Buchheit: Tíminn vinnur með stjórnvöldum Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2016 20:26 Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit segir að íslensk stjórnvöld geti haldið annað gjaldeyrisútboð hvenær sem er til að leysa úr málefnum fjárfestingarsjóða sem eiga aflandskrónur. Hann segir mikilvægt að ESA hafi staðfest að engin EES-löggjöf hafi verið brotin með aðgerðum stjórnvalda. Fjórir bandarískir fjárfestingarsjóðir sem eiga aflandskrónur, um 230 milljarða í íslenskum ríkisskuldabréfum og bankainnistæðum, hafa sakað Ísland um að hegða sér eins og Argentína með því að þvinga þá til gefa eftir eignir sínar. Sjóðirnir tóku ekki tilboði íslenska ríkisins um að skipta krónunum með aföllum og þurftu að sæta því að krónur þeirra væru læstar inni á vaxtalausum reikningum.Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í síðasta mánuði að íslenska ríkið hefði ekki gerst brotlegt við nein ákvæði EES-samningsins með lögum um aflandskrónur sem Alþingi samþykkti í júní. Þau fólu í sér að eigendur aflandskróna gætu skipt þeim á tilteknu gengi í útboði ella sætt því að eignirnar yrðu læstar inni í höftum á vaxtalausum reikningum. Lee Buchheit, einn fremsti sérfræðingur í heiminum á sviði skuldamála og fjárhagslegrar endurskipulagningar þjóðríkja, var hér í stuttri heimsókn en hann veitti íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf varðandi afnám gjaldeyrishafta.Ættu Íslendingar að reyna að ná öðrum samningi við þessa sjóði, kannski á næsta ári, til að útkljá málið? „Það gæti gerst. Ríkisstjórnin gæti haldið annað uppboð ef hún vildi. Ég held að hún hafi nú þegar haldið uppboð á aflandskrónum. Það var tekið á vandamálinu með aflandskrónurnar að mestu leyti. Þetta eru fjórir stærstu eigendurnir. Hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þá veit ég ekki. Ég held að það fari eftir því hve fljótt ríkisstjórnin getur haldið áfram að afema höft á innlenda aðila. Enginn efast um að talað verði um gjaldeyrishöftin í þátíð á Íslandi og það verður þannig.Mikilvægt að fá grænt ljós frá ESA Buchheit segir að það hafi verið mikilvægt að fá staðfestingu frá ESA að engin EES-löggjöf hafi verið brotin. „ESA hafði áður samþykkt ráðstafanir íslenskra stjórnvalda. Ég bjóst aldrei við að ESA myndi taka undir þessa kvörtun þeirra.“ Buchheit segir að stjórnvöld þurfi ekkert að flýta sér og málið leysist af sjálfu sér með fullu afnámi hafta. „Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði leyst að lokum en núna var ætlunin að einangra þessar aflandskrónur til að tryggja að þær ógnuðu ekki genginu á meðan ríkisstjórnin heldur áfram að losa um höftin fyrir innlenda aðila.“ Cleary Gottlieb, lögmannsstofa þar sem Buchheit er meðal eigenda, var ásamt öðrum verðlaunuð af tímaritinu American Lawyer fyrir vinnu Buccheits fyrir íslensk stjórnvöld vegna málefna slitabúa föllnu bankanna. „Það kom vel út fyrir heildarferlið að það skyldi takast að leysa svo umdeilt mál.“ Alþingi Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit segir að íslensk stjórnvöld geti haldið annað gjaldeyrisútboð hvenær sem er til að leysa úr málefnum fjárfestingarsjóða sem eiga aflandskrónur. Hann segir mikilvægt að ESA hafi staðfest að engin EES-löggjöf hafi verið brotin með aðgerðum stjórnvalda. Fjórir bandarískir fjárfestingarsjóðir sem eiga aflandskrónur, um 230 milljarða í íslenskum ríkisskuldabréfum og bankainnistæðum, hafa sakað Ísland um að hegða sér eins og Argentína með því að þvinga þá til gefa eftir eignir sínar. Sjóðirnir tóku ekki tilboði íslenska ríkisins um að skipta krónunum með aföllum og þurftu að sæta því að krónur þeirra væru læstar inni á vaxtalausum reikningum.Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í síðasta mánuði að íslenska ríkið hefði ekki gerst brotlegt við nein ákvæði EES-samningsins með lögum um aflandskrónur sem Alþingi samþykkti í júní. Þau fólu í sér að eigendur aflandskróna gætu skipt þeim á tilteknu gengi í útboði ella sætt því að eignirnar yrðu læstar inni í höftum á vaxtalausum reikningum. Lee Buchheit, einn fremsti sérfræðingur í heiminum á sviði skuldamála og fjárhagslegrar endurskipulagningar þjóðríkja, var hér í stuttri heimsókn en hann veitti íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf varðandi afnám gjaldeyrishafta.Ættu Íslendingar að reyna að ná öðrum samningi við þessa sjóði, kannski á næsta ári, til að útkljá málið? „Það gæti gerst. Ríkisstjórnin gæti haldið annað uppboð ef hún vildi. Ég held að hún hafi nú þegar haldið uppboð á aflandskrónum. Það var tekið á vandamálinu með aflandskrónurnar að mestu leyti. Þetta eru fjórir stærstu eigendurnir. Hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þá veit ég ekki. Ég held að það fari eftir því hve fljótt ríkisstjórnin getur haldið áfram að afema höft á innlenda aðila. Enginn efast um að talað verði um gjaldeyrishöftin í þátíð á Íslandi og það verður þannig.Mikilvægt að fá grænt ljós frá ESA Buchheit segir að það hafi verið mikilvægt að fá staðfestingu frá ESA að engin EES-löggjöf hafi verið brotin. „ESA hafði áður samþykkt ráðstafanir íslenskra stjórnvalda. Ég bjóst aldrei við að ESA myndi taka undir þessa kvörtun þeirra.“ Buchheit segir að stjórnvöld þurfi ekkert að flýta sér og málið leysist af sjálfu sér með fullu afnámi hafta. „Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði leyst að lokum en núna var ætlunin að einangra þessar aflandskrónur til að tryggja að þær ógnuðu ekki genginu á meðan ríkisstjórnin heldur áfram að losa um höftin fyrir innlenda aðila.“ Cleary Gottlieb, lögmannsstofa þar sem Buchheit er meðal eigenda, var ásamt öðrum verðlaunuð af tímaritinu American Lawyer fyrir vinnu Buccheits fyrir íslensk stjórnvöld vegna málefna slitabúa föllnu bankanna. „Það kom vel út fyrir heildarferlið að það skyldi takast að leysa svo umdeilt mál.“
Alþingi Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira