Týnd treyja Brady gæti verið meira en 50 milljóna króna virði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. febrúar 2017 11:30 Hefurðu séð þessa treyju? Vísir/EPA Tom Brady vann sögulegan sigur aðfaranótt mánudags er New England Patriots hafði betur gegn Atlanta Falcons í Super Bowl, 34-28. Þetta var fimmti meistaratitill Brady sem er þar með orðinn sigursælasti leikstjórnandi allra tíma í deildinni og almennt talinn besti leikmaður deildarinnar frá upphafi. Sigurinn var einn sá ótrúlegasti sem sögur fara af en Atlanta var með 25 stiga forystu, 28-3, þegar komið var í þriðja leikhluta. En þá fóru Brady og félagar loks í gang og knúðu fram framlengingu þar sem þeir höfðu betur. Eftir verðlaunaafhendinguna, þegar Brady sneri aftur í búningsklefann sinn, fann hann ekki treyjuna sína. Eins og vanalegt er í NFL-deildinni var fjöldi fréttamanna í klefanum auk annarra og voru vitni að því þegar Brady uppgötvaði að treyjan væri horfin. Sjá einnig: Treyju Brady stolið eftir leik „Einhver stal treyjunni minni,“ sagði Brady við Robert Kraft, eiganda Patriots, þegar þeir hittust. „Ertu að meina það? Þú verður að leita á netinu,“ svaraði Kraft. Málið fékk mikla umfjöllun í bandarískum fjölmiðlum í gær, ekki síst eftir að lögreglan í Houston hét því að rannsaka málið. „Við leggjum mikla áherslu á gestrisni og fótbolta í Texas,“ sagði Dan Patrick, vararíkisstjóri Texas, sem sagði að málið væri komið í hendur lögreglunnar.HPD Major Offenders is working with NFL Security & state & local law enforcement officials to investigate theft of Tom Brady's #SB51 jersey. — Houston Police (@houstonpolice) February 6, 2017 „Treyja Tom Brady hefur mikið sögulegt gildi og hefur því nú þegar verið haldið fram að hún er verðmætasti safngripur NFL-sögunnar. Það er líklegt að hún verði í frægðarhöll NFL einn daginn og er mikilvægt að sagan sýni ekki að henni hafi verið stolið í Texas.“ Fram kemur í New York Post að mögulegt væri að fá allt að hálfa milljón dollara fyrir treyjuna á uppboði. En þá væri mikilvægt að finna treyjuna sem fyrst og að enginn vafi leiki á því að um raunverulega treyju Brady er að ræða. Sjálfur sagði Brady í gær að hann myndi gjarnan vilja endurheimta treyjuna. „Það væri fínt ef einhver myndi láta mig vita ef treyjan verður boðin upp á eBay,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. „En ég fæ þó að fara heim með verðlaunagrip og sýna börnunum mínum og er það frábært,“ sagði hann enn fremur en þar átti hann við gripinn sem hann fékk fyrir að vera útnefndur verðmætasti leikmaður Super Bowl. NFL Tengdar fréttir Treyju Brady stolið eftir leik "Ég veit nákvæmlega hvar ég setti hana.“ 6. febrúar 2017 10:00 Sjáðu eina ótrúlegustu senu í sögu Super Bowl sem leiddi til sigurs Patriots Fáránlegur gripinn bolti í lokasókn New England Patriots hjálpaði liðinu að vinna fimmta Super Bowl-titilinn. 6. febrúar 2017 13:45 Vængja kappátið var fyrirboði | Myndband Kappátið fyrir Super Bowl réðist á lokasprettinum eins og leikurinn sjálfur. 6. febrúar 2017 22:45 NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt Tom Brady leiddi sögulega endurkomu New England Patriots í nótt þegar liðið tryggði sér NFL-titilinn með 34-28 sigri á Atlanta Falcons í Super Bowl í Houston. Aldrei hefur lið kom til baka eftir að hafa lent svona mikið undir og í fyrsta sinn réðust úrslitin í Super Bowl í framlengingu. 6. febrúar 2017 03:41 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira
Tom Brady vann sögulegan sigur aðfaranótt mánudags er New England Patriots hafði betur gegn Atlanta Falcons í Super Bowl, 34-28. Þetta var fimmti meistaratitill Brady sem er þar með orðinn sigursælasti leikstjórnandi allra tíma í deildinni og almennt talinn besti leikmaður deildarinnar frá upphafi. Sigurinn var einn sá ótrúlegasti sem sögur fara af en Atlanta var með 25 stiga forystu, 28-3, þegar komið var í þriðja leikhluta. En þá fóru Brady og félagar loks í gang og knúðu fram framlengingu þar sem þeir höfðu betur. Eftir verðlaunaafhendinguna, þegar Brady sneri aftur í búningsklefann sinn, fann hann ekki treyjuna sína. Eins og vanalegt er í NFL-deildinni var fjöldi fréttamanna í klefanum auk annarra og voru vitni að því þegar Brady uppgötvaði að treyjan væri horfin. Sjá einnig: Treyju Brady stolið eftir leik „Einhver stal treyjunni minni,“ sagði Brady við Robert Kraft, eiganda Patriots, þegar þeir hittust. „Ertu að meina það? Þú verður að leita á netinu,“ svaraði Kraft. Málið fékk mikla umfjöllun í bandarískum fjölmiðlum í gær, ekki síst eftir að lögreglan í Houston hét því að rannsaka málið. „Við leggjum mikla áherslu á gestrisni og fótbolta í Texas,“ sagði Dan Patrick, vararíkisstjóri Texas, sem sagði að málið væri komið í hendur lögreglunnar.HPD Major Offenders is working with NFL Security & state & local law enforcement officials to investigate theft of Tom Brady's #SB51 jersey. — Houston Police (@houstonpolice) February 6, 2017 „Treyja Tom Brady hefur mikið sögulegt gildi og hefur því nú þegar verið haldið fram að hún er verðmætasti safngripur NFL-sögunnar. Það er líklegt að hún verði í frægðarhöll NFL einn daginn og er mikilvægt að sagan sýni ekki að henni hafi verið stolið í Texas.“ Fram kemur í New York Post að mögulegt væri að fá allt að hálfa milljón dollara fyrir treyjuna á uppboði. En þá væri mikilvægt að finna treyjuna sem fyrst og að enginn vafi leiki á því að um raunverulega treyju Brady er að ræða. Sjálfur sagði Brady í gær að hann myndi gjarnan vilja endurheimta treyjuna. „Það væri fínt ef einhver myndi láta mig vita ef treyjan verður boðin upp á eBay,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. „En ég fæ þó að fara heim með verðlaunagrip og sýna börnunum mínum og er það frábært,“ sagði hann enn fremur en þar átti hann við gripinn sem hann fékk fyrir að vera útnefndur verðmætasti leikmaður Super Bowl.
NFL Tengdar fréttir Treyju Brady stolið eftir leik "Ég veit nákvæmlega hvar ég setti hana.“ 6. febrúar 2017 10:00 Sjáðu eina ótrúlegustu senu í sögu Super Bowl sem leiddi til sigurs Patriots Fáránlegur gripinn bolti í lokasókn New England Patriots hjálpaði liðinu að vinna fimmta Super Bowl-titilinn. 6. febrúar 2017 13:45 Vængja kappátið var fyrirboði | Myndband Kappátið fyrir Super Bowl réðist á lokasprettinum eins og leikurinn sjálfur. 6. febrúar 2017 22:45 NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt Tom Brady leiddi sögulega endurkomu New England Patriots í nótt þegar liðið tryggði sér NFL-titilinn með 34-28 sigri á Atlanta Falcons í Super Bowl í Houston. Aldrei hefur lið kom til baka eftir að hafa lent svona mikið undir og í fyrsta sinn réðust úrslitin í Super Bowl í framlengingu. 6. febrúar 2017 03:41 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira
Sjáðu eina ótrúlegustu senu í sögu Super Bowl sem leiddi til sigurs Patriots Fáránlegur gripinn bolti í lokasókn New England Patriots hjálpaði liðinu að vinna fimmta Super Bowl-titilinn. 6. febrúar 2017 13:45
Vængja kappátið var fyrirboði | Myndband Kappátið fyrir Super Bowl réðist á lokasprettinum eins og leikurinn sjálfur. 6. febrúar 2017 22:45
NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt Tom Brady leiddi sögulega endurkomu New England Patriots í nótt þegar liðið tryggði sér NFL-titilinn með 34-28 sigri á Atlanta Falcons í Super Bowl í Houston. Aldrei hefur lið kom til baka eftir að hafa lent svona mikið undir og í fyrsta sinn réðust úrslitin í Super Bowl í framlengingu. 6. febrúar 2017 03:41