Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 19. janúar 2017 13:45 Frá Héraðsdómi Reykjaness í dag. Vísir/Anton Brink Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað tvo skipverja Polar Nanoq í tvegggja vikna gæsluvarðhald. Eru þeir grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Alls voru þrír handteknir í tengslum við málið. Tveir þeirra voru fluttir í Héraðsdóm Reykjaness í hádeginu í dag og er búið að færa báða mennina fyrir dómara. Mennirnir tveir voru handteknir í hádeginu í gær og frá þeim tíma má lögregla halda þeim í sólarhring án gæsluvarðhaldsúrskurðar. Sá frestur rann út í hádeginu í dag. Ekki liggur fyrir hvort eða hvenær farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þriðja skipverjanum. Var hann handtekinn klukkan milli sjö og átta í gærkvöldi og má því halda honum þangað til í kvöld án gæsluvarðhaldsúrskurðar. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði, Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn, sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu, að lögreglan teldi nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim mönnum sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í dag. „Rannsóknin er á því stigi að við teljum nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim sem handteknir fyrir um sólarhring. Svo við höfum lengri tíma til að halda áfram að vinna með þær upplýsingar sem við erum með,“ sagði Grímur í samtali við Vísi.Yfirlýsing lögreglunnar í tengslum við úrskurði um gæsluvarðhald„Tveir karlar voru í dag í héraðsdómi Reykjaness úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir báðum mönnunum og hefur ákveðið að kæra úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar. Mennirnir voru handteknir um hádegisbil í gær um borð í grænlenska fiskiskipinu Polar Nanoq líkt og fram hefur komið. Þriðji maðurinn var svo handtekinn um borð í skipinu í gærkvöld, en ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum hefur ekki verið tekin.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir „Ekki að ástæðulausu sem farið er fram með slíka kröfu“ Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu segir lögreglu telja nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds. 19. janúar 2017 11:46 Nær útilokað að farsíminn finnist í snjónum Sex manns með þrjá hunda eru að hefja leit að Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, á Strandarheiði. 19. janúar 2017 11:03 Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 Farið fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum Tveir skipverjar á Polar Nanoq, sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, verða færðir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. 19. janúar 2017 11:11 Einn skipverjanna úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Farið fram á fjórar vikur. 19. janúar 2017 12:31 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað tvo skipverja Polar Nanoq í tvegggja vikna gæsluvarðhald. Eru þeir grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Alls voru þrír handteknir í tengslum við málið. Tveir þeirra voru fluttir í Héraðsdóm Reykjaness í hádeginu í dag og er búið að færa báða mennina fyrir dómara. Mennirnir tveir voru handteknir í hádeginu í gær og frá þeim tíma má lögregla halda þeim í sólarhring án gæsluvarðhaldsúrskurðar. Sá frestur rann út í hádeginu í dag. Ekki liggur fyrir hvort eða hvenær farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þriðja skipverjanum. Var hann handtekinn klukkan milli sjö og átta í gærkvöldi og má því halda honum þangað til í kvöld án gæsluvarðhaldsúrskurðar. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði, Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn, sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu, að lögreglan teldi nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim mönnum sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í dag. „Rannsóknin er á því stigi að við teljum nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim sem handteknir fyrir um sólarhring. Svo við höfum lengri tíma til að halda áfram að vinna með þær upplýsingar sem við erum með,“ sagði Grímur í samtali við Vísi.Yfirlýsing lögreglunnar í tengslum við úrskurði um gæsluvarðhald„Tveir karlar voru í dag í héraðsdómi Reykjaness úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir báðum mönnunum og hefur ákveðið að kæra úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar. Mennirnir voru handteknir um hádegisbil í gær um borð í grænlenska fiskiskipinu Polar Nanoq líkt og fram hefur komið. Þriðji maðurinn var svo handtekinn um borð í skipinu í gærkvöld, en ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum hefur ekki verið tekin.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir „Ekki að ástæðulausu sem farið er fram með slíka kröfu“ Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu segir lögreglu telja nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds. 19. janúar 2017 11:46 Nær útilokað að farsíminn finnist í snjónum Sex manns með þrjá hunda eru að hefja leit að Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, á Strandarheiði. 19. janúar 2017 11:03 Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 Farið fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum Tveir skipverjar á Polar Nanoq, sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, verða færðir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. 19. janúar 2017 11:11 Einn skipverjanna úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Farið fram á fjórar vikur. 19. janúar 2017 12:31 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Sjá meira
„Ekki að ástæðulausu sem farið er fram með slíka kröfu“ Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu segir lögreglu telja nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds. 19. janúar 2017 11:46
Nær útilokað að farsíminn finnist í snjónum Sex manns með þrjá hunda eru að hefja leit að Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, á Strandarheiði. 19. janúar 2017 11:03
Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00
Farið fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum Tveir skipverjar á Polar Nanoq, sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, verða færðir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. 19. janúar 2017 11:11
Einn skipverjanna úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Farið fram á fjórar vikur. 19. janúar 2017 12:31