Enn um hæfi dómara Haukur Örn Birgisson skrifar 23. desember 2016 07:00 Í Morgunblaðinu 17. desember sl. birtist grein eftir þau Kristínu Benediktsdóttur, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Stefán Má Stefánsson, prófessor við sömu deild, undir yfirskriftinni „Hugleiðingar um hæfi dómara“. Segir í upphafi greinarinnar að umfjöllun síðustu vikna um hæfi dómara hafi farið fram „án þess að gerð hafi verið nægjanleg grein fyrir þeim reglum sem gilda um það og tilgang þeirra“ og þar sem slíkt „getur leitt til misskilnings og rangrar umfjöllunar [sé] nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim reglum sem gilda um hæfi dómara hér á landi“. Hefst svo umfjöllun þar sem leitast er við að koma í veg fyrir að „misskilningur“ og „röng umfjöllun“ eigi sér stað. Þrátt fyrir þessi fyrirheit er ekki laust við að ákveðins misskilnings gæti hjá höfundum sjálfum. Efni greinar þeirra Kristínar og Stefáns má flokka í tvennt. Í fyrri hlutanum er vikið að þeim lagareglum sem gilda um hæfi dómara almennt og fjallað um hagsmunaskráningu dómara samkvæmt lögum. Ekki er sérstök ástæða til að gera athugasemdir við þá almennu umfjöllun. Í síðari hluta greinarinnar eru hugleiðingar um það hvenær dómari eigi að víkja sæti í máli. Sett eru fram nokkur dæmi um það hvenær dómari telst vanhæfur og hvenær ekki. Rétt er að víkja að þessum hluta greinar þeirra Kristínar og Stefáns. Þó það sé ekki orðað í greininni er augljóslega höfð í huga sú aðstaða sem uppi er í málum nokkurra hæstaréttardómara sem töldu sig ekki vanhæfa til að dæma í málum fyrrum stjórnenda fallinna banka þó þeir hafi verið hluthafar eða átt eignir með óbeinum hætti í bönkunum og tapað fjármunum við fall þeirra. Í grein þeirra segir m.a. að „veiti eignarhald dómara í félagi honum sérstök réttindi lögum samkvæmt, t.d. 10% eignarhlutur, væri honum rétt að víkja sæti í máli þar sem félagið er aðili. Dómari er hins vegar almennt ekki vanhæfur í máli almenningshlutafélags sem hann á 0,1% eignarhlut í“. Hér virðist eitthvað málum blandið. Það eru vitaskuld ekki hagsmunir dómara í hlutfalli við hagsmuni annarra hluthafa sem máli skipta þegar hæfi dómarans er metið. Það sem ræður eru einfaldlega hagsmunir sem dómarinn á sjálfur, óháð því hvaða hagsmuni aðrir hluthafar kunna að eiga í félaginu. Dómari sem á milljóna króna hagsmuni í hlutafélagi, svo sem dæmi virðast hafa verið um, er alveg jafn vanhæfur hvort sem þeir hagsmunir telji 0,1% eða annað hlutfall í heildarhlutafé viðkomandi hlutafélags. Taka má dæmi. Ef banki er á hlutabréfamarkaði að 50 milljarða virði (hlutabréfaverðmæti hinna föllnu banka var margfalt það á árinu 2006 svo dæmi sé tekið) og dómari á 0,1% í bankanum er verðmæti þess hlutar 50 milljónir króna. Samkvæmt nálgun Kristínar og Stefáns er dómari sem á 0,1% hlut að verðmæti 50 milljóna almennt ekki vanhæfur til að dæma um málefni bankans þó hagsmunir hans séu margföld árslaun hans sem dómari. Við blasir að slík nálgun fær ekki staðist. Meginatriðið er að sá sem á hlut í öðrum málsaðila er að meginstefnu vanhæfur svo sem meðal annars hefur komið fram í máli formanns Dómarafélags Íslands. Við mat á vanhæfi verður að líta til þess hvort hlutlægt séð megi draga hæfi dómarans í efa. Enginn vafi er á að draga má hæfi dómara í efa sem á milljóna hlut í öðrum málsaðila dómsmáls.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 17. desember sl. birtist grein eftir þau Kristínu Benediktsdóttur, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Stefán Má Stefánsson, prófessor við sömu deild, undir yfirskriftinni „Hugleiðingar um hæfi dómara“. Segir í upphafi greinarinnar að umfjöllun síðustu vikna um hæfi dómara hafi farið fram „án þess að gerð hafi verið nægjanleg grein fyrir þeim reglum sem gilda um það og tilgang þeirra“ og þar sem slíkt „getur leitt til misskilnings og rangrar umfjöllunar [sé] nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim reglum sem gilda um hæfi dómara hér á landi“. Hefst svo umfjöllun þar sem leitast er við að koma í veg fyrir að „misskilningur“ og „röng umfjöllun“ eigi sér stað. Þrátt fyrir þessi fyrirheit er ekki laust við að ákveðins misskilnings gæti hjá höfundum sjálfum. Efni greinar þeirra Kristínar og Stefáns má flokka í tvennt. Í fyrri hlutanum er vikið að þeim lagareglum sem gilda um hæfi dómara almennt og fjallað um hagsmunaskráningu dómara samkvæmt lögum. Ekki er sérstök ástæða til að gera athugasemdir við þá almennu umfjöllun. Í síðari hluta greinarinnar eru hugleiðingar um það hvenær dómari eigi að víkja sæti í máli. Sett eru fram nokkur dæmi um það hvenær dómari telst vanhæfur og hvenær ekki. Rétt er að víkja að þessum hluta greinar þeirra Kristínar og Stefáns. Þó það sé ekki orðað í greininni er augljóslega höfð í huga sú aðstaða sem uppi er í málum nokkurra hæstaréttardómara sem töldu sig ekki vanhæfa til að dæma í málum fyrrum stjórnenda fallinna banka þó þeir hafi verið hluthafar eða átt eignir með óbeinum hætti í bönkunum og tapað fjármunum við fall þeirra. Í grein þeirra segir m.a. að „veiti eignarhald dómara í félagi honum sérstök réttindi lögum samkvæmt, t.d. 10% eignarhlutur, væri honum rétt að víkja sæti í máli þar sem félagið er aðili. Dómari er hins vegar almennt ekki vanhæfur í máli almenningshlutafélags sem hann á 0,1% eignarhlut í“. Hér virðist eitthvað málum blandið. Það eru vitaskuld ekki hagsmunir dómara í hlutfalli við hagsmuni annarra hluthafa sem máli skipta þegar hæfi dómarans er metið. Það sem ræður eru einfaldlega hagsmunir sem dómarinn á sjálfur, óháð því hvaða hagsmuni aðrir hluthafar kunna að eiga í félaginu. Dómari sem á milljóna króna hagsmuni í hlutafélagi, svo sem dæmi virðast hafa verið um, er alveg jafn vanhæfur hvort sem þeir hagsmunir telji 0,1% eða annað hlutfall í heildarhlutafé viðkomandi hlutafélags. Taka má dæmi. Ef banki er á hlutabréfamarkaði að 50 milljarða virði (hlutabréfaverðmæti hinna föllnu banka var margfalt það á árinu 2006 svo dæmi sé tekið) og dómari á 0,1% í bankanum er verðmæti þess hlutar 50 milljónir króna. Samkvæmt nálgun Kristínar og Stefáns er dómari sem á 0,1% hlut að verðmæti 50 milljóna almennt ekki vanhæfur til að dæma um málefni bankans þó hagsmunir hans séu margföld árslaun hans sem dómari. Við blasir að slík nálgun fær ekki staðist. Meginatriðið er að sá sem á hlut í öðrum málsaðila er að meginstefnu vanhæfur svo sem meðal annars hefur komið fram í máli formanns Dómarafélags Íslands. Við mat á vanhæfi verður að líta til þess hvort hlutlægt séð megi draga hæfi dómarans í efa. Enginn vafi er á að draga má hæfi dómara í efa sem á milljóna hlut í öðrum málsaðila dómsmáls.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun