„Það er stoppað úti um allt hvar og hvenær sem er“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2017 12:40 Runólfur Ólafsson segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða. Ótækt sé að alvarleg og/eða banaslys þurfi til þess að eitthvað sé að gert. skjáskot „Þetta er í öllum aðstæðum á öllum tímum árs og er greinilega alveg stjórnlaust,“ segir Unnar Már Sigurbjörnsson um myndband sem hann tók af fjölda ferðamanna stöðva bíla sína nánast hvar sem er á vegum landsins. Myndbandið hefur vakið mikla athygli enda skapar þetta stórhættu í umferðinni. Unnar tók myndskeiðið á einum sólarhring, dagana 28. og 29. janúar. „Ég var að keyra rútu á laugardagskvöldið og sótti svo björgunarsveitir upp á hálendið á sunnudaginn og var bara með myndavélina af rælni. Það var ótrúlegt magn af efni sem safnaðist yfir á innan við sólarhring og maður verður bara hugsi við að skoða þetta,“ segir hann. Aðspurður segir Unnar fólk stöðva bíla sína hvar sem er, hvenær sem er. „Þetta er misjafnt eftir árstímum. Ef það er júní þá er það lúpínan sem heillar, ef það er sumar þá er það hraunið, og svo eru það allir fossarnir undir Eyjafjöllum. Þá gildir einu hvaða spræna það er. Sama er með Lómagnúp , þar vekja allar sprænur athygli, alveg sama hversu ómerkilegar þær eru. Aðalvandinn er að það er stoppað út um allt og hvenær sem er.“Nauðsynlegt að grípa til aðgerða Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða strax. Bæði þurfi að koma upp útskotum sem og bílastæðum víðar. „Það er algjörlega nauðsynlegt að koma upp útskotum en það er búið að tala um það í áraraðir. Vegagerðin hefur í rauninni verið að væla í fjárveitingavaldinu um að fá aukið fjármagn til þess að búa til útskot til þess að fólk geti stoppað sérstaklega nálægt þekktum stöðum,“ sagði hann í Bítinu í morgun. Runólfur vísar til slyss sem varð á Suðurlandsvegi við Sólheimasand í september síðastliðnum. Þar hafði hópur ferðamanna lagt tveimur bílum við vegarkantinn til þess að mynda norðurljósin og hugðist ganga að frægu flugvélarflaki á Sólheimasandi. Einn úr hópnum varð fyrir bíl og lést. Runólfur segir ótækt að slíkan atburð þurfi til þess að gripið sé til aðgerða. „Við sáum þennan hræðilega atburð núna síðast á Sólheimasandi þegar það þurfti banaslys til þess að klára að gera smá bílastæði. Þannig að það er því miður allt of mikil brotalöm. Við heyrum það frá atvinnubílstjórum að að þeir séu löngu hættir að fara á eðlilegum hraða yfir blindhæðir því þeir eiga alltaf von á einhverjum hinum megin við sem er að taka mynd eða hefur stöðvað á miðjum vegi.“Fólk gerir þetta ekki í heimalöndum sínum Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, tekur undir orð Runólfs, og bætir við að mögulega þurfi að taka upp sektargreiðslur fyrir slík athæfi. Þá þyrfti líka að koma upp skiltum á þjóðvegum landsins. „Við áttuðum okkur á þessu vandamáli fyrir tveimur árum síðan. Ég skil ekki alveg af hverju þetta er því ekki er fólk almennt að gera þetta í sínum heimalöndum. Þú stoppar ekki á hraðbraut í Þýskalandi til þess að taka mynd af einhverju fallegu fjalli. En einhverra hluta vegna virðast þeir gera þetta hérna,“ segir Steingrímur og bendir á að bílaleigan hafi útbúið tímarit þar sem ferðamenn þar sem bent er á að ekki sé leyfilegt að stöðva á veginum eða vegarkanti. Viðtalið við Runólf og Steingrím má heyra hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
„Þetta er í öllum aðstæðum á öllum tímum árs og er greinilega alveg stjórnlaust,“ segir Unnar Már Sigurbjörnsson um myndband sem hann tók af fjölda ferðamanna stöðva bíla sína nánast hvar sem er á vegum landsins. Myndbandið hefur vakið mikla athygli enda skapar þetta stórhættu í umferðinni. Unnar tók myndskeiðið á einum sólarhring, dagana 28. og 29. janúar. „Ég var að keyra rútu á laugardagskvöldið og sótti svo björgunarsveitir upp á hálendið á sunnudaginn og var bara með myndavélina af rælni. Það var ótrúlegt magn af efni sem safnaðist yfir á innan við sólarhring og maður verður bara hugsi við að skoða þetta,“ segir hann. Aðspurður segir Unnar fólk stöðva bíla sína hvar sem er, hvenær sem er. „Þetta er misjafnt eftir árstímum. Ef það er júní þá er það lúpínan sem heillar, ef það er sumar þá er það hraunið, og svo eru það allir fossarnir undir Eyjafjöllum. Þá gildir einu hvaða spræna það er. Sama er með Lómagnúp , þar vekja allar sprænur athygli, alveg sama hversu ómerkilegar þær eru. Aðalvandinn er að það er stoppað út um allt og hvenær sem er.“Nauðsynlegt að grípa til aðgerða Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða strax. Bæði þurfi að koma upp útskotum sem og bílastæðum víðar. „Það er algjörlega nauðsynlegt að koma upp útskotum en það er búið að tala um það í áraraðir. Vegagerðin hefur í rauninni verið að væla í fjárveitingavaldinu um að fá aukið fjármagn til þess að búa til útskot til þess að fólk geti stoppað sérstaklega nálægt þekktum stöðum,“ sagði hann í Bítinu í morgun. Runólfur vísar til slyss sem varð á Suðurlandsvegi við Sólheimasand í september síðastliðnum. Þar hafði hópur ferðamanna lagt tveimur bílum við vegarkantinn til þess að mynda norðurljósin og hugðist ganga að frægu flugvélarflaki á Sólheimasandi. Einn úr hópnum varð fyrir bíl og lést. Runólfur segir ótækt að slíkan atburð þurfi til þess að gripið sé til aðgerða. „Við sáum þennan hræðilega atburð núna síðast á Sólheimasandi þegar það þurfti banaslys til þess að klára að gera smá bílastæði. Þannig að það er því miður allt of mikil brotalöm. Við heyrum það frá atvinnubílstjórum að að þeir séu löngu hættir að fara á eðlilegum hraða yfir blindhæðir því þeir eiga alltaf von á einhverjum hinum megin við sem er að taka mynd eða hefur stöðvað á miðjum vegi.“Fólk gerir þetta ekki í heimalöndum sínum Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, tekur undir orð Runólfs, og bætir við að mögulega þurfi að taka upp sektargreiðslur fyrir slík athæfi. Þá þyrfti líka að koma upp skiltum á þjóðvegum landsins. „Við áttuðum okkur á þessu vandamáli fyrir tveimur árum síðan. Ég skil ekki alveg af hverju þetta er því ekki er fólk almennt að gera þetta í sínum heimalöndum. Þú stoppar ekki á hraðbraut í Þýskalandi til þess að taka mynd af einhverju fallegu fjalli. En einhverra hluta vegna virðast þeir gera þetta hérna,“ segir Steingrímur og bendir á að bílaleigan hafi útbúið tímarit þar sem ferðamenn þar sem bent er á að ekki sé leyfilegt að stöðva á veginum eða vegarkanti. Viðtalið við Runólf og Steingrím má heyra hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda