Árið í Kauphöllinni ákveðin vonbrigði Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. desember 2016 19:16 Þróunin á árinu. Vísir Forstjóri Kauphallarinnar segir að þrátt fyrir lækkun úrvalsvísitölunnar á árinu um sjö til átta prósent hafi árið verið sæmilegt. Þau félög sem hækka mest á árinu njóti ávinnings af auknum kaupmætti og fjölgun ferðamanna, en hækkandi gengi krónunnar skýri helst lækkun hjá þeim sem lækka. N1 trónir á toppnum yfir þau félög í Kauphöllinni sem hækkuðu mest á árinu, en félagið hefur hækkað um tæp 85 prósent. Þar á eftir koma Eimskipafélag Íslands sem hefur hækkað um tæp 39 prósent og Eik Fasteignafélag um rúm 36 prósent. Reginn hefur hækkað um tæp 34 prósent og Hampiðjan um tæp 24 prósent. „Þau fyrirtæki sem eru helst að hækka á árinu eru þau sem að njóta ávinnings af þessari uppsveiflu sem við höfum séð hérna innanlands, auknum kaupmætti og aukinni ferðamennsku. Svo hafa fasteignafélögin hækkað í verði og fjárfestar í tryggingafélögunum notið ágætrar ávöxtunar, “ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.Vænta verðbólgu undir 2,5 prósent næstu 10 ár Hann segir árið heilt yfir hafa verið sæmilegt í Kauphöllinni. Óverðtryggð ríkisskuldabréf hafi til að mynda hækkað um tíu prósent á árinu. Skýringin sé fyrst og fremst sú að væntingar til verðbólgu hafa lækkað mikið á árinu. „Úr rúmum þremur prósentum í rúm tvö prósent. Þannig að það sem er merkilegt við þetta er að vísbendingar á verðlagningu á markaði gefa það til kynna að markaðsaðilar vænti verðbólgu undir markmiðum Seðlabankans til næstu 10 ára,“ segir Páll.HB Grandi lækkað um 37 prósent Þrátt fyrir þessar hækkanir voru viðmælendur fréttastofu í viðskiptalífinu flestir sammála um að árið í Kauphöllinni hefði verið ákveðin vonbrigði – til að mynda hefur úrvalsvísitalan lækkað um tæp átta prósent það sem af er ári. HB Grandi er það félag sem hefur lækkað mest á árinu, um tæp 37 prósent. Þar á eftir kemur Icelandair sem hefur lækkað um 32,5 prósent. Össur hefur lækkað um rúm 21 prósent, BankNordik um tæp 17 og Sláturfélag suðurlands um rúm 16. Páll segir hækkandi gengi krónunnar skýra þessar lækkanir að hluta. „Og svo má nú kannski segja að hækkandi kostnaður hér innanlands, að hann hefur haft sitt að segja í uppgjörum líka.“Öll ljós græn í mælaborði íslensks efnahagslífs Varðandi næsta ár segir Páll að von sé á tveimur til fjórum nýskráningum í Kauphöllina. Þá sé hann bjartsýnn enda efnahagsleg skilyrði góð. „Við heyrum það auðvitað að það eru áhyggjur af hækkandi gengi. En þá má segja að flest öðru leyti að öll ljós séu græn í mælaborði íslensks efnahagslífs, hvort sem litið er til verðbólgu eða atvinnustigs,“ segir Páll. Fréttir af flugi Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Forstjóri Kauphallarinnar segir að þrátt fyrir lækkun úrvalsvísitölunnar á árinu um sjö til átta prósent hafi árið verið sæmilegt. Þau félög sem hækka mest á árinu njóti ávinnings af auknum kaupmætti og fjölgun ferðamanna, en hækkandi gengi krónunnar skýri helst lækkun hjá þeim sem lækka. N1 trónir á toppnum yfir þau félög í Kauphöllinni sem hækkuðu mest á árinu, en félagið hefur hækkað um tæp 85 prósent. Þar á eftir koma Eimskipafélag Íslands sem hefur hækkað um tæp 39 prósent og Eik Fasteignafélag um rúm 36 prósent. Reginn hefur hækkað um tæp 34 prósent og Hampiðjan um tæp 24 prósent. „Þau fyrirtæki sem eru helst að hækka á árinu eru þau sem að njóta ávinnings af þessari uppsveiflu sem við höfum séð hérna innanlands, auknum kaupmætti og aukinni ferðamennsku. Svo hafa fasteignafélögin hækkað í verði og fjárfestar í tryggingafélögunum notið ágætrar ávöxtunar, “ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.Vænta verðbólgu undir 2,5 prósent næstu 10 ár Hann segir árið heilt yfir hafa verið sæmilegt í Kauphöllinni. Óverðtryggð ríkisskuldabréf hafi til að mynda hækkað um tíu prósent á árinu. Skýringin sé fyrst og fremst sú að væntingar til verðbólgu hafa lækkað mikið á árinu. „Úr rúmum þremur prósentum í rúm tvö prósent. Þannig að það sem er merkilegt við þetta er að vísbendingar á verðlagningu á markaði gefa það til kynna að markaðsaðilar vænti verðbólgu undir markmiðum Seðlabankans til næstu 10 ára,“ segir Páll.HB Grandi lækkað um 37 prósent Þrátt fyrir þessar hækkanir voru viðmælendur fréttastofu í viðskiptalífinu flestir sammála um að árið í Kauphöllinni hefði verið ákveðin vonbrigði – til að mynda hefur úrvalsvísitalan lækkað um tæp átta prósent það sem af er ári. HB Grandi er það félag sem hefur lækkað mest á árinu, um tæp 37 prósent. Þar á eftir kemur Icelandair sem hefur lækkað um 32,5 prósent. Össur hefur lækkað um rúm 21 prósent, BankNordik um tæp 17 og Sláturfélag suðurlands um rúm 16. Páll segir hækkandi gengi krónunnar skýra þessar lækkanir að hluta. „Og svo má nú kannski segja að hækkandi kostnaður hér innanlands, að hann hefur haft sitt að segja í uppgjörum líka.“Öll ljós græn í mælaborði íslensks efnahagslífs Varðandi næsta ár segir Páll að von sé á tveimur til fjórum nýskráningum í Kauphöllina. Þá sé hann bjartsýnn enda efnahagsleg skilyrði góð. „Við heyrum það auðvitað að það eru áhyggjur af hækkandi gengi. En þá má segja að flest öðru leyti að öll ljós séu græn í mælaborði íslensks efnahagslífs, hvort sem litið er til verðbólgu eða atvinnustigs,“ segir Páll.
Fréttir af flugi Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira