Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 13:09 Þórdís Elva og Tom á sviði í fyrirlestri sínum á vegum Ted. Skjáskot Rithöfundurinn, fyrirlesarinn og leikskáldið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók, Handan fyrirgefningar, með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. Þegar Þórdís Elva var 16 ára unglingur í Reykjavík var henni nauðgað af kærasta sínum, ástralska skiptinemanum Tom. Hún kærði aldrei ofbeldið sem hafði djúpstæð áhrif á alla hennar tilveru. Mörgum árum síðar skrifaði hún Tom og lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana, í tilraun til að skila skömminni og rjúfa eigin þögn. Hún bjó sig undir neikvæð viðbrögð en fékk þess í stað skilyrðislausa játningu frá Tom, með ósk um að gera upp fortíðina í sameiningu. Eftir átta ára bréfaskipti ákváðu þau að mætast á miðri leið, í Suður-Afríku, landi sem á bæði sögu um átakanlegt ofbeldi og græðandi mátt fyrirgefningar. Undir lok síðasta árs héldu þau TED-fyrirlestur um efni bókarinnar þar sem þau, gerandi og brotaþoli, stigu fyrst fram í sameiningu og Fyrirlesturinn birtist á TED.com í dagÁttuðu sig hvorugt strax að ofbeldi hefði átt sér stað Í fyrirlestrinum reifa þau Þórdís og Tom sögu sína í sameiningu á opinskáan hátt. Þar lýsir Þórdís því að á jólaballi hafi hún ákveðið að drekka romm í fyrsta skipti og orðið ofurölvi. Tom hafi hjálpað henni heim og hún hafi verið honum þakklát þar til hann klæddi hana úr fötunum, lagðist ofan á hana og nauðgaði henni. Hún hafi verið með meðvitund en ekki haft kraft til að streitast á móti. Hún segir að hún hafi ekki upplifað atvikið sem nauðgun vegna þess að Tom hafi ekki verið sú ímynd af nauðgara sem hún hafi séð í kvikmyndum. Þegar hún áttaði sig á að henni hafði verið nauðgað var skiptinámi Tom lokið og hann farinn aftur til Ástralíu. Tom segist sjálfur ekki strax hafa áttað sig á að hann hefði nauðgað Þórdísi. Hann hafi afneitað sannleikanum og sannfært sjálfan sig að um kynlíf hefði verið að ræða en ekki nauðgun. „Ég sagði Þórdísi upp nokkrum dögum seinna og sá hanna nokkrum sinnum aftur á meðan ég dvaldi á Íslandi og fékk sting í hjartað í hvert sinn. Innst inni vissi ég að ég hefði gert eitthvað skelfilega rangt. En án þess að átta mig á því gróf ég minninguna djúpt niðri.“ Þegar Þórdís hafi haft samband hafi honum boðist einstakt tækifæri til að horfast í augu við gjörðir sinar. Hann segir að ekki megi vanmeta mátt orða og að það að segja við Þórdísi að hann hafi nauðgað henni hafi breytt sýn sinni á sjálfan sig. „En það sem mestu skiptir er að ég færði ábyrgðina frá henni og yfir á mig.”Hægt er að sjá fyrirlesturinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Þórdís segir að þau vilji ekki mæla með þessari aðferð fyrir aðra og að enginn hafi rétt á að segja fólki hvernig það eigi að takast á við slíkan sársauka. Hún hafi skrifað bókina vegna þess að hún gat það. „Ég var ekki grýtt, hýdd eða fangelsuð fyrir að hafa verið nauðgað,“ segir hún. „Ég var ekki neydd í hjónaband með gerandanum. Ég var ekki myrt til að endurheimta „heiður fjölskyldunnar“. Á vissan hátt má segja að stærsta áfall lífs míns sé jafnframt til marks um hversu mikilla forréttinda ég nýt, því ég get tjáð mig um það án þess að stofna öryggi mínu í hættu. En forréttindum fylgir ábyrgð og mér finnst ég skyldug til að beita rödd minni þegar svo margir brotaþolar um allan heim geta það ekki. En það er ekki nóg að brotaþolar tjái sig. Gerendur þurfa líka að rjúfa þögnina og axla ábyrgð.“ Tom tekur í sama streng: „Áframhaldandi þögn leiðir ekki til breytinga. Ég hef verið hluti af þessu vandamáli og nú langar mig að leggja mitt af mörkum til lausnarinnar. Tekið skal fram að ég er einn einstaklingur og alls ekki fulltrúi stærri hóps eða karlmanna í heild. Þetta er eingöngu mín saga, saga um hvítan millistéttarmann sem nauðgaði sextán ára kærustunni sinni þegar hann var sjálfur átján ára, og vill nú taka ábyrgð á sársaukanum sem hann hefur valdið í von um að það opni uppbyggilega umræðu.“ Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira
Rithöfundurinn, fyrirlesarinn og leikskáldið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók, Handan fyrirgefningar, með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. Þegar Þórdís Elva var 16 ára unglingur í Reykjavík var henni nauðgað af kærasta sínum, ástralska skiptinemanum Tom. Hún kærði aldrei ofbeldið sem hafði djúpstæð áhrif á alla hennar tilveru. Mörgum árum síðar skrifaði hún Tom og lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana, í tilraun til að skila skömminni og rjúfa eigin þögn. Hún bjó sig undir neikvæð viðbrögð en fékk þess í stað skilyrðislausa játningu frá Tom, með ósk um að gera upp fortíðina í sameiningu. Eftir átta ára bréfaskipti ákváðu þau að mætast á miðri leið, í Suður-Afríku, landi sem á bæði sögu um átakanlegt ofbeldi og græðandi mátt fyrirgefningar. Undir lok síðasta árs héldu þau TED-fyrirlestur um efni bókarinnar þar sem þau, gerandi og brotaþoli, stigu fyrst fram í sameiningu og Fyrirlesturinn birtist á TED.com í dagÁttuðu sig hvorugt strax að ofbeldi hefði átt sér stað Í fyrirlestrinum reifa þau Þórdís og Tom sögu sína í sameiningu á opinskáan hátt. Þar lýsir Þórdís því að á jólaballi hafi hún ákveðið að drekka romm í fyrsta skipti og orðið ofurölvi. Tom hafi hjálpað henni heim og hún hafi verið honum þakklát þar til hann klæddi hana úr fötunum, lagðist ofan á hana og nauðgaði henni. Hún hafi verið með meðvitund en ekki haft kraft til að streitast á móti. Hún segir að hún hafi ekki upplifað atvikið sem nauðgun vegna þess að Tom hafi ekki verið sú ímynd af nauðgara sem hún hafi séð í kvikmyndum. Þegar hún áttaði sig á að henni hafði verið nauðgað var skiptinámi Tom lokið og hann farinn aftur til Ástralíu. Tom segist sjálfur ekki strax hafa áttað sig á að hann hefði nauðgað Þórdísi. Hann hafi afneitað sannleikanum og sannfært sjálfan sig að um kynlíf hefði verið að ræða en ekki nauðgun. „Ég sagði Þórdísi upp nokkrum dögum seinna og sá hanna nokkrum sinnum aftur á meðan ég dvaldi á Íslandi og fékk sting í hjartað í hvert sinn. Innst inni vissi ég að ég hefði gert eitthvað skelfilega rangt. En án þess að átta mig á því gróf ég minninguna djúpt niðri.“ Þegar Þórdís hafi haft samband hafi honum boðist einstakt tækifæri til að horfast í augu við gjörðir sinar. Hann segir að ekki megi vanmeta mátt orða og að það að segja við Þórdísi að hann hafi nauðgað henni hafi breytt sýn sinni á sjálfan sig. „En það sem mestu skiptir er að ég færði ábyrgðina frá henni og yfir á mig.”Hægt er að sjá fyrirlesturinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Þórdís segir að þau vilji ekki mæla með þessari aðferð fyrir aðra og að enginn hafi rétt á að segja fólki hvernig það eigi að takast á við slíkan sársauka. Hún hafi skrifað bókina vegna þess að hún gat það. „Ég var ekki grýtt, hýdd eða fangelsuð fyrir að hafa verið nauðgað,“ segir hún. „Ég var ekki neydd í hjónaband með gerandanum. Ég var ekki myrt til að endurheimta „heiður fjölskyldunnar“. Á vissan hátt má segja að stærsta áfall lífs míns sé jafnframt til marks um hversu mikilla forréttinda ég nýt, því ég get tjáð mig um það án þess að stofna öryggi mínu í hættu. En forréttindum fylgir ábyrgð og mér finnst ég skyldug til að beita rödd minni þegar svo margir brotaþolar um allan heim geta það ekki. En það er ekki nóg að brotaþolar tjái sig. Gerendur þurfa líka að rjúfa þögnina og axla ábyrgð.“ Tom tekur í sama streng: „Áframhaldandi þögn leiðir ekki til breytinga. Ég hef verið hluti af þessu vandamáli og nú langar mig að leggja mitt af mörkum til lausnarinnar. Tekið skal fram að ég er einn einstaklingur og alls ekki fulltrúi stærri hóps eða karlmanna í heild. Þetta er eingöngu mín saga, saga um hvítan millistéttarmann sem nauðgaði sextán ára kærustunni sinni þegar hann var sjálfur átján ára, og vill nú taka ábyrgð á sársaukanum sem hann hefur valdið í von um að það opni uppbyggilega umræðu.“
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira