Samstarf

Tann­lækna­stofa í Reykja­vík og Búda­pest fær viður­kenningu

Orion tannviðgerðir
Alexander Aron Valtýsson (t.v.) og Valþór Örn Sverrisson eru eigendur Orion tannviðgerða sem reka stofur í Reykjavík og í Búdapest sem sérhæfa sig í tannplöntum og postulínkrónum.
Alexander Aron Valtýsson (t.v.) og Valþór Örn Sverrisson eru eigendur Orion tannviðgerða sem reka stofur í Reykjavík og í Búdapest sem sérhæfa sig í tannplöntum og postulínkrónum.

Orion tannviðgerðir bjóða upp á framúrskarandi tannlæknaþjónustu á Íslandi og í Búdapest með áherslu á persónulega þjónustu, stuttan biðtíma og sanngjarnt verð. Fyrirtækið sérhæfir sig í tannplöntum og postulínkrónum og notar eingöngu hágæða efni. Þjónustan er sveigjanleg með möguleika á meðferð hér heima eða í Búdapest – allt eftir þörfum viðskiptavinarins.

„Tannheilsa er mjög mikilvæg og það þarf ekki að kosta annan handlegginn að fá fallegt bros. Við erum ekki bara að laga tennur – við erum að breyta lífi fólks,” segir Valþór Sverrisson, einn eigenda og framkvæmdastjóri Orion tannviðgerða, þegar við hittum hann á stofunni í Ármúla 26 í Reykjavík. „Ég hef starfað við fagið núna í sjö ár og það gengur mjög vel. Á þessum tíma hef ég kynnst mörgu skemmtilegu fólki enda fær stofan okkar mikið lof fyrir persónulega þjónustu.“

Starfsfólk Orion tannviðgerða.

Orion tannviðgerðir er með fullbúna tannlæknastofur á Íslandi og í Búdapest og bjóða upp á verð sem lækka blóðþrýstinginn frekar en að hækka hann. „Margir vita ekki að það er hægt að spara 50–70% með því að fara til Búdapest og fá sömu gæði og hér heima,“ segir Valþór. „Og jafnvel þó fólk vilji fá meðferð hér heima, þá bjóðum við betra verð en gengur og gerist.“

Staðreyndir í stuttu máli:

• Tannlæknastofur í Reykjavík og miðbæ Búdapest.

• Sérhæfing: Tannplöntur og postulínkrónur.

• Skoðun og þrívíddar myndataka á Íslandi án skuldbindinga.

• Samanburður á verði og gæðum – bæði heima og úti.

• Ekkert vesen – Orion reddar hóteli á góðu verði og fari á flugvöllinn.

• Stuttir biðtímar, íslenskt starfsfólk og greiðsludreifing í boði.

• Viðurkennd af Tannlæknafélagi Íslands og Sjúkratryggingum.

Það sem gerir þjónustu Orion sérstaka að sögn Valþórs er að fyrirtækið býður fólki að koma í skoðun og myndatöku á Íslandi án skuldbindinga og fá um leið nákvæma meðferðaráætlun. „Þá kemur þú í þrívíddar myndatöku til okkar í Ármúla, hittir tannlækninn þinn sem þú hittir einnig úti og færð svo meðferðarplan sem sýnir bæði kostnað hér heima og úti. Þannig getur fólk tekið upplýsta ákvörðun en við erum eina stofan sem gerir þetta. Einnig má geta þess að við bjóðum upp á greiðsludreifingu fyrir stærri meðferðir.“

Klippa: Orion tannviðgerðir

Tannlæknastofan á Íslandi er staðsett í Ármúla 26 og stofan í Búdapest er í miðborginni en íslenskt starfsfólk er á báðum stöðum. „Við erum með frábær kjör á hótelum í Búdapest fyrir viðskiptavini okkar og sjáum einnig um að koma þeim upp á hótel og síðan út á flugvöll þegar haldið er heim. Þetta þýðir að yfirleitt er nóg að fara einu sinni til Búdapest og svo er hægt að klára heima. Flestar sambærilegar stofur fara fram á að viðskiptavinir mæti í árlegt eftirlit, sem við skiljum mæta vel, en hjá okkur kemur þú bara í Ármúla í eftirlit.“

Orion tannviðgerðir fékk nýlega viðurkenningu frá Nobel Biocare sem er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á sviði tannígræðslulausna.„Það var virkilega gaman að fá þessa viðurkenningu og líka fínt fyrir þá íslensku tannlækna sem hafa verið að vara fólk við að fara í aðgerðir í útlöndum. Þeir vita þá allavega á hvaða stofu þeir geta bent á án þess að hafa áhyggjur af gæðum eða vinnu á tannlæknastofum okkar.“

Orion tannviðgerðir er meðlimur í Tannlæknafélagi Íslands og taka Sjúkratryggingar fullan þátt á Íslandi og í Ungverjalandi. „Með þessu erum við að sinna viðskiptavinum betur og einfalda allt eins og hægt er,“ segir Valþór.

Hægt er að bóka tíma hér en uppbókað er fram í byrjun október. Til að fá nánari upplýsingar er hægt að hringja í 546-5577 eða senda póst á netfangið tannvidgerdir@tannvidgerdir.is.

Lausar ferðir hjá okkur:

  • 9. september (nokkur pláss laus)
  • 14. október (nokkur pláss laus)
  • 4. nóvember
  • 2. desember (jólaferðin)





Fleiri fréttir

Sjá meira


×