NFL : Fálkarnir og Föðurlandsvinirnir mætast í Super Bowl í ár | Met hjá Tom Brady Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2017 08:30 Tom Brady átti mjög góðan leik og mun spila um titilinn í sjöunda sinn. Vísir/Getty Það verða lið Atlanta Falcons og New England Patriots sem mætast í úrslitaleik ameríska fótboltans, Super Bowl, eftir tvær vikur en þau unnu bæði úrslitaleiki deilda sinna í nótt. Atlanta Falcons verður fulltrúi Þjóðardeildarinnar en New England Patriots er fulltrúi Ameríkudeildarinnar. Það bjuggust flestir við mun meiri spennu í úrslitaleikjunum tveimur í nótt en þegar á hólminn var komið þá voru heimaliðin í miklum ham og unnu bæði sannfærandi sigra. Leikstjórnendurnir Tom Brady hjá New England Patriots og Matt Ryan hjá Atlanta Falcons er líklegir til að keppa um það að vera bestu leikmenn tímabilsins og þeir sýndu af hverju í nótt þegar þeir leiddu sín lið til öruggra sigra.Þjálfarinn Bill Belichick og leikstjórnandanum Tom Brady setja báðir met með því að komast í Super Bowl númer sjö.Vísir/APTom Brady og félagar í New England Patriots eru komnir í Super Bowl í sjöunda sinn á sextán árum eftir 36-17 sigur á Pittsburgh Steelers. Þjálfarinn Bill Belichick hjá New England Patriots setti enn á ný mikilvægan leik upp á fullkominn hátt og fagnaði sigri í 24. sinn í úrslitakeppni. Tom Brady átti frábæran leik en hann átti þrjár snertimarkssendingar, 32 af 42 sendingum hans heppnuðust og fóru alls 384 jarda. Hann er búinn að setja nýtt met með því að komast í sinn sjöunda Super Bowl. Magnaður ferill varð enn glæsilegri með sigrinum í nótt. Samvinna Tom Brady og útherjans Chris Hogan skiluðu tveimur snertimörkum í fyrri hálfleiknum og á endanum setti Chris Hogan nýtt met hjá Patroit í úrslitakeppni fyrir að grípa sendingar fyrir 180 jarda. Þetta var líka það mesta hjá útherja sem var ekki tekinn í nýliðavali. New England Patriots var 17-9 yfir í hálfleik og því enn spenna í leiknum. Það breyttist snögglega eftir hlé. New England Patriots gerði hinsvegar svo gott sem út um leikinn með því að vinna þriðja leikhlutann 16-0 og komast 22 stigum yfir, 33-9. Julian Edelman skoraði eitt snertimark eftir sendingu Brady og LeGarrette Blount hljóp líka með boltann í markið. Le'Veon Bell, einn allra besti hlaupari deildarinnar, meiddist í upphafi leiksins og það munaði gríðarlega um hann fyrir lið Pittsburgh Steelers. Annars voru öll B-in hjá Steelers illa tengd í nótt því leikstjórnandinn Ben Roethlisberger og útherjinn Antonio Brown voru líka langt frá sínu besta.Matt Ryan, leikstjórnandi Atlanta Falcons, hefur átt frábært tímabil.Vísir/APAtlanta Falcons vann 23 stiga stórsigur á Green Bay Packers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar, 44-21. Leikurinn var óvænt mjög ójafn en heimamenn Atlanta Falcons hittu á frábæran dag og liðsmenn Packers áttu engin svör. Atlanta Falcons er þar með komið í Super Bowl í aðeins annað skiptið í sögu félagsins og í fyrsta sinn síðan 1999 þegar liðið tapaði á móti Denver Broncos. Green Bay Packers var búið að vinna átta leiki í röð, sex síðustu deildarleikina og tvo fyrstu leikina í úrslitakeppninni. Liðið varð hinsvegar að sætta sig við fyrsta tapið síðan 20. nóvember. Eftir dramatískan sigur á Dallas Cowboys um síðustu helgi, komst Green Bay liðið aldrei í gang og leikurinn var svo gott sem tapaður í hálfleik en þá var staðan 24-0 fyrir heimamenn í Falcons. Bestu menn Atlanta Falcons, leikstjórnandinn Matt Ryan og útherjinn Julio Jones, áttu báðir frábæran leik. Ryan átti fjórar snertimarkssendingar, 27 af 38 sendingum hans heppnuðust og fóru alls 392 jarda. Ryan skoraði líka eitt snertimark sjálfur. Matt Ryan varð fyrstu maðurinn frá 2008 sem nær að senda fjórar snertimarkssendingar í úrslitaleik deildanna eða síðan að Kurt Warner gerði það með Arizona Cardinals. Julio Jones skoraði tvö af snertimörkunum en hann greip níu sendingar og fór alls 180 jarda. Snertimörk Jones komu sitthvoru megin við hálfleikinn og hjálpuðu Atlanta Falcons liðinu að ná 31-0 forystu. Atlanta Falcons var með bestu sóknina á tímabilinu og hún stóð undir nafni í þessum leik. Það var líka ekki mikið hægt að kvarta yfir varnarleiknum sem hélt Green Bay Packers liðinu stigalausu fram í þriðja leikhlutann. Útlitið er vissulega bjart hjá Atlanta Falcons liðinu fyrir Super Bowl leikinn eftir tæpar tvær vikur. Super Bowl leikurinn á milli New England Patriots og Atlanta Falcons fer fram á NRG Stadium í Houston sunnudaginn 5. febrúar næstkomandi.Arthur Blank eigandi Atlanta Falcons dansar af gleði í leikslok.Vísir/AP NFL Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Það verða lið Atlanta Falcons og New England Patriots sem mætast í úrslitaleik ameríska fótboltans, Super Bowl, eftir tvær vikur en þau unnu bæði úrslitaleiki deilda sinna í nótt. Atlanta Falcons verður fulltrúi Þjóðardeildarinnar en New England Patriots er fulltrúi Ameríkudeildarinnar. Það bjuggust flestir við mun meiri spennu í úrslitaleikjunum tveimur í nótt en þegar á hólminn var komið þá voru heimaliðin í miklum ham og unnu bæði sannfærandi sigra. Leikstjórnendurnir Tom Brady hjá New England Patriots og Matt Ryan hjá Atlanta Falcons er líklegir til að keppa um það að vera bestu leikmenn tímabilsins og þeir sýndu af hverju í nótt þegar þeir leiddu sín lið til öruggra sigra.Þjálfarinn Bill Belichick og leikstjórnandanum Tom Brady setja báðir met með því að komast í Super Bowl númer sjö.Vísir/APTom Brady og félagar í New England Patriots eru komnir í Super Bowl í sjöunda sinn á sextán árum eftir 36-17 sigur á Pittsburgh Steelers. Þjálfarinn Bill Belichick hjá New England Patriots setti enn á ný mikilvægan leik upp á fullkominn hátt og fagnaði sigri í 24. sinn í úrslitakeppni. Tom Brady átti frábæran leik en hann átti þrjár snertimarkssendingar, 32 af 42 sendingum hans heppnuðust og fóru alls 384 jarda. Hann er búinn að setja nýtt met með því að komast í sinn sjöunda Super Bowl. Magnaður ferill varð enn glæsilegri með sigrinum í nótt. Samvinna Tom Brady og útherjans Chris Hogan skiluðu tveimur snertimörkum í fyrri hálfleiknum og á endanum setti Chris Hogan nýtt met hjá Patroit í úrslitakeppni fyrir að grípa sendingar fyrir 180 jarda. Þetta var líka það mesta hjá útherja sem var ekki tekinn í nýliðavali. New England Patriots var 17-9 yfir í hálfleik og því enn spenna í leiknum. Það breyttist snögglega eftir hlé. New England Patriots gerði hinsvegar svo gott sem út um leikinn með því að vinna þriðja leikhlutann 16-0 og komast 22 stigum yfir, 33-9. Julian Edelman skoraði eitt snertimark eftir sendingu Brady og LeGarrette Blount hljóp líka með boltann í markið. Le'Veon Bell, einn allra besti hlaupari deildarinnar, meiddist í upphafi leiksins og það munaði gríðarlega um hann fyrir lið Pittsburgh Steelers. Annars voru öll B-in hjá Steelers illa tengd í nótt því leikstjórnandinn Ben Roethlisberger og útherjinn Antonio Brown voru líka langt frá sínu besta.Matt Ryan, leikstjórnandi Atlanta Falcons, hefur átt frábært tímabil.Vísir/APAtlanta Falcons vann 23 stiga stórsigur á Green Bay Packers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar, 44-21. Leikurinn var óvænt mjög ójafn en heimamenn Atlanta Falcons hittu á frábæran dag og liðsmenn Packers áttu engin svör. Atlanta Falcons er þar með komið í Super Bowl í aðeins annað skiptið í sögu félagsins og í fyrsta sinn síðan 1999 þegar liðið tapaði á móti Denver Broncos. Green Bay Packers var búið að vinna átta leiki í röð, sex síðustu deildarleikina og tvo fyrstu leikina í úrslitakeppninni. Liðið varð hinsvegar að sætta sig við fyrsta tapið síðan 20. nóvember. Eftir dramatískan sigur á Dallas Cowboys um síðustu helgi, komst Green Bay liðið aldrei í gang og leikurinn var svo gott sem tapaður í hálfleik en þá var staðan 24-0 fyrir heimamenn í Falcons. Bestu menn Atlanta Falcons, leikstjórnandinn Matt Ryan og útherjinn Julio Jones, áttu báðir frábæran leik. Ryan átti fjórar snertimarkssendingar, 27 af 38 sendingum hans heppnuðust og fóru alls 392 jarda. Ryan skoraði líka eitt snertimark sjálfur. Matt Ryan varð fyrstu maðurinn frá 2008 sem nær að senda fjórar snertimarkssendingar í úrslitaleik deildanna eða síðan að Kurt Warner gerði það með Arizona Cardinals. Julio Jones skoraði tvö af snertimörkunum en hann greip níu sendingar og fór alls 180 jarda. Snertimörk Jones komu sitthvoru megin við hálfleikinn og hjálpuðu Atlanta Falcons liðinu að ná 31-0 forystu. Atlanta Falcons var með bestu sóknina á tímabilinu og hún stóð undir nafni í þessum leik. Það var líka ekki mikið hægt að kvarta yfir varnarleiknum sem hélt Green Bay Packers liðinu stigalausu fram í þriðja leikhlutann. Útlitið er vissulega bjart hjá Atlanta Falcons liðinu fyrir Super Bowl leikinn eftir tæpar tvær vikur. Super Bowl leikurinn á milli New England Patriots og Atlanta Falcons fer fram á NRG Stadium í Houston sunnudaginn 5. febrúar næstkomandi.Arthur Blank eigandi Atlanta Falcons dansar af gleði í leikslok.Vísir/AP
NFL Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira