„Erum mannleg og þurfum að geta grátið“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2017 14:32 Björgunarsveitarmenn eru mannlegir eins og aðrir og þurfa að geta grátið og sýnt tilfinningar. Þetta segir Guðbrandur Örn Arnarsson, úr Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, en hann var gestur Heims Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þeir leitina að Birnu Brjánsdóttur, hvernig unnið hafi verið að henni og fleira. Hann segir að í þessu tilviki hafi verið farið tiltölulega fljótt af stað við leit. Sporhundar sendir af stað og farið í aðrar aðgerðir. Sívaxandi þungi hafi síðan komið í málið og björgunarsveitir kallaðar til stærri leitar. „Það sem var kannski erfitt við þessa leit er að frá upphafi voru engar upplýsingar eða vísbendingar að finna í málinu. Þess vegna var þetta snúið verkefni. Vanalegast höfum við einhvern útgangspunkt leitar og hann varð ljós eftir að búið var að skoða myndavélar. Lögreglan fór og vann þar, að mínu mati, þrekvirki, að finna út þessa seinustu metra sem vitað er með vissu hvaða leið hún hefði gengið.“ Guðbrandur segir að sú mynd hafi sífellt orðið skýrari, en skortur á upplýsingum gerði björgunarsveitum mjög erfitt fyrir. Fyrst hafi til dæmis verið byrjað að leita í miðbænum. Hann segir björgunarsveitirnar alltaf vinna út frá mörgum sviðsmyndum. Þar á meðal er besta mögulega útkoman og sú versta. Sú besta gæti verið að einhver hafi ílengst í bænum og sú versta að einhver hafi orðið fyrir óláni sem ekki sé hægt að taka aftur. Annað hvort af sínum eigin völdum eða annarra. „Kjarninn er sá að við reynum að vinna eftir ákveðinni aðferðarfræði og reynum að finna skjólstæðinginn með öllum tiltækum ráðum,“ segir Guðbrandur. Mikill fjöldi björgunarsveitarmanna og kvenna tóku þátt í leitinni. Gamlir meðlimir komu aftur til að hjálpa og Guðbrandur segir að um 900 manns hafi tekið þátt. Ekki hafi eingöngu verið að leita að Birnu, heldur einnig að mögulegum vísbendingum. Björgunarsveitarmenn eru auðvitað bara manneskjur og Guðbrandur segir mjög gott ferli hafa skapast eftir bitra reynslu vegna snjóflóðanna í Súðavík og Flateyri. „Þau kenndu okkur það að við erum mannleg og þurfum að geta grátið eða sýnt tilfinningar og það er engin skömm af því og hópar koma saman eftir erfiða atburði og halda viðrunarfundi. Það er mjög opin og góð umræða um sálrænan stuðning.“ Enn fremur segir Guðbrandur að allir séu snertir af málum Björgunarsveitanna og stundum safnist tilfinningar jafnvel upp. Landsbjörg sé þó alltaf meðvituð um þennan mannlega þátt og stuðningurinn innan félagsins sé góður. Víglínan Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Björgunarsveitarmenn eru mannlegir eins og aðrir og þurfa að geta grátið og sýnt tilfinningar. Þetta segir Guðbrandur Örn Arnarsson, úr Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, en hann var gestur Heims Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þeir leitina að Birnu Brjánsdóttur, hvernig unnið hafi verið að henni og fleira. Hann segir að í þessu tilviki hafi verið farið tiltölulega fljótt af stað við leit. Sporhundar sendir af stað og farið í aðrar aðgerðir. Sívaxandi þungi hafi síðan komið í málið og björgunarsveitir kallaðar til stærri leitar. „Það sem var kannski erfitt við þessa leit er að frá upphafi voru engar upplýsingar eða vísbendingar að finna í málinu. Þess vegna var þetta snúið verkefni. Vanalegast höfum við einhvern útgangspunkt leitar og hann varð ljós eftir að búið var að skoða myndavélar. Lögreglan fór og vann þar, að mínu mati, þrekvirki, að finna út þessa seinustu metra sem vitað er með vissu hvaða leið hún hefði gengið.“ Guðbrandur segir að sú mynd hafi sífellt orðið skýrari, en skortur á upplýsingum gerði björgunarsveitum mjög erfitt fyrir. Fyrst hafi til dæmis verið byrjað að leita í miðbænum. Hann segir björgunarsveitirnar alltaf vinna út frá mörgum sviðsmyndum. Þar á meðal er besta mögulega útkoman og sú versta. Sú besta gæti verið að einhver hafi ílengst í bænum og sú versta að einhver hafi orðið fyrir óláni sem ekki sé hægt að taka aftur. Annað hvort af sínum eigin völdum eða annarra. „Kjarninn er sá að við reynum að vinna eftir ákveðinni aðferðarfræði og reynum að finna skjólstæðinginn með öllum tiltækum ráðum,“ segir Guðbrandur. Mikill fjöldi björgunarsveitarmanna og kvenna tóku þátt í leitinni. Gamlir meðlimir komu aftur til að hjálpa og Guðbrandur segir að um 900 manns hafi tekið þátt. Ekki hafi eingöngu verið að leita að Birnu, heldur einnig að mögulegum vísbendingum. Björgunarsveitarmenn eru auðvitað bara manneskjur og Guðbrandur segir mjög gott ferli hafa skapast eftir bitra reynslu vegna snjóflóðanna í Súðavík og Flateyri. „Þau kenndu okkur það að við erum mannleg og þurfum að geta grátið eða sýnt tilfinningar og það er engin skömm af því og hópar koma saman eftir erfiða atburði og halda viðrunarfundi. Það er mjög opin og góð umræða um sálrænan stuðning.“ Enn fremur segir Guðbrandur að allir séu snertir af málum Björgunarsveitanna og stundum safnist tilfinningar jafnvel upp. Landsbjörg sé þó alltaf meðvituð um þennan mannlega þátt og stuðningurinn innan félagsins sé góður.
Víglínan Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira