Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2016 10:30 Brandenborgarhliðið í Berlín baðað þýsku fánalitunum til að minnast fórnarlamba árásarinnar. Vísir/AFP Pólski vörubílstjórinn Lukasz Urban var á lífi inni í vörubílnum þegar árásarmaður ók honum inn á jólamarkaðinn í Berlín á mánudagskvöldið. Er líklegt að Urban hafi reynt að stöðva árásarmanninn. Þýska blaðið Bild greinir frá þessu og vísar í ónafngreindar heimildir innan lögreglunnar sem eiga að hafa fundið vísbendingar þessa efnis við rannsókn og krufningu mannsins. Í dag greinir Spiegel svo frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. Eiga persónuskilríki hans að hafa fundist í vörubílnum. Að minnsta kosti tólf manns fórust og fimmtíu slösuðust þegar bílnum var ekið inn á markaðinn Breitscheidplatz. Lögregla segir allt benda til að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða og gengur árásarmaðurinn enn laus. Í frétt SVT segir að vörubíllinn sem notaður var í árásinni hafi verið í eigu pólsks fyrirtækis og hafi forsvarsmenn þess sagt að ekkert hafi spurst til mannsins eftir klukkan 16 á mánudaginum. Hann átti að skila farminum, stálbitum, í Berlín á mánudag, en átti svo að halda heim til Póllands. Hann hafði komið frá Ítalíu með farminn. Bild greinir frá því að öryggismyndavélar sýni að Urban hafi verið á kebabstað um klukkan 14. Um klukkustund síðar hringdi hann í eiginkonu sína og þegar hún reyndi að hringja til baka um klukkan 16 hafi hann ekki svarað. „Þetta hlýtur að hafa verið barátta,“ segir heimildarmaður Bild sem telur að Urban hafi verið stunginn með hníf þegar hann hafi reynt að taka í stýrið og koma í veg fyrir ódæði árásarmannsins. Þegar vörubíllinn nam svo staðar eftir að hafa ekið í gegnum markaðinn á árásarmaðurinn að hafa skotið Urban til bana og svo hlaupið á brott. Lík Urban fannst í vörubílnum. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Í beinni: Árás á jólamarkað í Berlín Á annan tug eru látnir og tæplega fimmtíu slasaðir eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 10:02 Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 09:05 Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Sjá meira
Pólski vörubílstjórinn Lukasz Urban var á lífi inni í vörubílnum þegar árásarmaður ók honum inn á jólamarkaðinn í Berlín á mánudagskvöldið. Er líklegt að Urban hafi reynt að stöðva árásarmanninn. Þýska blaðið Bild greinir frá þessu og vísar í ónafngreindar heimildir innan lögreglunnar sem eiga að hafa fundið vísbendingar þessa efnis við rannsókn og krufningu mannsins. Í dag greinir Spiegel svo frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. Eiga persónuskilríki hans að hafa fundist í vörubílnum. Að minnsta kosti tólf manns fórust og fimmtíu slösuðust þegar bílnum var ekið inn á markaðinn Breitscheidplatz. Lögregla segir allt benda til að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða og gengur árásarmaðurinn enn laus. Í frétt SVT segir að vörubíllinn sem notaður var í árásinni hafi verið í eigu pólsks fyrirtækis og hafi forsvarsmenn þess sagt að ekkert hafi spurst til mannsins eftir klukkan 16 á mánudaginum. Hann átti að skila farminum, stálbitum, í Berlín á mánudag, en átti svo að halda heim til Póllands. Hann hafði komið frá Ítalíu með farminn. Bild greinir frá því að öryggismyndavélar sýni að Urban hafi verið á kebabstað um klukkan 14. Um klukkustund síðar hringdi hann í eiginkonu sína og þegar hún reyndi að hringja til baka um klukkan 16 hafi hann ekki svarað. „Þetta hlýtur að hafa verið barátta,“ segir heimildarmaður Bild sem telur að Urban hafi verið stunginn með hníf þegar hann hafi reynt að taka í stýrið og koma í veg fyrir ódæði árásarmannsins. Þegar vörubíllinn nam svo staðar eftir að hafa ekið í gegnum markaðinn á árásarmaðurinn að hafa skotið Urban til bana og svo hlaupið á brott. Lík Urban fannst í vörubílnum.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Í beinni: Árás á jólamarkað í Berlín Á annan tug eru látnir og tæplega fimmtíu slasaðir eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 10:02 Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 09:05 Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Sjá meira
Í beinni: Árás á jólamarkað í Berlín Á annan tug eru látnir og tæplega fimmtíu slasaðir eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 10:02
Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 09:05
Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42