Tekist á um lífeyrisfrumvarpið á síðustu mínútum Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2016 12:00 Úr þingsal Vísir/Anton Brink Frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda var samþykkt á Alþingi í gær með atkvæðum fráfarandi stjórnarflokka, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en þingmenn annarra flokka sátu ýmist hjá eða greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Þingfundum hefur verið frestað til 24. janúar. Fundum Alþingis var frestað upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi en þingið kom miklu í verk á þeim rúmu tveimur vikum sem það hefur setið eftir kosningar. Fjárlög voru samþykkt ásamt ýmsum ráðstöfunum í kring um það, fjáraukalög fyrir yfirstandandi ár og lög um kjararáð. Þá samþykkti Alþingi breytingar á útlendingalögum sem þýðir að tilteknir hælisumsækjendur verða að yfirgefa landið þrátt fyrir kæru á úrskurði Útlendingastofnunar þegar Útlendingastofnun hefur metið umsóknir þeirra bersýnilega tilhæfulausar og þeir koma frá ríki sem er á lista stofnunarinnar yfir örugg ríki. Þetta á sérstaklega við hælisleitendur frá Makedóníu og Albaníu en hælisumsóknum fólks þaðan hefur fjölgað mikið á þessu ári. Umdeildasta frumvarpið sem varð að lögum er um jöfnun lífeyrisréttinda, en Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu meirihluta um afgreiðslu þess í efnhags- og viðskiptanefnd. Forysta stéttarfélaga opinberra starfsmanna lagðist gegn samþykkt frumvarpsins og taldi það ganga gegn samkomulagi við stjórnvöld frá því í september. Þrjátíu og átta þingmenn samþykktu frumvarpið, fjórtán greiddu atkvæði gegn því og átta þingmenn sátu hjá.Þingmenn segja málið unnið of hratt Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði mikilvægt að jafna lífeyriskjör og staða ríkissjóðs væri þannig að það væri að mörgum hætti einstakt tækifæri til að gera það núna. “Þess vegna hafa vinnubrögðin v erið vonbrigði. Menn hafa ekki unnið nógu þétt með samningsaðilum og reynt að finna lausnir sem eru ásættanlegar. Það dugir ekki að slökkva elda á einum stað ef þeir eru jafnharðan kveiktir einhvers staðar annars staðar,” sagði Logi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði frumvarpið fela í sér grundvallar kerfisbreytingar sem byggðu á samkomulagi sem túlkað væri með mjög ólíkum hætti. Það væri slæmt að gera slíkar breytingar á þeim hraða sem gert hafi verið. „Það er umhugsunarefni hversu miklar deilur eru um þessar breytingar og þótt það sé rétt að sjálfsagt verða aldrei allir sáttir við slíkar breytingar, tel ég að þingið geti gert miklu betur. Innan Vinstri grænna eru margir andstæðingar þessarra breytinga. En það eru líka þeir sem eru sammála því markmiði að jafna lífeyrisréttindi en telja að miklu betur hefði mátt standa að þessum málum,“ sagði Katrín. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að ekki hafi verið orðið við því þegar málið var fyrst lagt fram undir lok síðasta kjörtímabils að stofnuð yrði nefnd sem ynni með málið milli kjörtímabila. „Það hefur ekki verið búin til sú nauðsynlega sátt sem til þarf til að fara í svona stórar breytingar. Eins og hefur komið fram hefur heldur ekki verið farið nægjanlega vel yfir þau efnahagslegu áhrif sem þetta getur haft. Því get ég hvorki setið hjá né greitt þessu leið. Málið er ekki tilbúið og ég mun greiða atkvæði gegn þessu,“ sagði Birgitta. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði mikilvægt að jafna bæði lífeyriskjör og launakjör opinberra starfsmanna og fólks á almennum markaði. „Ef við gerum ekki neitt í því að jafna þessar lífeyrisskuldbindingar og greiðum inn á þetta núna hækka iðgjöld. Og hver tekur það á sig? Þáhækka iðgjöld í lífeyrissjóði og verða sem nemur 20% af launum mánaðarlega. Það er tekjuskerfðing fyrir fólkið í landinu. Er það betra? Þetta hefur ekkert verið rætt,“ sagði Björt Ólafsdóttir. Alþingi Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda var samþykkt á Alþingi í gær með atkvæðum fráfarandi stjórnarflokka, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en þingmenn annarra flokka sátu ýmist hjá eða greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Þingfundum hefur verið frestað til 24. janúar. Fundum Alþingis var frestað upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi en þingið kom miklu í verk á þeim rúmu tveimur vikum sem það hefur setið eftir kosningar. Fjárlög voru samþykkt ásamt ýmsum ráðstöfunum í kring um það, fjáraukalög fyrir yfirstandandi ár og lög um kjararáð. Þá samþykkti Alþingi breytingar á útlendingalögum sem þýðir að tilteknir hælisumsækjendur verða að yfirgefa landið þrátt fyrir kæru á úrskurði Útlendingastofnunar þegar Útlendingastofnun hefur metið umsóknir þeirra bersýnilega tilhæfulausar og þeir koma frá ríki sem er á lista stofnunarinnar yfir örugg ríki. Þetta á sérstaklega við hælisleitendur frá Makedóníu og Albaníu en hælisumsóknum fólks þaðan hefur fjölgað mikið á þessu ári. Umdeildasta frumvarpið sem varð að lögum er um jöfnun lífeyrisréttinda, en Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu meirihluta um afgreiðslu þess í efnhags- og viðskiptanefnd. Forysta stéttarfélaga opinberra starfsmanna lagðist gegn samþykkt frumvarpsins og taldi það ganga gegn samkomulagi við stjórnvöld frá því í september. Þrjátíu og átta þingmenn samþykktu frumvarpið, fjórtán greiddu atkvæði gegn því og átta þingmenn sátu hjá.Þingmenn segja málið unnið of hratt Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði mikilvægt að jafna lífeyriskjör og staða ríkissjóðs væri þannig að það væri að mörgum hætti einstakt tækifæri til að gera það núna. “Þess vegna hafa vinnubrögðin v erið vonbrigði. Menn hafa ekki unnið nógu þétt með samningsaðilum og reynt að finna lausnir sem eru ásættanlegar. Það dugir ekki að slökkva elda á einum stað ef þeir eru jafnharðan kveiktir einhvers staðar annars staðar,” sagði Logi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði frumvarpið fela í sér grundvallar kerfisbreytingar sem byggðu á samkomulagi sem túlkað væri með mjög ólíkum hætti. Það væri slæmt að gera slíkar breytingar á þeim hraða sem gert hafi verið. „Það er umhugsunarefni hversu miklar deilur eru um þessar breytingar og þótt það sé rétt að sjálfsagt verða aldrei allir sáttir við slíkar breytingar, tel ég að þingið geti gert miklu betur. Innan Vinstri grænna eru margir andstæðingar þessarra breytinga. En það eru líka þeir sem eru sammála því markmiði að jafna lífeyrisréttindi en telja að miklu betur hefði mátt standa að þessum málum,“ sagði Katrín. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að ekki hafi verið orðið við því þegar málið var fyrst lagt fram undir lok síðasta kjörtímabils að stofnuð yrði nefnd sem ynni með málið milli kjörtímabila. „Það hefur ekki verið búin til sú nauðsynlega sátt sem til þarf til að fara í svona stórar breytingar. Eins og hefur komið fram hefur heldur ekki verið farið nægjanlega vel yfir þau efnahagslegu áhrif sem þetta getur haft. Því get ég hvorki setið hjá né greitt þessu leið. Málið er ekki tilbúið og ég mun greiða atkvæði gegn þessu,“ sagði Birgitta. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði mikilvægt að jafna bæði lífeyriskjör og launakjör opinberra starfsmanna og fólks á almennum markaði. „Ef við gerum ekki neitt í því að jafna þessar lífeyrisskuldbindingar og greiðum inn á þetta núna hækka iðgjöld. Og hver tekur það á sig? Þáhækka iðgjöld í lífeyrissjóði og verða sem nemur 20% af launum mánaðarlega. Það er tekjuskerfðing fyrir fólkið í landinu. Er það betra? Þetta hefur ekkert verið rætt,“ sagði Björt Ólafsdóttir.
Alþingi Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent