Trump og Rússar neita fréttum af gleðikonum Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Á Ritz-hótelinu í Moskvu er Trump sagður hafa beðið vændiskonur að pissa í rúmið fyrir framan sig. nordicphotos/Getty Myndband af forsetaefni Bandaríkjanna, Donald Trump, er sagt í vörslu stjórnvalda í Rússlandi þar sem hann er sagður sýna af sér vafasama hegðun gagnvart vændiskonum í Rússlandi. CNN greindi fyrst frá og aðrir stórir fjölmiðlar fylgdu í kjölfarið. Eru Rússar sagðir nota myndbandið til að kúga verðandi Bandaríkjaforseta. Trump tjáði sig um fréttirnar á blaðamannafundi í gær og sagði CNN afleita stofnun. „Ég ætla ekki að svara spurningum ykkar. Þið flytjið lygafréttir,“ sagði Trump og bætti því við að ekkert væri til í umræddum sögusögnum. Stjórnvöld í Rússlandi tóku í sama streng. Talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sagði að stjórnvöld þar í landi ættu engin myndbönd af Trump. „Þetta er uppspuni frá rótum og algjört kjaftæði,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns. Að mati Peskovs eru fréttirnar aðeins sagðar til að reyna að skaða samband Rússa og Bandaríkjamanna. Fréttirnar eru byggðar á skýrslu sem skrifuð var af fyrrverandi leyniþjónustumanni úr bresku leyniþjónustunni MI6 sem starfar nú sjálfstætt. Vann hann skýrsluna fyrir pólitíska andstæðinga Trumps. New York Times segir að skýrslan sé fjármögnuð meðal annars af Demókrötum. Skýrslan er sögð hafa verið í dreifingu í Washington í um mánuð en engum hefur tekist að staðfesta það sem stendur í henni. Rannsóknarblaðamaðurinn Kenneth Vogel, sem vinnur fyrir Politico og er margverðlaunaður fyrir störf sín, sagði á Twitter í gær að Politico hefði skoðað málið í september síðastliðnum en ekki tekist að finna neitt sem staðfestir söguna. Skýrsluhöfundurinn er sagður áreiðanlegur samkvæmt frétt CNN og forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna kynntu samantekt um innihald hennar fyrir Barack Obama og Trump þegar þeir funduðu með þeim um tölvuárásir Rússa í síðustu viku. Í skýrslunni, sem vefsíðan Buzzfeed birti í heild, stendur að Rússar hafi fylgst með og safnað upplýsingum um Trump um langt skeið. Einnig hafi rússneskir njósnarar útvegað honum upplýsingar um mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton. Þá segir að Rússar eigi myndband og upptökur af Trump og hópi vændiskvenna á Ritz-hótelinu í Moskvu frá 2013. Trump á að hafa gist í sama herbergi og Obama-hjónin gistu eitt sinn í í heimsókn til Rússlands. Samkvæmt sögusögnunum á Trump að hafa látið vændiskonurnar pissa hverja á aðra í rúminu fyrir framan hann því hann hafði svo mikla óbeit á hjónunum. Trump hélt áfram að neita fréttunum á Twitter.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Myndband af forsetaefni Bandaríkjanna, Donald Trump, er sagt í vörslu stjórnvalda í Rússlandi þar sem hann er sagður sýna af sér vafasama hegðun gagnvart vændiskonum í Rússlandi. CNN greindi fyrst frá og aðrir stórir fjölmiðlar fylgdu í kjölfarið. Eru Rússar sagðir nota myndbandið til að kúga verðandi Bandaríkjaforseta. Trump tjáði sig um fréttirnar á blaðamannafundi í gær og sagði CNN afleita stofnun. „Ég ætla ekki að svara spurningum ykkar. Þið flytjið lygafréttir,“ sagði Trump og bætti því við að ekkert væri til í umræddum sögusögnum. Stjórnvöld í Rússlandi tóku í sama streng. Talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sagði að stjórnvöld þar í landi ættu engin myndbönd af Trump. „Þetta er uppspuni frá rótum og algjört kjaftæði,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns. Að mati Peskovs eru fréttirnar aðeins sagðar til að reyna að skaða samband Rússa og Bandaríkjamanna. Fréttirnar eru byggðar á skýrslu sem skrifuð var af fyrrverandi leyniþjónustumanni úr bresku leyniþjónustunni MI6 sem starfar nú sjálfstætt. Vann hann skýrsluna fyrir pólitíska andstæðinga Trumps. New York Times segir að skýrslan sé fjármögnuð meðal annars af Demókrötum. Skýrslan er sögð hafa verið í dreifingu í Washington í um mánuð en engum hefur tekist að staðfesta það sem stendur í henni. Rannsóknarblaðamaðurinn Kenneth Vogel, sem vinnur fyrir Politico og er margverðlaunaður fyrir störf sín, sagði á Twitter í gær að Politico hefði skoðað málið í september síðastliðnum en ekki tekist að finna neitt sem staðfestir söguna. Skýrsluhöfundurinn er sagður áreiðanlegur samkvæmt frétt CNN og forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna kynntu samantekt um innihald hennar fyrir Barack Obama og Trump þegar þeir funduðu með þeim um tölvuárásir Rússa í síðustu viku. Í skýrslunni, sem vefsíðan Buzzfeed birti í heild, stendur að Rússar hafi fylgst með og safnað upplýsingum um Trump um langt skeið. Einnig hafi rússneskir njósnarar útvegað honum upplýsingar um mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton. Þá segir að Rússar eigi myndband og upptökur af Trump og hópi vændiskvenna á Ritz-hótelinu í Moskvu frá 2013. Trump á að hafa gist í sama herbergi og Obama-hjónin gistu eitt sinn í í heimsókn til Rússlands. Samkvæmt sögusögnunum á Trump að hafa látið vændiskonurnar pissa hverja á aðra í rúminu fyrir framan hann því hann hafði svo mikla óbeit á hjónunum. Trump hélt áfram að neita fréttunum á Twitter.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira