Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 16:17 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/afp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heitir því að fá banni, sem alríkisdómari lagði á tilskipun hans um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum til Bandaríkjanna, hnekkt. BBC greinir frá. Forsetinn er æfur vegna ákvörðunarinnar. Dómarinn, sem heitir James Robart, taldi að tilskipun Trump væri ólögleg og að hún færi gegn ákvæðum bandarísku stjórnarskrárinnar, þar sem hún mismuni fólki eftir trúarbrögðum. Tilskipunin hefur hlotið gífurlega athygli og verið mjög umdeild, allt frá því að forsetinn skrifaði undir hana í síðustu viku. Robert taldi meðal annars að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni, en hann bendir á að ekki hafi orðið nein hryðjuverk í landinu fyrir tilstilli fólks frá löndunum sem tilskipunin nær til, síðan 11. september 2001.Sjá einnig: Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndumÁkvörðun dómarans hefur vakið gífurlega reiði hjá forsetanum, sem hefur, líkt og oft áður, tjáð sig um ákvörðun dómarans á Twitter aðgangi sínum og sparar hann ekki stóru orðin. Þar segir hann Robart taka rétt stjórnvalda til að halda uppi löggæslu af þeim og segir hann að ákvörðun „þessa svokallaða dómara“ sé „fáránleg og verði hnekkt.“ Fjöldi flugfélaga hefur tekið ákvörðun um að hleypa ríkisborgurum frá löndunum sjö um borð í flugvélar sínar sem fljúga til Bandaríkjanna, í ljósi ákvörðunar dómarans. Í öðru tísti frá forsetanum, sagði hann um ákvörðun dómarans að það væri alvarleg staða sem upp væri komin, „þegar land getur ekki lengur ákveðið hverjir geta, eða geta ekki, ferðast til og frá landinu.“The opinion of this so-called judge, which essentially takes law-enforcement away from our country, is ridiculous and will be overturned!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 4, 2017 When a country is no longer able to say who can, and who cannot , come in & out, especially for reasons of safety &.security - big trouble!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 4, 2017 Donald Trump Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heitir því að fá banni, sem alríkisdómari lagði á tilskipun hans um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum til Bandaríkjanna, hnekkt. BBC greinir frá. Forsetinn er æfur vegna ákvörðunarinnar. Dómarinn, sem heitir James Robart, taldi að tilskipun Trump væri ólögleg og að hún færi gegn ákvæðum bandarísku stjórnarskrárinnar, þar sem hún mismuni fólki eftir trúarbrögðum. Tilskipunin hefur hlotið gífurlega athygli og verið mjög umdeild, allt frá því að forsetinn skrifaði undir hana í síðustu viku. Robert taldi meðal annars að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni, en hann bendir á að ekki hafi orðið nein hryðjuverk í landinu fyrir tilstilli fólks frá löndunum sem tilskipunin nær til, síðan 11. september 2001.Sjá einnig: Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndumÁkvörðun dómarans hefur vakið gífurlega reiði hjá forsetanum, sem hefur, líkt og oft áður, tjáð sig um ákvörðun dómarans á Twitter aðgangi sínum og sparar hann ekki stóru orðin. Þar segir hann Robart taka rétt stjórnvalda til að halda uppi löggæslu af þeim og segir hann að ákvörðun „þessa svokallaða dómara“ sé „fáránleg og verði hnekkt.“ Fjöldi flugfélaga hefur tekið ákvörðun um að hleypa ríkisborgurum frá löndunum sjö um borð í flugvélar sínar sem fljúga til Bandaríkjanna, í ljósi ákvörðunar dómarans. Í öðru tísti frá forsetanum, sagði hann um ákvörðun dómarans að það væri alvarleg staða sem upp væri komin, „þegar land getur ekki lengur ákveðið hverjir geta, eða geta ekki, ferðast til og frá landinu.“The opinion of this so-called judge, which essentially takes law-enforcement away from our country, is ridiculous and will be overturned!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 4, 2017 When a country is no longer able to say who can, and who cannot , come in & out, especially for reasons of safety &.security - big trouble!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 4, 2017
Donald Trump Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira