Farþegaflugið býr til nýja fiskmarkaði Svavar Hávarðsson skrifar 21. janúar 2017 07:00 Ekkert Norðurlandanna er eins ríkt af tengingum við Bandaríkin og Ísland. vísir/vilhelm Markaðssvæðum fyrir sjávarfang frá Íslandi fjölgar í takt við heilsársflugleiðir frá Keflavíkurflugvelli og það er því farþegaflug til og frá landinu sem býr til nýja markaði fyrir sjávarútveginn. Þannig vinna ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn saman að því að stórauka útflutningstekjur þjóðarinnar. Þetta kom fram í máli Birgis Össurarsonar, sölu- og markaðsstjóra Ice Fresh Seafood, á ráðstefnu á dögunum á vegum Isavia og Kadeco um tengsl Keflavíkurflugvallar við atvinnuuppbyggingu í sjávarútvegi. Þar fjallaði Birgir um mikilvægi flugsins fyrir útflutning á ferskum fiski, en fyrirtækið er í eigu Samherja. Á fundinum kom fram, eins og Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, reifaði í fundarlok, að líkt og þekkt væri erlendis kæmi stór hluti af hagvexti þjóða til af þeim ólíku starfsgreinum sem nýttu sér nálægð við flugvelli. Góðar tengingar væru nauðsynlegur hluti af nútíma alþjóðaviðskiptum. Bjarki Vigfússon, hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum, fjallaði um hversu mikill hluti botnfiskverkunar hefur togast í átt að suðvesturhorni landsins. Bjarki sagði nú mikilvægara að vera nálægt neytandanum heldur en auðlindinni hvað sjávarútveginn varðar. Það fáist meðal annars með því að vera nálægt mikilvægustu flutningaleiðunum. „Vanmetið er hversu mikill virðisauki hefur skapast í sjávarútvegi út af Keflavíkurflugvelli og þá sérstaklega í tengslum við leiðakerfi Icelandair. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að íslenskur sjávarútvegur er leiðandi í heiminum,“ sagði Mikael Tal Grétarsson, forstöðumaður útflutnings hjá Icelandair Cargo. Mikael sagði mikinn áhuga hjá kaupendum að vita hvert kolefnissporið er af íslenskum fiski sem fluttur er með flugi á markaði erlendis. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Markaðssvæðum fyrir sjávarfang frá Íslandi fjölgar í takt við heilsársflugleiðir frá Keflavíkurflugvelli og það er því farþegaflug til og frá landinu sem býr til nýja markaði fyrir sjávarútveginn. Þannig vinna ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn saman að því að stórauka útflutningstekjur þjóðarinnar. Þetta kom fram í máli Birgis Össurarsonar, sölu- og markaðsstjóra Ice Fresh Seafood, á ráðstefnu á dögunum á vegum Isavia og Kadeco um tengsl Keflavíkurflugvallar við atvinnuuppbyggingu í sjávarútvegi. Þar fjallaði Birgir um mikilvægi flugsins fyrir útflutning á ferskum fiski, en fyrirtækið er í eigu Samherja. Á fundinum kom fram, eins og Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, reifaði í fundarlok, að líkt og þekkt væri erlendis kæmi stór hluti af hagvexti þjóða til af þeim ólíku starfsgreinum sem nýttu sér nálægð við flugvelli. Góðar tengingar væru nauðsynlegur hluti af nútíma alþjóðaviðskiptum. Bjarki Vigfússon, hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum, fjallaði um hversu mikill hluti botnfiskverkunar hefur togast í átt að suðvesturhorni landsins. Bjarki sagði nú mikilvægara að vera nálægt neytandanum heldur en auðlindinni hvað sjávarútveginn varðar. Það fáist meðal annars með því að vera nálægt mikilvægustu flutningaleiðunum. „Vanmetið er hversu mikill virðisauki hefur skapast í sjávarútvegi út af Keflavíkurflugvelli og þá sérstaklega í tengslum við leiðakerfi Icelandair. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að íslenskur sjávarútvegur er leiðandi í heiminum,“ sagði Mikael Tal Grétarsson, forstöðumaður útflutnings hjá Icelandair Cargo. Mikael sagði mikinn áhuga hjá kaupendum að vita hvert kolefnissporið er af íslenskum fiski sem fluttur er með flugi á markaði erlendis. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira