Sjálfskaparvíti Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 10:30 Heilbrigðiskerfi í heiminum eyða tæplega 1.500 milljörðum Bandaríkjadala á ári hverju í læknisþjónustu vegna sjúkdóma og kvilla sem tengjast reykingum, samkvæmt nýlegri rannsókn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. Talan er vissulega svimandi há. Ef til vill er auðveldara að átta sig á umfanginu með því að benda á að fyrir hverjar 100 krónur sem fara í útgjöld af hvaða toga sem er, hvar sem er í heiminum, fara tvær krónur í þennan eina kostnaðarlið. Tæplega ein af hverjum tíu krónum sem fara í heilbrigðismál á heimsvísu rennur að endingu í meðferðir og annan kostnað vegna fylgikvilla reykinga. Þá er ótalinn annar kostnaður samfélagsins en sama rannsókn reiknar það svo að um sex prósent tapaðra vinnustunda í heiminum megi rekja til reykinga. Þar bætist við annar kostnaðarliður fyrir samfélagið. Löngu er orðið þekkt að reykingar valda ýmiss konar heilsutapi. Reykingafólk er líklegra til að glíma við hjartasjúkdóma og rannsóknir benda til að reykingar geti valdið allt að sautján tegundum af krabbameini. WHO telur að á ári hverju megi rekja um 12 prósent allra dauðsfalla í aldurshópnum 30 til 69 ára til reykinga. Í ofangreindum tölum eru ótaldir fylgikvillar óbeinna reykinga, sem vissulega er erfiðara að festa hendur á. Haft er fyrir satt að allt að sex milljónir manna deyi af þeirra völdum á ári hverju. „Reykingar eru einhver stærsta heilsuvá sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir,“ segir í skýrslu WHO. Stofnunin gengur ekki svo langt að leggja til allsherjar bann við reykingum. En bendir á að reynslan sýni að ofurskattlagning á tóbaki sé besta leiðin til að berjast gegn aukinni neyslu. Hér á Íslandi voru opinber gjöld á tóbak hækkuð um áramótin; svokallað tóbaksgjald nemur nú rúmum 480 krónum á hvern pakka. Við bætist síðan 24% virðisaukaskattur. Ef miðað er við að sígarettupakki kosti 1.500 krónur renna 60 prósent verðsins til ríkisins. Miðað við ráðleggingar WHO er það ekki nóg. Ljóst er að gjald þetta hrekkur hvergi nærri til að standa undir þeim mikla þjóðfélagslega kostnaði sem hlýst af reykingum. Reykingar eru líka ólíkar mörgum öðrum skaðvöldum, að því leyti að reykingamaðurinn skaðar ekki einungis sjálfan sig með háttsemi sinni, heldur einnig aðra gegnum óbeinar reykingar. Kostnaður sem af hlýst vegna óhófsneyslu greiðist svo úr sameiginlegum sjóðum. Þau hófsömu borga fyrir hin sem ráða ekki við neyslu sína. Það er ósanngjarnt. Reykingar eru sjálfskaparvíti öfugt við flesta sjúkdóma sem herja á fólk. Úttekt WHO minnir okkur á skaðsemi tóbaks. Kannski er ástæða til að banna hreinlega neyslu skaðvaldsins. Sennilega er ekki lengra en ein mannsævi í að sú verði raunin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfi í heiminum eyða tæplega 1.500 milljörðum Bandaríkjadala á ári hverju í læknisþjónustu vegna sjúkdóma og kvilla sem tengjast reykingum, samkvæmt nýlegri rannsókn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. Talan er vissulega svimandi há. Ef til vill er auðveldara að átta sig á umfanginu með því að benda á að fyrir hverjar 100 krónur sem fara í útgjöld af hvaða toga sem er, hvar sem er í heiminum, fara tvær krónur í þennan eina kostnaðarlið. Tæplega ein af hverjum tíu krónum sem fara í heilbrigðismál á heimsvísu rennur að endingu í meðferðir og annan kostnað vegna fylgikvilla reykinga. Þá er ótalinn annar kostnaður samfélagsins en sama rannsókn reiknar það svo að um sex prósent tapaðra vinnustunda í heiminum megi rekja til reykinga. Þar bætist við annar kostnaðarliður fyrir samfélagið. Löngu er orðið þekkt að reykingar valda ýmiss konar heilsutapi. Reykingafólk er líklegra til að glíma við hjartasjúkdóma og rannsóknir benda til að reykingar geti valdið allt að sautján tegundum af krabbameini. WHO telur að á ári hverju megi rekja um 12 prósent allra dauðsfalla í aldurshópnum 30 til 69 ára til reykinga. Í ofangreindum tölum eru ótaldir fylgikvillar óbeinna reykinga, sem vissulega er erfiðara að festa hendur á. Haft er fyrir satt að allt að sex milljónir manna deyi af þeirra völdum á ári hverju. „Reykingar eru einhver stærsta heilsuvá sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir,“ segir í skýrslu WHO. Stofnunin gengur ekki svo langt að leggja til allsherjar bann við reykingum. En bendir á að reynslan sýni að ofurskattlagning á tóbaki sé besta leiðin til að berjast gegn aukinni neyslu. Hér á Íslandi voru opinber gjöld á tóbak hækkuð um áramótin; svokallað tóbaksgjald nemur nú rúmum 480 krónum á hvern pakka. Við bætist síðan 24% virðisaukaskattur. Ef miðað er við að sígarettupakki kosti 1.500 krónur renna 60 prósent verðsins til ríkisins. Miðað við ráðleggingar WHO er það ekki nóg. Ljóst er að gjald þetta hrekkur hvergi nærri til að standa undir þeim mikla þjóðfélagslega kostnaði sem hlýst af reykingum. Reykingar eru líka ólíkar mörgum öðrum skaðvöldum, að því leyti að reykingamaðurinn skaðar ekki einungis sjálfan sig með háttsemi sinni, heldur einnig aðra gegnum óbeinar reykingar. Kostnaður sem af hlýst vegna óhófsneyslu greiðist svo úr sameiginlegum sjóðum. Þau hófsömu borga fyrir hin sem ráða ekki við neyslu sína. Það er ósanngjarnt. Reykingar eru sjálfskaparvíti öfugt við flesta sjúkdóma sem herja á fólk. Úttekt WHO minnir okkur á skaðsemi tóbaks. Kannski er ástæða til að banna hreinlega neyslu skaðvaldsins. Sennilega er ekki lengra en ein mannsævi í að sú verði raunin.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun