Spurði Bjarna hvort hann skuldaði ekki þinginu afsökunarbeiðni út af skýrslunum tveimur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2017 17:13 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Anton Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, um skýringar á því hvers vegna tvær skýrslur sem unnar voru í tíð hans í fjármálaráðaneytinu hefðu ekki birst „fyrr en seint og um síðir,“ eins og Katrín orðaði það í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Annars vegar er um að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og hins vegar skýrslu um áhrif leiðréttingarinnar. Gagnrýnt hefur verið að skýrslurnar hafi ekki verið birtar fyrir þingkosningarnar í seinasta mánuði þar sem einhverjir hafa haldið því fram að þær hefðu mögulega haft áhrif á niðurstöður kosninganna. Katrín sagði að það væri ekki aðalatriðið. Aðalatriðið væri „skylda ráðherra til þess að koma upplýsingum á framfæri, annars vegar við Alþingi og hins vegar við almenning. Það er stóra málið hér. Við eigum rétt á því annars vegar að skýrslubeiðnum frá alþingismönnum sé svarað og hins vegar á almenningur rétt á því að upplýsingar sem liggja fyrir séu birtar.“Spurði hvort hann væri sáttur við frammistöðuna Þá spurði hún ráðherrann hvort hann væri sáttur við þessa frammistöðu og hvort hann skuldaði ekki Alþingi afsökunarbeiðni venga málsins. „Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra sem nú leiðir ríkisstjórn, leiðir samskipti framkvæmdarvaldsins við löggjafarvaldið, hvort hann sé sáttur við þessa frammistöðu, hvort hann telji að ekki hefði átt að gera betur í birtingu þessara gagna og hvort hann skuldi ekki Alþingi afsökunarbeiðni fyrir það að þessar upplýsingar hafi ekki berið birtar fyrr.“ Bjarni svaraði því til að nú væri látið eins og það væri algjört einsdæmi að málum væri ekki svarað á þingi. Þannig sagði hann að í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, sem Katrín sat einmitt í, hefði fjölda fyrirspurna ekki verið svarað. Þannig hafi nítján fyrirspurnum verið ósvarað fyrir kosningarnar 2013. Katrín gaf lítið fyrir svar Bjarna og benti á að alls hafi 22 skriflegar fyrirspurnir, aðrar en sem sneru að skýrslunum tveimur, verið ósvaraðar „þegar hæstvirtur fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra gekk úr síðustu ríkisstjórn með sínum félögum þannig að vissulega er talsvert um fyrirspurnir sem ekki er svarað.“Enginn ágreiningur um að best sé að fyrirspurnum sé svarað hratt og örugglega Hún spurði svo hvort það væri ekki eðlilegt, þegar fyrirspurnir væru lagðar fram í október 2015, eins og raunin var með fyrirspurn Katrínar varðandi áhrif leiðréttingarinnar, að gera kröfu um að svörin lægju fyrir fyrr. Bjarni sagði að það væri enginn ágreiningur á milli þeirra Katrínar að best væri að fyrirspurnum væri svarað hratt og örugglega og tók dæmi um fyrirspurn frá Pétri Blöndal frá því í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. „Í þrígang kom sama fyrirspurnin fyrir þingið. Aldrei fékk hann svar frá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, aldrei, þeirri ríkisstjórn sem hæstvirtur þingmaður sat í. Ég er meira en tilbúinn til að taka undir með hv. þingmanni um að það fari best á því að stjórnsýslan sé þannig sterk, vel mönnuð og kraftmikil að fyrirspurnum sé svarað sem best og hraðast. Varðandi leiðréttingarskýrsluna þá tók hún of langan tíma. En gleymum því ekki að henni var skilað til þingsins ólíkt því sem átti við um skýrslubeiðni þá sem ég nefndi frá Pétri H. Blöndal sem aldrei barst. Og það sama gildir um aflandsskýrsluna. Henni var skilað til þingsins. Upplýsingum var lofað, upplýsingar voru veittar. Það er það sem gerðist í þessum málum,“ sagði Bjarni á Alþingi en svaraði því ekki hvort hann skuldaði ekki þinginu afsökunarbeiðni. Alþingi Tengdar fréttir Benedikt um skýrsluna: Slök dómgreind og klúður "Það er rosaleg skítalykt af þessu máli,“ segir þingmaður Pírata. Skýrsla um aflandseignir Íslendinga ekki birt fyrr en eftir kosningar. Formaður Samfylkingarinnar segir forkastanlegt að halda upplýsingum frá almenningi. 10. janúar 2017 05:00 Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar að undanskilinni einni efnisgrein Skýrsla um skiptingu skuldaleiðréttingarinnar, sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks stóð fyrir, var tilbúin um miðjan október en hún var ekki birt fyrr en 18. janúar í síðustu viku inn á vef Fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Þá höfðu liðið þrír mánuðir frá því að skýrslan var tilbúin. 28. janúar 2017 12:33 Bjarni segir fráleitt að skýrslan hafi verið mikilvæg í aðdraganda kosninga Hann hafnar ásökunum stjórnarandstöðunnar um svindl og blekkingar en viðurkennir að það hafi tekið of langan tíma að koma upplýsingunum á framfæri. 4. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, um skýringar á því hvers vegna tvær skýrslur sem unnar voru í tíð hans í fjármálaráðaneytinu hefðu ekki birst „fyrr en seint og um síðir,“ eins og Katrín orðaði það í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Annars vegar er um að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og hins vegar skýrslu um áhrif leiðréttingarinnar. Gagnrýnt hefur verið að skýrslurnar hafi ekki verið birtar fyrir þingkosningarnar í seinasta mánuði þar sem einhverjir hafa haldið því fram að þær hefðu mögulega haft áhrif á niðurstöður kosninganna. Katrín sagði að það væri ekki aðalatriðið. Aðalatriðið væri „skylda ráðherra til þess að koma upplýsingum á framfæri, annars vegar við Alþingi og hins vegar við almenning. Það er stóra málið hér. Við eigum rétt á því annars vegar að skýrslubeiðnum frá alþingismönnum sé svarað og hins vegar á almenningur rétt á því að upplýsingar sem liggja fyrir séu birtar.“Spurði hvort hann væri sáttur við frammistöðuna Þá spurði hún ráðherrann hvort hann væri sáttur við þessa frammistöðu og hvort hann skuldaði ekki Alþingi afsökunarbeiðni venga málsins. „Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra sem nú leiðir ríkisstjórn, leiðir samskipti framkvæmdarvaldsins við löggjafarvaldið, hvort hann sé sáttur við þessa frammistöðu, hvort hann telji að ekki hefði átt að gera betur í birtingu þessara gagna og hvort hann skuldi ekki Alþingi afsökunarbeiðni fyrir það að þessar upplýsingar hafi ekki berið birtar fyrr.“ Bjarni svaraði því til að nú væri látið eins og það væri algjört einsdæmi að málum væri ekki svarað á þingi. Þannig sagði hann að í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, sem Katrín sat einmitt í, hefði fjölda fyrirspurna ekki verið svarað. Þannig hafi nítján fyrirspurnum verið ósvarað fyrir kosningarnar 2013. Katrín gaf lítið fyrir svar Bjarna og benti á að alls hafi 22 skriflegar fyrirspurnir, aðrar en sem sneru að skýrslunum tveimur, verið ósvaraðar „þegar hæstvirtur fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra gekk úr síðustu ríkisstjórn með sínum félögum þannig að vissulega er talsvert um fyrirspurnir sem ekki er svarað.“Enginn ágreiningur um að best sé að fyrirspurnum sé svarað hratt og örugglega Hún spurði svo hvort það væri ekki eðlilegt, þegar fyrirspurnir væru lagðar fram í október 2015, eins og raunin var með fyrirspurn Katrínar varðandi áhrif leiðréttingarinnar, að gera kröfu um að svörin lægju fyrir fyrr. Bjarni sagði að það væri enginn ágreiningur á milli þeirra Katrínar að best væri að fyrirspurnum væri svarað hratt og örugglega og tók dæmi um fyrirspurn frá Pétri Blöndal frá því í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. „Í þrígang kom sama fyrirspurnin fyrir þingið. Aldrei fékk hann svar frá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, aldrei, þeirri ríkisstjórn sem hæstvirtur þingmaður sat í. Ég er meira en tilbúinn til að taka undir með hv. þingmanni um að það fari best á því að stjórnsýslan sé þannig sterk, vel mönnuð og kraftmikil að fyrirspurnum sé svarað sem best og hraðast. Varðandi leiðréttingarskýrsluna þá tók hún of langan tíma. En gleymum því ekki að henni var skilað til þingsins ólíkt því sem átti við um skýrslubeiðni þá sem ég nefndi frá Pétri H. Blöndal sem aldrei barst. Og það sama gildir um aflandsskýrsluna. Henni var skilað til þingsins. Upplýsingum var lofað, upplýsingar voru veittar. Það er það sem gerðist í þessum málum,“ sagði Bjarni á Alþingi en svaraði því ekki hvort hann skuldaði ekki þinginu afsökunarbeiðni.
Alþingi Tengdar fréttir Benedikt um skýrsluna: Slök dómgreind og klúður "Það er rosaleg skítalykt af þessu máli,“ segir þingmaður Pírata. Skýrsla um aflandseignir Íslendinga ekki birt fyrr en eftir kosningar. Formaður Samfylkingarinnar segir forkastanlegt að halda upplýsingum frá almenningi. 10. janúar 2017 05:00 Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar að undanskilinni einni efnisgrein Skýrsla um skiptingu skuldaleiðréttingarinnar, sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks stóð fyrir, var tilbúin um miðjan október en hún var ekki birt fyrr en 18. janúar í síðustu viku inn á vef Fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Þá höfðu liðið þrír mánuðir frá því að skýrslan var tilbúin. 28. janúar 2017 12:33 Bjarni segir fráleitt að skýrslan hafi verið mikilvæg í aðdraganda kosninga Hann hafnar ásökunum stjórnarandstöðunnar um svindl og blekkingar en viðurkennir að það hafi tekið of langan tíma að koma upplýsingunum á framfæri. 4. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Benedikt um skýrsluna: Slök dómgreind og klúður "Það er rosaleg skítalykt af þessu máli,“ segir þingmaður Pírata. Skýrsla um aflandseignir Íslendinga ekki birt fyrr en eftir kosningar. Formaður Samfylkingarinnar segir forkastanlegt að halda upplýsingum frá almenningi. 10. janúar 2017 05:00
Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar að undanskilinni einni efnisgrein Skýrsla um skiptingu skuldaleiðréttingarinnar, sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks stóð fyrir, var tilbúin um miðjan október en hún var ekki birt fyrr en 18. janúar í síðustu viku inn á vef Fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Þá höfðu liðið þrír mánuðir frá því að skýrslan var tilbúin. 28. janúar 2017 12:33
Bjarni segir fráleitt að skýrslan hafi verið mikilvæg í aðdraganda kosninga Hann hafnar ásökunum stjórnarandstöðunnar um svindl og blekkingar en viðurkennir að það hafi tekið of langan tíma að koma upplýsingunum á framfæri. 4. febrúar 2017 12:00
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent