Hættu snarlega við lendingu vegna annarrar flugvélar á brautinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. janúar 2017 13:17 Vélin var nánast lent þegar flugstjóra var tilkynnt um aðra vél á flugbrautinni. Vísir/Vilhelm Flugvél Icelandair á leið frá Kaupmannahöfn þurfti skyndilega að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær eftir að í ljós kom að önnur vél var á brautinni. Vélin var svo gott sem lent á flugvellinum þegar hún þurfti að hækka flugið aftur. Hin flugvélin var í hinum enda flugbrautarinnar en lengri tíma tók að koma henni út af brautinni en áætlað var, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Hann segir enga hættu hafa skapast. „Það er bara hluti af starfi flugumferðarstjóra að teygja á tímanum sem næsta vél kemur inn og var flugstjórinn því beðinn um að taka aukahring. Það er mjög stuttur tími á milli véla þegar mest er að gera, en öllum ítrustu reglum var fylgt, eins og alltaf,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Aðspurður segir Guðni um það bil þrjá kílómetra hafa verið á milli flugvélanna tveggja. „Vélin var þarna við hinn endann og því var þetta ekki nálægt því að vera hættulegt atvik. Það eru reglur um að það megi ekki hafa tvær vélar á flugbrautinni á sama tíma og þeim reglum var fylgt.“ Þá segir hann það ekki algengt að atvik sem þessi komi upp, en að þegar svo beri undir sé ákveðnum verkferlum fylgt í hvarvetna.Greint var frá því í júní síðastliðnum að vél Icelandair frá Frankfurt hafi þurft að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli. Önnur vél var þá á brautinni en svartaþoka var á vellinum og vélin sem reyndist vera fyrir á flugbrautinni hafði misst af beygju inn á akstursbraut. Þurfti því að hætta snarlega við lendinguna. Fréttir af flugi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Flugvél Icelandair á leið frá Kaupmannahöfn þurfti skyndilega að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær eftir að í ljós kom að önnur vél var á brautinni. Vélin var svo gott sem lent á flugvellinum þegar hún þurfti að hækka flugið aftur. Hin flugvélin var í hinum enda flugbrautarinnar en lengri tíma tók að koma henni út af brautinni en áætlað var, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Hann segir enga hættu hafa skapast. „Það er bara hluti af starfi flugumferðarstjóra að teygja á tímanum sem næsta vél kemur inn og var flugstjórinn því beðinn um að taka aukahring. Það er mjög stuttur tími á milli véla þegar mest er að gera, en öllum ítrustu reglum var fylgt, eins og alltaf,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Aðspurður segir Guðni um það bil þrjá kílómetra hafa verið á milli flugvélanna tveggja. „Vélin var þarna við hinn endann og því var þetta ekki nálægt því að vera hættulegt atvik. Það eru reglur um að það megi ekki hafa tvær vélar á flugbrautinni á sama tíma og þeim reglum var fylgt.“ Þá segir hann það ekki algengt að atvik sem þessi komi upp, en að þegar svo beri undir sé ákveðnum verkferlum fylgt í hvarvetna.Greint var frá því í júní síðastliðnum að vél Icelandair frá Frankfurt hafi þurft að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli. Önnur vél var þá á brautinni en svartaþoka var á vellinum og vélin sem reyndist vera fyrir á flugbrautinni hafði misst af beygju inn á akstursbraut. Þurfti því að hætta snarlega við lendinguna.
Fréttir af flugi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira