Óttarr: „Vinnum saman, gerum vel, og verum góð“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. janúar 2017 20:50 Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir Óttarr Proppé, heilbrigðsráðherra og formaður Bjartrar framtíð varð tíðrætt um mikilvægi þess að vönduð vinnubrögð verði ástunduð á Alþingi á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í ræðu hans í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. „Öll þurfum við að tileinka okkur nýja siði. Við þurfum að þróa áfram samvinnu þvert á flokka og auka samráð um allt í samfélaginu. Við verðum að leggja áherslu á vönduð vinnubrögð, gagnsæi og heiðarleika. Það er hvorki lúxus né hjóm. Þvert á móti er það alger nauðsyn,“ sagði Óttarr. Lagði hann áherslu á að Björt framtíð myndi leggja mikla áherslu á heilbrigðismálin á komandi kjörtímabili. Sagði hann að áform nýrrar ríkisstjórnar væru að að tengja betur þjónustu heilsugæslu, sjúkrahúsa, heimaþjónustu og hjúkrunarheimila. Þá væri stefnt að því að tryggja betra aðgengi að sálfræðingum. Sagði Óttarr að af hálfu Bjartrar framtíðar væri lögð áhersla á það að bæta samvinnu í stjórnmálum og að þessi hugsun endurspeglist í sáttmála ríkisstjórnarinnar. „Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að staðfesta siðareglur ráðherra. Til stendur að opna bókhald stjórnarráðsins. Þetta er raunveruleg ætlun okkar og ríkisstjórnarflokkarnir eru samstíga um að gera betur. Okkur er alvara og áherslan á bætt vinnubrögð er svo langt frá því að vera orðin tóm,“ sagði Óttarr. Töluverðan tíma tók að mynda ríkisstjórn frá því að kosið var og sagði Óttarr að niðurstöður kosninganna í október hefðu verið skýr skilaboð um meiri samvinnu á Alþingi. Niðurstöðurnar hefðu neytt flokkanna til þess að hugsa út fyrir boxið. „Mikið var það fallega gert af kjósendum þó það hafi kostað og eigi eftir að kosta okkur stjórnmálamönnunum alls konar vesen, óþægindi og uppbrot á venjum og hefðum. Það er hollt og það er got. Fyrir framtíðina. Hún er áfangastaðurinn og á hana verðum við að einblína. Verum óhrædd að breyta. Vinnum saman, gerum vel, og verum góð.“ Alþingi Tengdar fréttir Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03 Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48 Benedikt: „Segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur“ „Góðæri er einmitt rétti tíminn til þess að hugsa hlutina upp á nýtt og ráðast í nauðsynlegar umbætur,“ sagði Benedikt Jóhannesson. 24. janúar 2017 20:30 Sigurður Ingi: Fólk má ekki fá þá tilfinningu að sumir séu jafnari en aðrir Góð staða í efnahagsmálum er Framsóknarflokknum að þakka að mati formanns flokksins. 24. janúar 2017 20:34 Ásta Guðrún: Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir, þinmaður Pírata, sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. 24. janúar 2017 20:27 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Óttarr Proppé, heilbrigðsráðherra og formaður Bjartrar framtíð varð tíðrætt um mikilvægi þess að vönduð vinnubrögð verði ástunduð á Alþingi á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í ræðu hans í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. „Öll þurfum við að tileinka okkur nýja siði. Við þurfum að þróa áfram samvinnu þvert á flokka og auka samráð um allt í samfélaginu. Við verðum að leggja áherslu á vönduð vinnubrögð, gagnsæi og heiðarleika. Það er hvorki lúxus né hjóm. Þvert á móti er það alger nauðsyn,“ sagði Óttarr. Lagði hann áherslu á að Björt framtíð myndi leggja mikla áherslu á heilbrigðismálin á komandi kjörtímabili. Sagði hann að áform nýrrar ríkisstjórnar væru að að tengja betur þjónustu heilsugæslu, sjúkrahúsa, heimaþjónustu og hjúkrunarheimila. Þá væri stefnt að því að tryggja betra aðgengi að sálfræðingum. Sagði Óttarr að af hálfu Bjartrar framtíðar væri lögð áhersla á það að bæta samvinnu í stjórnmálum og að þessi hugsun endurspeglist í sáttmála ríkisstjórnarinnar. „Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að staðfesta siðareglur ráðherra. Til stendur að opna bókhald stjórnarráðsins. Þetta er raunveruleg ætlun okkar og ríkisstjórnarflokkarnir eru samstíga um að gera betur. Okkur er alvara og áherslan á bætt vinnubrögð er svo langt frá því að vera orðin tóm,“ sagði Óttarr. Töluverðan tíma tók að mynda ríkisstjórn frá því að kosið var og sagði Óttarr að niðurstöður kosninganna í október hefðu verið skýr skilaboð um meiri samvinnu á Alþingi. Niðurstöðurnar hefðu neytt flokkanna til þess að hugsa út fyrir boxið. „Mikið var það fallega gert af kjósendum þó það hafi kostað og eigi eftir að kosta okkur stjórnmálamönnunum alls konar vesen, óþægindi og uppbrot á venjum og hefðum. Það er hollt og það er got. Fyrir framtíðina. Hún er áfangastaðurinn og á hana verðum við að einblína. Verum óhrædd að breyta. Vinnum saman, gerum vel, og verum góð.“
Alþingi Tengdar fréttir Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03 Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48 Benedikt: „Segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur“ „Góðæri er einmitt rétti tíminn til þess að hugsa hlutina upp á nýtt og ráðast í nauðsynlegar umbætur,“ sagði Benedikt Jóhannesson. 24. janúar 2017 20:30 Sigurður Ingi: Fólk má ekki fá þá tilfinningu að sumir séu jafnari en aðrir Góð staða í efnahagsmálum er Framsóknarflokknum að þakka að mati formanns flokksins. 24. janúar 2017 20:34 Ásta Guðrún: Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir, þinmaður Pírata, sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. 24. janúar 2017 20:27 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03
Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48
Benedikt: „Segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur“ „Góðæri er einmitt rétti tíminn til þess að hugsa hlutina upp á nýtt og ráðast í nauðsynlegar umbætur,“ sagði Benedikt Jóhannesson. 24. janúar 2017 20:30
Sigurður Ingi: Fólk má ekki fá þá tilfinningu að sumir séu jafnari en aðrir Góð staða í efnahagsmálum er Framsóknarflokknum að þakka að mati formanns flokksins. 24. janúar 2017 20:34
Ásta Guðrún: Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir, þinmaður Pírata, sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. 24. janúar 2017 20:27
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent