðskiptum, og lauk framhaldsnámi í alþjóðlegum skattarétti og viðskiptum frá New York University School af Law. Áður var hún yfirlögfræðingur hjá Advania, starfsmaður hjá slitastjórn Kaupþings, ráðgjafi hjá KPMG New York og yfirlögfræðingur hjá skattrannsóknarstjóra.Hvað kom þér mest á óvart í fyrra? „Það kom mér gríðarlega á óvart að Donald Trump skyldi vera kjörinn í embætti forseta Bandaríkjanna og að Bretar skyldu ákveða að ganga úr Evrópusambandinu. Það kom mér hins vegar ekki síður á óvart að íslenska þjóðin skyldi fá tækifæri til að sjá íslenska landsliðið spila í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi.“Hvaða app notarðu mest? „Mest notaða appið í símanum mínum er líklegast Lunchbox Monkey, sem er mjög vinsælt hjá yngstu kynslóðinni. Fyrir utan hið hefðbundna app fyrir tölvupóstinn nota ég mest Skype for Business og Facebook Messenger. Það app sem ég er samt hvað ánægðust með þessa dagana er nýja Arion banka-appið.“Hvaða land heimsóttir þú síðast og hvers vegna? „Síðasta heimsókn erlendis var til Þýskalands vegna vinnu en Marorka er með skrifstofu í Hamborg. Ég hafði ekki komið til Hamborgar áður, en þar sem ég dvaldist þar í nokkra daga hafði ég smá tíma til að skoða borgina. Mér fannst Hamborg rosalega heillandi og skemmtileg borg og ég hlakka til að fara þangað aftur.“Hvernig heldur þú þér í formi? „Ég stunda líkamsrækt þrisvar til fjórum sinnum í viku og svo fer ég reglulega í jóga eða pilates. Þar fyrir utan á ég tvo litla drengi sem halda mér á hreyfingu og 30 kg enskan bolabít sem heimtar sinn göngutúr á hverju kvöldi (þótt ótrúlegt megi virðast).“Ertu í þínu draumastarfi? „Ég er nýbyrjuð að vinna hjá Marorku í mjög spennandi starfi sem býður upp á bæði krefjandi og skemmtileg verkefni. Marorka framleiðir búnað í skip sem miðar að því að hámarka nýtingu orku og aðra frammistöðu skipsins, þannig stuðla vörur félagsins að verndun umhverfisins. Það er ómetanlegt að fá tækifæri til að vinna hjá fyrirtæki með slíkan tilgang.“
Donald Trump Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira