Ferðamenn og umhverfisáhrif Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 18. janúar 2017 07:00 Nýjar tölur Ferðamálastofu sýna að 1,8 milljón erlendra ferðamanna sótti Ísland heim á nýliðnu ári og eru þá ekki taldir með farþegar skemmtiferðaskipa. Þetta er 40% aukning frá fyrra ári. Spár Íslandsbanka gera ráð fyrir 35% fjölgun á þessu ári eða tæplega 2,4 milljónum erlendra ferðamanna. Þessum mikla fjölda fylgja áskoranir fyrir alla sem að þessari atvinnugrein koma. Í þessum greinarstúfi bendi ég á fimm atriði sem ný ríkisstjórn og ferðaþjónustuaðilar verða að taka föstum tökum þegar kemur að náttúruvernd og ferðaþjónustu.1. Uppbygging innviða til verndar náttúru. Mikið hefur verið fjallað um álag á helstu ferðamannastaði og nauðsyn þess að byggja innviði náttúrunni til verndar. Er þá m.a. vísað í palla, göngustíga og salerni. Þessari vinnu þarf víða að hraða til muna. En ekki má gleyma að efla fagþekkingu á þessu sviði, sem því miður hefur orðið útundan, svo tryggja megi að innviðir falli vel að landslagi og þeirri náttúru sem þeim er ætlað að vernda. Aukin landvarsla, öryggi ferðamanna og fræðsla falla auðvitað undir hér líka.2. Takmörkun á aðgangi? Íhuga þarf að takmarka aðgang að sumum stöðum í stað þess að auka álagsþol þeirra með uppbyggingu innviða, einfaldlega vegna þess að annars gætu þeir misst aðdráttaraflið sem dregur fólk að þeim. Hið opinbera þarf í samvinnu við ferðaþjónustuna, náttúruverndar- og útivistarfólk að kortleggja þessa staði og leggja fram tillögur um aðgangsstýringu sem mismunar ekki fólki.3. Innviðir ferðaþjónustunnar sjálfrar. Hið opinbera þarf að móta skýrari leikreglur um uppbyggingu gistiaðstöðu og annarrar þjónustu á náttúruverndarsvæðum og öðrum eftirsóttum stöðum í eigu ríkisins. Lykilatriðið er að byggt sé utan svæðanna, ekki inni á þeim eða í allra næsta nágrenni þeirra. Á verndarsvæði Mývatns- og Laxár eru nokkur dæmi um það að stór ný hótel hafi risið, eldri hótel verið stækkuð og önnur eru í byggingu eða áformuð allt of nálægt því lífríki sem verið er að vernda, Mývatni sjálfu. Mikið álag er nú þegar á vistkerfi vatnsins m.a. vegna mengunar frá mannabyggð og alröng þróun að auka það álag með þessum hætti. Miðhálendið er annað dæmi um afar viðkvæmt svæði að þessu leyti. Þar sýna kannanir að innan við 10% ferðamanna telja hótel samrýmast hugmyndum um víðerni og óbyggðaupplifun, sem er einmitt það sem þeir sækjast helst eftir á svæðinu. Nú þegar er hafin endurgerð og nýbygging gistiaðstöðu í Ásgarði við Kerlingarfjöll fyrir allt að 340 manns, þar af 240 í einni hótelbyggingu. Áform eru uppi um byggingu 80-140 manna gistiaðstöðu á Hveravöllum og einnig eru hugmyndir um byggingu allt að 120 manna gistiaðstöðu á Landmannalaugasvæðinu. Til samanburðar tekur Hótel Saga í Reykjavík að hámarki 470 manns í gistingu. Er rétt að auka framboð á gistingu inni á hálendinu eða ætti frekar að byggja hana á láglendi nálægt jaðri hálendisins? Þessi þróun er hið minnsta umhugsunarverð og lykilatriði að hálendið verði ekki láglendisvætt.4. Kolefnishlutlaus ferðaþjónusta. Aukning í útlosun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum er sérstakt viðfangsefni ferðaþjónustuaðila, ekki síst í flugi, hópferðum og hjá bílaleigum. Ein meginregla alþjóðlegs umhverfisréttar, svokölluð mengunarbótaregla (e. polluter pays principle), krefur þann sem veldur mengun að greiða fyrir hana og bera þannig ábyrgð á starfsemi sinni. Ferðaþjónustuaðilar ættu að setja sér metnaðarfull markmið þar sem tekin eru markviss og tímasett skref í átt að kolefnishlutlausri starfsemi. Ávallt skyldi flug- og bílaflotinn þannig útbúinn að mengun af starfseminni verði sem minnst, t.d. með sem umhverfisvænstri tækni. Kolefnishlutleysi yrði síðan náð með landgræðslu, endurheimt skóga og votlendis.5. Friðlýsingar sem stjórntæki í ferðaþjónustu. Landvernd hefur ítrekað bent á kosti þess að nýta friðlýsingar í ríkara mæli sem stjórntæki í ferðaþjónustu, ekki síst þegar um er að ræða svæði með viðkvæma náttúru. Þjóðgörðum og öðrum vernduðum svæðum er stýrt með náttúruvernd að leiðarljósi. Skipulag og umferðarstýring dregur úr líkum á skemmdum vegna ágangs ferðamanna og þau verða til langs tíma eftirsóttar vinjar fyrir hugarró og hvíld. Langtímahagsmunir náttúruverndar og ferðaþjónustu fara þannig saman. Stærsta verkefnið fram undan er stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, sem er sameiginlegt baráttumál náttúruverndar- og útivistarsamtaka og Samtaka ferðaþjónustunnar. Ný ríkisstjórn þarf að skoða hvort og þá hvernig megi takmarka fjölda ferðamanna sem koma til Íslands á meðan tekist er á við helstu áskoranir ferðaþjónustunnar. Ég óska nýrri ríkisstjórn og ferðaþjónustunni allri velfarnaðar í þeirri mikilvægu vinnu sem fram undan er.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Tengdar fréttir Aldrei fleiri ferðamenn komið til Íslands: Spyr hvort fjölgunin sé heppileg vegna álags á náttúruna Framkvæmdastjóri Landverndar hefur áhyggjur af mikilli fjölgun ferðamanna hér á landi síðustu ár. 6. janúar 2017 12:03 Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Sjá meira
Nýjar tölur Ferðamálastofu sýna að 1,8 milljón erlendra ferðamanna sótti Ísland heim á nýliðnu ári og eru þá ekki taldir með farþegar skemmtiferðaskipa. Þetta er 40% aukning frá fyrra ári. Spár Íslandsbanka gera ráð fyrir 35% fjölgun á þessu ári eða tæplega 2,4 milljónum erlendra ferðamanna. Þessum mikla fjölda fylgja áskoranir fyrir alla sem að þessari atvinnugrein koma. Í þessum greinarstúfi bendi ég á fimm atriði sem ný ríkisstjórn og ferðaþjónustuaðilar verða að taka föstum tökum þegar kemur að náttúruvernd og ferðaþjónustu.1. Uppbygging innviða til verndar náttúru. Mikið hefur verið fjallað um álag á helstu ferðamannastaði og nauðsyn þess að byggja innviði náttúrunni til verndar. Er þá m.a. vísað í palla, göngustíga og salerni. Þessari vinnu þarf víða að hraða til muna. En ekki má gleyma að efla fagþekkingu á þessu sviði, sem því miður hefur orðið útundan, svo tryggja megi að innviðir falli vel að landslagi og þeirri náttúru sem þeim er ætlað að vernda. Aukin landvarsla, öryggi ferðamanna og fræðsla falla auðvitað undir hér líka.2. Takmörkun á aðgangi? Íhuga þarf að takmarka aðgang að sumum stöðum í stað þess að auka álagsþol þeirra með uppbyggingu innviða, einfaldlega vegna þess að annars gætu þeir misst aðdráttaraflið sem dregur fólk að þeim. Hið opinbera þarf í samvinnu við ferðaþjónustuna, náttúruverndar- og útivistarfólk að kortleggja þessa staði og leggja fram tillögur um aðgangsstýringu sem mismunar ekki fólki.3. Innviðir ferðaþjónustunnar sjálfrar. Hið opinbera þarf að móta skýrari leikreglur um uppbyggingu gistiaðstöðu og annarrar þjónustu á náttúruverndarsvæðum og öðrum eftirsóttum stöðum í eigu ríkisins. Lykilatriðið er að byggt sé utan svæðanna, ekki inni á þeim eða í allra næsta nágrenni þeirra. Á verndarsvæði Mývatns- og Laxár eru nokkur dæmi um það að stór ný hótel hafi risið, eldri hótel verið stækkuð og önnur eru í byggingu eða áformuð allt of nálægt því lífríki sem verið er að vernda, Mývatni sjálfu. Mikið álag er nú þegar á vistkerfi vatnsins m.a. vegna mengunar frá mannabyggð og alröng þróun að auka það álag með þessum hætti. Miðhálendið er annað dæmi um afar viðkvæmt svæði að þessu leyti. Þar sýna kannanir að innan við 10% ferðamanna telja hótel samrýmast hugmyndum um víðerni og óbyggðaupplifun, sem er einmitt það sem þeir sækjast helst eftir á svæðinu. Nú þegar er hafin endurgerð og nýbygging gistiaðstöðu í Ásgarði við Kerlingarfjöll fyrir allt að 340 manns, þar af 240 í einni hótelbyggingu. Áform eru uppi um byggingu 80-140 manna gistiaðstöðu á Hveravöllum og einnig eru hugmyndir um byggingu allt að 120 manna gistiaðstöðu á Landmannalaugasvæðinu. Til samanburðar tekur Hótel Saga í Reykjavík að hámarki 470 manns í gistingu. Er rétt að auka framboð á gistingu inni á hálendinu eða ætti frekar að byggja hana á láglendi nálægt jaðri hálendisins? Þessi þróun er hið minnsta umhugsunarverð og lykilatriði að hálendið verði ekki láglendisvætt.4. Kolefnishlutlaus ferðaþjónusta. Aukning í útlosun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum er sérstakt viðfangsefni ferðaþjónustuaðila, ekki síst í flugi, hópferðum og hjá bílaleigum. Ein meginregla alþjóðlegs umhverfisréttar, svokölluð mengunarbótaregla (e. polluter pays principle), krefur þann sem veldur mengun að greiða fyrir hana og bera þannig ábyrgð á starfsemi sinni. Ferðaþjónustuaðilar ættu að setja sér metnaðarfull markmið þar sem tekin eru markviss og tímasett skref í átt að kolefnishlutlausri starfsemi. Ávallt skyldi flug- og bílaflotinn þannig útbúinn að mengun af starfseminni verði sem minnst, t.d. með sem umhverfisvænstri tækni. Kolefnishlutleysi yrði síðan náð með landgræðslu, endurheimt skóga og votlendis.5. Friðlýsingar sem stjórntæki í ferðaþjónustu. Landvernd hefur ítrekað bent á kosti þess að nýta friðlýsingar í ríkara mæli sem stjórntæki í ferðaþjónustu, ekki síst þegar um er að ræða svæði með viðkvæma náttúru. Þjóðgörðum og öðrum vernduðum svæðum er stýrt með náttúruvernd að leiðarljósi. Skipulag og umferðarstýring dregur úr líkum á skemmdum vegna ágangs ferðamanna og þau verða til langs tíma eftirsóttar vinjar fyrir hugarró og hvíld. Langtímahagsmunir náttúruverndar og ferðaþjónustu fara þannig saman. Stærsta verkefnið fram undan er stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, sem er sameiginlegt baráttumál náttúruverndar- og útivistarsamtaka og Samtaka ferðaþjónustunnar. Ný ríkisstjórn þarf að skoða hvort og þá hvernig megi takmarka fjölda ferðamanna sem koma til Íslands á meðan tekist er á við helstu áskoranir ferðaþjónustunnar. Ég óska nýrri ríkisstjórn og ferðaþjónustunni allri velfarnaðar í þeirri mikilvægu vinnu sem fram undan er.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Aldrei fleiri ferðamenn komið til Íslands: Spyr hvort fjölgunin sé heppileg vegna álags á náttúruna Framkvæmdastjóri Landverndar hefur áhyggjur af mikilli fjölgun ferðamanna hér á landi síðustu ár. 6. janúar 2017 12:03
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun