Píratar senda frá sér yfirlýsingu: „Í siðuðum lýðræðisríkjum er það kallað spilling þegar stjórnmálamenn beita opinberu embætti í þágu persónulegra og pólitískra hagsmuna“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 9. janúar 2017 21:13 Píratar hvetja umboðsmann Alþingis til að kanna hvort fjármálaráðherra hafi brotið gegn siðareglum ráðherra. Vísir/Anton Þingflokkur Pírata hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og meðferðar Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á henni. „Þingflokkur Pírata telur augljóst að fjármálaráðherra lét persónulega og pólitíska hagsmuni sína ganga framar hagsmunum almennings við ákvörðun sína um að birta ekki umrædda skýrslu þegar hann fékk hana afhenta. Í ljósi þess að fjármálaráðherra er meðal þeirra Íslendinga sem átt hefur félag á aflandssvæði var hann einnig með öllu vanhæfur til að taka ákvörðun um tímasetningu birtingar skýrslunnar, hvað þá að fresta henni um tæpa fjóra mánuði frá því henni var skilað. “ Píratar nefna einnig að þeim þyki hátterni fjármálaráðherra skipta máli og nefna að þeir telji ekki boðlegt að fjármálaráðherra sé ónákvæmur í svörum líkt og ráðherrann sagði sjálfur frá í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Telja þeir að fjármálaráðherrann hafi í raun sagt almenningi ósatt. Þingflokkurinn leggur fram kröfu þess efnis að mál þetta verði tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis áður en ný ríkisstjórn kemst á laggirnar. Flokksmenn telja Bjarna þurfa að svara fyrir þessa ónákvæmni og hvetja umboðsmann Alþingis til að athuga hvort hann hafi brotið gegn grein 6. C) í siðareglum ráðherra. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan:„Yfirlýsing frá þingflokki Pírata vegna meðhöndlunar fjármálaráðherra á skýrslu um starfsemi Íslendinga á aflandssvæðum.Þingflokkur Pírata fordæmir eindregið vinnubrögð fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar við skil á skýrslu um starfsemi Íslendinga á aflandssvæðum, sem og skýringar hans á ástæðum þess að hún var ekki gerð opinber fyrr.Þingflokkur Pírata telur augljóst að fjármálaráðherra lét persónulega og pólitíska hagsmuni sína ganga framar hagsmunum almennings við ákvörðun sína um að birta ekki umrædda skýrslu þegar hann fékk hana afhenta. Í ljósi þess að fjármálaráðherra er meðal þeirra Íslendinga sem átt hefur félag á aflandssvæði var hann einnig með öllu vanhæfur til að taka ákvörðun um tímasetningu birtingar skýrslunnar, hvað þá að fresta henni um tæpa fjóra mánuði frá því henni var skilað.Ofan á þetta bætist að ráðherra sagði almenningi ósatt um þetta mál, aðspurður í fréttum Ríkisútvarpsins. Fyrir liggur að skýrslunni var skilað til ráðuneytis hans þann 13. september síðastliðinn og var ráðherra sérstaka kynnt efni hennar þann 5. október, rúmri viku áður en þingi var slitið fyrir kosningar. Ráðherra getur vart borið fyrir sig minnisglöpum í þessu samhengi, þar sem hann svaraði sjálfur óundirbúinni fyrirspurn um málið á Alþingi þann 10. október. Þar fullyrti hann að umrædd skýrsla yrði birt á næstu dögum, vitandi vel að skýrslan væri tilbúin til birtingar. Þetta þýðir að ráðherra getur ekki hafa verið það óljóst, aðspurður af fréttastofu Rúv, hvort þingi hafi verið slitið eða ekki þegar skýrslan var tilbúin.Þingflokkur Pírata krefst þess að mál þetta verði tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis áður en ný ríkisstjórn tekur formlega við, þannig að Bjarni Benediktsson svari fyrir vinnubrögð sín sem fjármálaráðherra. Það mundi veikja stöðu þingsins, sem fer með eftirlitshlutverk gagnvart ráðherra, að þurfa mögulega að yfirheyra nýjan forsætisráðherra vegna verka sem ekki lengur heyra undir hans lögformlegu ábyrgð.Að sama skapi hvetjum við umboðsmann Alþingis til að taka án tafar fyrir erindi Svandísar Svavarsdóttur vegna þessa máls, þar sem nær óumdeilanlegt virðist að fjármálaráðherra hafi brotið gegn grein 6.c) í siðareglum ráðherra með vinnubrögðum sínum, en þar segir: “Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu.”Í siðuðum lýðræðisríkjum er það kallað spilling þegar stjórnmálamenn beita opinberu embætti í þágu persónulegra og pólitískra hagsmuna. Þá er það kallað lygi, þegar menn fara vísvitandi með rangt mál.Nú reynir á nýtt þing að sýna að tal okkar allra um ný vinnubrögð og ábyrgð í stjórnmálum sé ekki orðin tóm.“ Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þingflokkur Pírata hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og meðferðar Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á henni. „Þingflokkur Pírata telur augljóst að fjármálaráðherra lét persónulega og pólitíska hagsmuni sína ganga framar hagsmunum almennings við ákvörðun sína um að birta ekki umrædda skýrslu þegar hann fékk hana afhenta. Í ljósi þess að fjármálaráðherra er meðal þeirra Íslendinga sem átt hefur félag á aflandssvæði var hann einnig með öllu vanhæfur til að taka ákvörðun um tímasetningu birtingar skýrslunnar, hvað þá að fresta henni um tæpa fjóra mánuði frá því henni var skilað. “ Píratar nefna einnig að þeim þyki hátterni fjármálaráðherra skipta máli og nefna að þeir telji ekki boðlegt að fjármálaráðherra sé ónákvæmur í svörum líkt og ráðherrann sagði sjálfur frá í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Telja þeir að fjármálaráðherrann hafi í raun sagt almenningi ósatt. Þingflokkurinn leggur fram kröfu þess efnis að mál þetta verði tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis áður en ný ríkisstjórn kemst á laggirnar. Flokksmenn telja Bjarna þurfa að svara fyrir þessa ónákvæmni og hvetja umboðsmann Alþingis til að athuga hvort hann hafi brotið gegn grein 6. C) í siðareglum ráðherra. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan:„Yfirlýsing frá þingflokki Pírata vegna meðhöndlunar fjármálaráðherra á skýrslu um starfsemi Íslendinga á aflandssvæðum.Þingflokkur Pírata fordæmir eindregið vinnubrögð fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar við skil á skýrslu um starfsemi Íslendinga á aflandssvæðum, sem og skýringar hans á ástæðum þess að hún var ekki gerð opinber fyrr.Þingflokkur Pírata telur augljóst að fjármálaráðherra lét persónulega og pólitíska hagsmuni sína ganga framar hagsmunum almennings við ákvörðun sína um að birta ekki umrædda skýrslu þegar hann fékk hana afhenta. Í ljósi þess að fjármálaráðherra er meðal þeirra Íslendinga sem átt hefur félag á aflandssvæði var hann einnig með öllu vanhæfur til að taka ákvörðun um tímasetningu birtingar skýrslunnar, hvað þá að fresta henni um tæpa fjóra mánuði frá því henni var skilað.Ofan á þetta bætist að ráðherra sagði almenningi ósatt um þetta mál, aðspurður í fréttum Ríkisútvarpsins. Fyrir liggur að skýrslunni var skilað til ráðuneytis hans þann 13. september síðastliðinn og var ráðherra sérstaka kynnt efni hennar þann 5. október, rúmri viku áður en þingi var slitið fyrir kosningar. Ráðherra getur vart borið fyrir sig minnisglöpum í þessu samhengi, þar sem hann svaraði sjálfur óundirbúinni fyrirspurn um málið á Alþingi þann 10. október. Þar fullyrti hann að umrædd skýrsla yrði birt á næstu dögum, vitandi vel að skýrslan væri tilbúin til birtingar. Þetta þýðir að ráðherra getur ekki hafa verið það óljóst, aðspurður af fréttastofu Rúv, hvort þingi hafi verið slitið eða ekki þegar skýrslan var tilbúin.Þingflokkur Pírata krefst þess að mál þetta verði tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis áður en ný ríkisstjórn tekur formlega við, þannig að Bjarni Benediktsson svari fyrir vinnubrögð sín sem fjármálaráðherra. Það mundi veikja stöðu þingsins, sem fer með eftirlitshlutverk gagnvart ráðherra, að þurfa mögulega að yfirheyra nýjan forsætisráðherra vegna verka sem ekki lengur heyra undir hans lögformlegu ábyrgð.Að sama skapi hvetjum við umboðsmann Alþingis til að taka án tafar fyrir erindi Svandísar Svavarsdóttur vegna þessa máls, þar sem nær óumdeilanlegt virðist að fjármálaráðherra hafi brotið gegn grein 6.c) í siðareglum ráðherra með vinnubrögðum sínum, en þar segir: “Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu.”Í siðuðum lýðræðisríkjum er það kallað spilling þegar stjórnmálamenn beita opinberu embætti í þágu persónulegra og pólitískra hagsmuna. Þá er það kallað lygi, þegar menn fara vísvitandi með rangt mál.Nú reynir á nýtt þing að sýna að tal okkar allra um ný vinnubrögð og ábyrgð í stjórnmálum sé ekki orðin tóm.“
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira