Greiða hálfan milljarð vegna verkfalls Sveinn Arnarsson skrifar 10. janúar 2017 07:00 Sjómenn hafa ítrekað hafnað nýjum kjarasamningi. vísir/stefán Alls hafa 36 fyrirtæki í fiskvinnslu sagt upp fleiri en einum starfsmanni vegna vinnslustöðvunar á fiski sökum verkfalls sjómanna sem staðið hefur yfir síðan 14. desember síðastliðinn. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að um hálfum milljarði verði varið úr atvinnuleysistryggingasjóði í janúarmánuði einum vegna verkfalls sjómanna. Sjómannaverkfallið hefur að sögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi haft skaðleg áhrif á markaði erlendis og eru margir hverjir í hættu vegna verkfallsins og útflutningstekjur hafa dregist saman.Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjariUm 1.100 manns hefur verið sagt upp í fiskvinnslum landsins og eru flest störfin á Norðurlandi eystra. Allt að því jafnmörgum starfsmönnum hefur verið sagt upp á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjunum samanlagt og á Norðurlandi eystra. Á Vestfjörðum hafa á annað hundrað misst vinnuna vegna verkfalls sjómanna sem verður að teljast mjög stórt hlutfall starfandi einstaklinga á Vestfjörðum. Sjómenn boðuðu til mótmæla fyrir utan Karphúsið í gær er fundur í deilunni fór fram. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir það fagnaðarefni að menn skuli enn tala saman en þó beri enn mikið í milli. Boðað var til annars fundar í dag og mun því samtalið halda áfram. Einnig verður að taka fram að fiskvinnslur geta haldið fólki enn við störf þó hráefnisskortur sé viðvarandi en kostnaður við laun starfsmanna er greiddur úr atvinnuleysistryggingasjóði á grundvelli laga. Fyrirtæki sækja þá um styrk eftir á fyrir launum starfsmanna sinna. Vitað er að bæði HB Grandi og Síldarvinnslan í Neskaupstað munu fara þá leiðina og því eru tölur um atvinnuleysi í fiskvinnslu frekar van- en ofáætlaðar. Samherji er það fyrirtæki sem sagt hefur upp flestum starfsmönnum, eða um 200 bæði hjá Samherja og ÚA, en Samherji tók yfir þá landvinnslu árið 2011. Athygli vekur að rúmur helmingur þeirra sem sagt hefur verið upp vegna verkfalls sjómanna eru erlendir ríkisborgarar. Þar eru Pólverjar í miklum meirihluta, eða tæplega fjórir af hverjum tíu þeirra sem sagt hefur verið upp.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn segjast upplifa hroka og virðingaleysi og boða til mótmæla Sjómenn funda í kjaradeilunni og mótmæla á sama tíma. 9. janúar 2017 10:48 Skriður kominn á samningaviðræður sjómanna Sjómenn sætta sig ekki við kjararýrnun og vilja fá sjómannaafsláttinn sinn til baka. Þeir mættu fyrir utan Karphúsið í dag til að sýna samninganefnd sinni samstöðu. Skriður virðist vera að komast á samningaviðræður þeirra og útgerðarmanna. 9. janúar 2017 18:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Alls hafa 36 fyrirtæki í fiskvinnslu sagt upp fleiri en einum starfsmanni vegna vinnslustöðvunar á fiski sökum verkfalls sjómanna sem staðið hefur yfir síðan 14. desember síðastliðinn. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að um hálfum milljarði verði varið úr atvinnuleysistryggingasjóði í janúarmánuði einum vegna verkfalls sjómanna. Sjómannaverkfallið hefur að sögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi haft skaðleg áhrif á markaði erlendis og eru margir hverjir í hættu vegna verkfallsins og útflutningstekjur hafa dregist saman.Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjariUm 1.100 manns hefur verið sagt upp í fiskvinnslum landsins og eru flest störfin á Norðurlandi eystra. Allt að því jafnmörgum starfsmönnum hefur verið sagt upp á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjunum samanlagt og á Norðurlandi eystra. Á Vestfjörðum hafa á annað hundrað misst vinnuna vegna verkfalls sjómanna sem verður að teljast mjög stórt hlutfall starfandi einstaklinga á Vestfjörðum. Sjómenn boðuðu til mótmæla fyrir utan Karphúsið í gær er fundur í deilunni fór fram. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir það fagnaðarefni að menn skuli enn tala saman en þó beri enn mikið í milli. Boðað var til annars fundar í dag og mun því samtalið halda áfram. Einnig verður að taka fram að fiskvinnslur geta haldið fólki enn við störf þó hráefnisskortur sé viðvarandi en kostnaður við laun starfsmanna er greiddur úr atvinnuleysistryggingasjóði á grundvelli laga. Fyrirtæki sækja þá um styrk eftir á fyrir launum starfsmanna sinna. Vitað er að bæði HB Grandi og Síldarvinnslan í Neskaupstað munu fara þá leiðina og því eru tölur um atvinnuleysi í fiskvinnslu frekar van- en ofáætlaðar. Samherji er það fyrirtæki sem sagt hefur upp flestum starfsmönnum, eða um 200 bæði hjá Samherja og ÚA, en Samherji tók yfir þá landvinnslu árið 2011. Athygli vekur að rúmur helmingur þeirra sem sagt hefur verið upp vegna verkfalls sjómanna eru erlendir ríkisborgarar. Þar eru Pólverjar í miklum meirihluta, eða tæplega fjórir af hverjum tíu þeirra sem sagt hefur verið upp.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn segjast upplifa hroka og virðingaleysi og boða til mótmæla Sjómenn funda í kjaradeilunni og mótmæla á sama tíma. 9. janúar 2017 10:48 Skriður kominn á samningaviðræður sjómanna Sjómenn sætta sig ekki við kjararýrnun og vilja fá sjómannaafsláttinn sinn til baka. Þeir mættu fyrir utan Karphúsið í dag til að sýna samninganefnd sinni samstöðu. Skriður virðist vera að komast á samningaviðræður þeirra og útgerðarmanna. 9. janúar 2017 18:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Sjómenn segjast upplifa hroka og virðingaleysi og boða til mótmæla Sjómenn funda í kjaradeilunni og mótmæla á sama tíma. 9. janúar 2017 10:48
Skriður kominn á samningaviðræður sjómanna Sjómenn sætta sig ekki við kjararýrnun og vilja fá sjómannaafsláttinn sinn til baka. Þeir mættu fyrir utan Karphúsið í dag til að sýna samninganefnd sinni samstöðu. Skriður virðist vera að komast á samningaviðræður þeirra og útgerðarmanna. 9. janúar 2017 18:00