Að agnúast út í sjálfa sig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. janúar 2017 10:30 Í vikunni skrifaði sá ágæti prófessor og fræðimaður, Torfi Tulinus grein í Fréttablaðið um pólitík. Þegar ég hóf lesturinn á grein hans fór ég brátt að agnúast út í sjálfa mig og spyrja hvaða ekkisens vitleysu ég hefði nú látið frá mér. Hvort ég gæti ekki komið skilaboðum um aukið samtal, sátt og samvinnu óbrengluðum frá mér? Ég ákvað þó áður en ég fór að gera út af við sjálfa mig með sleggjudómum og formælingum að hlusta aftur á það sem ég hafði raunverulega sagt. Fannst sumum sem til þekkja hann snúa út úr orðum mínum sem féllu í útvarpsviðtali í lok ársins 2016. Ég vil hins vegar frekar líta á skrif Torfa sem ákveðinn metnað um réttlátara íslenskt samfélag en það má vel greina í skrifum hans í gegnum tíðina. Bæði í umræðunni um menntamál sem sjávarútvegsmál lagði ég áherslu á aukið samráð og samtal og að leiðin til frekari sátta í sjávarútvegi felist í því að þjóðin fái aukna arðsemi úr sameiginlegri fiskveiðiauðlind hennar. Dró ég fram, eftir að hafa rætt um þvermóðsku útgerðarmanna gagnvart breytingum í sjávarútvegi, að sumir stjórnmálamenn ýti undir tortryggni gagnvart tilteknum hópum eða einstaklingum. Öfundargen í þessu samhengi er ekki rétta orðið en eftir stendur að það er að mínu mati ekki uppbyggilegt að ala á tortryggni í garð ýmissa hópa né líklegt að eftirsóknarverð sátt náist í grundvallarmálum sem snerta alla þjóðina. Ég held að virðing okkar gagnvart hvort öðru sé hjálplegri og skili okkur lengra en úlfúð, æsingur og útúrsnúningar. Í þeirri mikilvægu atvinnugrein sem sjávarútvegurinn er þarf að nást meiri sátt en verið hefur á umliðnum árum. Það er ekki stefna Viðreisnar að leggja af kvótakerfið eða minnka sjálfbærni í veiðum. Síður en svo. Mikilvægt er að halda áfram að auka heildarverðmæti sjávarútvegs. Hins vegar er það eindregið skoðun okkar að þjóðin eigi að fá aukna arðsemi úr þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Það er lykillinn að sáttinni og aukinni réttlætiskennd sem kallað er eftir. Í Viðreisn höfum við talað fyrir því að treysta markaðnum í gegnum uppboð til að ákvarða það verð sem rétt er að þjóðin fái fyrir auðlindina. Þannig geti einnig opnast fyrir nýliðun í greininni. Í þessum efnum er þó ekkert sjálfgilt og hafa aðrir flokkar viljað fara aðrar leiðir. Það ber að virða. Eftir stendur að við komumst ekki hjá því að reyna að leita sátta í sjávarútvegi. Slíkt verður best gert með samtali og samvinnu, í þessum málaflokki sem öðrum. Andinn á nýbyrjuðu þingi og vinnubrögð gefa ákveðin fyrirheit til bjartsýni í þessum efnum. Ég er þó ekki það blaut á bak við eyrun að ekki þurfi á endanum að taka ákvörðun sem verður ekki endilega allra. Það er hlutverk stjórnmálamanna að axla slíka ábyrgð en samtal, samvinna og rannsóknir eiga að stuðla að rökrænni niðurstöðu og einhverju betra til að standa á og rökstyðja. Á endanum verður ákvörðunin ávallt að byggjast á hagsmunum heildarinnar og þjóðarinnar allrar. Það er lykilstefið sem ekki má hvika frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Tengdar fréttir Öfundargenið Það tókst að vekja þjóðina um stund þegar ljóstrað var upp um yfir 600 íslensk nöfn í gögnunum frá Mossack Fonseca og að auðugir Íslendingar blygðuðust sín almennt ekki fyrir að skjóta fjármunum undan skatti. 4. janúar 2017 07:00 Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Í vikunni skrifaði sá ágæti prófessor og fræðimaður, Torfi Tulinus grein í Fréttablaðið um pólitík. Þegar ég hóf lesturinn á grein hans fór ég brátt að agnúast út í sjálfa mig og spyrja hvaða ekkisens vitleysu ég hefði nú látið frá mér. Hvort ég gæti ekki komið skilaboðum um aukið samtal, sátt og samvinnu óbrengluðum frá mér? Ég ákvað þó áður en ég fór að gera út af við sjálfa mig með sleggjudómum og formælingum að hlusta aftur á það sem ég hafði raunverulega sagt. Fannst sumum sem til þekkja hann snúa út úr orðum mínum sem féllu í útvarpsviðtali í lok ársins 2016. Ég vil hins vegar frekar líta á skrif Torfa sem ákveðinn metnað um réttlátara íslenskt samfélag en það má vel greina í skrifum hans í gegnum tíðina. Bæði í umræðunni um menntamál sem sjávarútvegsmál lagði ég áherslu á aukið samráð og samtal og að leiðin til frekari sátta í sjávarútvegi felist í því að þjóðin fái aukna arðsemi úr sameiginlegri fiskveiðiauðlind hennar. Dró ég fram, eftir að hafa rætt um þvermóðsku útgerðarmanna gagnvart breytingum í sjávarútvegi, að sumir stjórnmálamenn ýti undir tortryggni gagnvart tilteknum hópum eða einstaklingum. Öfundargen í þessu samhengi er ekki rétta orðið en eftir stendur að það er að mínu mati ekki uppbyggilegt að ala á tortryggni í garð ýmissa hópa né líklegt að eftirsóknarverð sátt náist í grundvallarmálum sem snerta alla þjóðina. Ég held að virðing okkar gagnvart hvort öðru sé hjálplegri og skili okkur lengra en úlfúð, æsingur og útúrsnúningar. Í þeirri mikilvægu atvinnugrein sem sjávarútvegurinn er þarf að nást meiri sátt en verið hefur á umliðnum árum. Það er ekki stefna Viðreisnar að leggja af kvótakerfið eða minnka sjálfbærni í veiðum. Síður en svo. Mikilvægt er að halda áfram að auka heildarverðmæti sjávarútvegs. Hins vegar er það eindregið skoðun okkar að þjóðin eigi að fá aukna arðsemi úr þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Það er lykillinn að sáttinni og aukinni réttlætiskennd sem kallað er eftir. Í Viðreisn höfum við talað fyrir því að treysta markaðnum í gegnum uppboð til að ákvarða það verð sem rétt er að þjóðin fái fyrir auðlindina. Þannig geti einnig opnast fyrir nýliðun í greininni. Í þessum efnum er þó ekkert sjálfgilt og hafa aðrir flokkar viljað fara aðrar leiðir. Það ber að virða. Eftir stendur að við komumst ekki hjá því að reyna að leita sátta í sjávarútvegi. Slíkt verður best gert með samtali og samvinnu, í þessum málaflokki sem öðrum. Andinn á nýbyrjuðu þingi og vinnubrögð gefa ákveðin fyrirheit til bjartsýni í þessum efnum. Ég er þó ekki það blaut á bak við eyrun að ekki þurfi á endanum að taka ákvörðun sem verður ekki endilega allra. Það er hlutverk stjórnmálamanna að axla slíka ábyrgð en samtal, samvinna og rannsóknir eiga að stuðla að rökrænni niðurstöðu og einhverju betra til að standa á og rökstyðja. Á endanum verður ákvörðunin ávallt að byggjast á hagsmunum heildarinnar og þjóðarinnar allrar. Það er lykilstefið sem ekki má hvika frá.
Öfundargenið Það tókst að vekja þjóðina um stund þegar ljóstrað var upp um yfir 600 íslensk nöfn í gögnunum frá Mossack Fonseca og að auðugir Íslendingar blygðuðust sín almennt ekki fyrir að skjóta fjármunum undan skatti. 4. janúar 2017 07:00
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun