Vöxtur ferðaþjónustunnar stöðvist árið 2019 Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 28. desember 2016 19:00 Ég er sannfærður um að WOW air getur orðið eitt af öflugri lággjaldaflugfélögum í heimi. Þetta segir Skúli Mogensen, stofnandi WOW, en hann er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar fréttastofu Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. WOW air var stofnað í nóvember árið 2011. Fyrirtækið hefur vaxið hratt – Árið 2013 flaug WOW með um 400.000 farþega en í fyrra voru þeir orðnir rúmlega 700.000 og áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir um það bil 1,6 milljón farþega í ár. Dómnefnd fréttastofu Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis hefur valið Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW Air, viðskiptamann ársins 2016. „Þetta er náttúrulega búið að vera ævintýralegt ár í alla staði og í rauninni hefur þetta ævintýri okkar verið ótrúlegt frá upphafi. Þannig að það er sérstaklega ánægjulegt að fá þessa viðurkenningu og gaman að sjá hversu vel hefur tekist til. Og í ár fór þetta fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Skúli.Til skoðunar að hefja flug til Asíu Hann segir WOW air hafa bætt við sig um 500 starfsmönnum á þessu ári. Þá hafi áætlanir félagsins um 1,6 milljón farþega á þessu ári gengið eftir. WOW air flýgur í dag til um 30 áfangastaða en Skúli segir von á nýjum áfangastöðum á nýju ári. Til að mynda hafi félagið til skoðunar að hefja flug til Asíu. „Lega Íslands er þannig að það væri kjörið fyrir okkur að búa til alvöru alþjóðlegan flugvöll sem tengir saman Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku. Og ég vona svo sannarlega að við getum verið leiðandi í þeim efnum,“ segir Skúli.Vöxtur ferðaþjónustunnar stöðvist 2019 Hann segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af hröðum vexti ferðaþjónustunnar. Nú þegar sé ljóst að þessi vöxtur muni stöðvast á næstu árum þar sem Keflavíkurflugvöllur ráði ekki við meira álag. „Miðað við þann vöxt sem að við áætlum á næsta ári, og svo aftur eitthvað árið 2018, að þá sé ég ekki fram á að það verði neinn frekari vöxtur frá árinu 2019. Og ég sé ekki fram á að það leysist fyrr en á árinu 2024 eða 2025. Þannig að ég tel okkur alls ekki eiga að búa til einhverja skyndilausnir til að stöðva frekari vöxt,“ segir Skúli.„Hvort maður hafi farið út í einhverja bölvaða vitleysu“ Þrátt fyrir hraðan vöxt WOW air síðustu tvö ár var rekstur fyrirtækisins þungur til að byrja með. Til að mynda skilaði fyrirtækið 560 milljón króna tapi árið 2014 í kjölfar þess að það neyddist til að hætta við fyrirhugað flug til Norður-Ameríku.Í þessu ferli öllu saman. Kom aldrei sá tímapunktur þar sem þú hugsaðir að þetta væri einfaldlega ekki að ganga upp? „Jújú, það hafa alveg komið tímar þar sem að laumuðust að manni efasemdaraddir. Ég held að svona heilt á litið að þá hef ég alltaf verið bjartsýnn en vissulega hafa komið tímar þar sem að maður veltir fyrir sér hvort maður hafi farið út í einhverja bölvaða vitleysu. En sem betur fer, enn sem komið er, að þá hefur þetta verið mjög jákvætt.“Vaxa um 70 prósent á næsta áriEn eftir þennan árangur, og eins og staða fyrirtækisins er í dag. Hvernig blasir næsta ár við þér?„Við reiknum með að vaxa um 70 prósent á næsta ári. Við erum nú þegar búin að tryggja okkur fimm nýjar þotur. Þannig að vonandi höfum við gæfu til að stíga næstu skref jafn farsællega eins og við höfum gert í ár. Þá er ég sannfærður um að við getum orðið eitt af öflugri lággjaldaflugfélögum heimsins,“ segir Skúli Mogensen.Að neðan má sjá viðtal Gunnars Atla Gunnarssonar við Skúla Mogensen í heild sinni. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Ég er sannfærður um að WOW air getur orðið eitt af öflugri lággjaldaflugfélögum í heimi. Þetta segir Skúli Mogensen, stofnandi WOW, en hann er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar fréttastofu Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. WOW air var stofnað í nóvember árið 2011. Fyrirtækið hefur vaxið hratt – Árið 2013 flaug WOW með um 400.000 farþega en í fyrra voru þeir orðnir rúmlega 700.000 og áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir um það bil 1,6 milljón farþega í ár. Dómnefnd fréttastofu Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis hefur valið Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW Air, viðskiptamann ársins 2016. „Þetta er náttúrulega búið að vera ævintýralegt ár í alla staði og í rauninni hefur þetta ævintýri okkar verið ótrúlegt frá upphafi. Þannig að það er sérstaklega ánægjulegt að fá þessa viðurkenningu og gaman að sjá hversu vel hefur tekist til. Og í ár fór þetta fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Skúli.Til skoðunar að hefja flug til Asíu Hann segir WOW air hafa bætt við sig um 500 starfsmönnum á þessu ári. Þá hafi áætlanir félagsins um 1,6 milljón farþega á þessu ári gengið eftir. WOW air flýgur í dag til um 30 áfangastaða en Skúli segir von á nýjum áfangastöðum á nýju ári. Til að mynda hafi félagið til skoðunar að hefja flug til Asíu. „Lega Íslands er þannig að það væri kjörið fyrir okkur að búa til alvöru alþjóðlegan flugvöll sem tengir saman Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku. Og ég vona svo sannarlega að við getum verið leiðandi í þeim efnum,“ segir Skúli.Vöxtur ferðaþjónustunnar stöðvist 2019 Hann segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af hröðum vexti ferðaþjónustunnar. Nú þegar sé ljóst að þessi vöxtur muni stöðvast á næstu árum þar sem Keflavíkurflugvöllur ráði ekki við meira álag. „Miðað við þann vöxt sem að við áætlum á næsta ári, og svo aftur eitthvað árið 2018, að þá sé ég ekki fram á að það verði neinn frekari vöxtur frá árinu 2019. Og ég sé ekki fram á að það leysist fyrr en á árinu 2024 eða 2025. Þannig að ég tel okkur alls ekki eiga að búa til einhverja skyndilausnir til að stöðva frekari vöxt,“ segir Skúli.„Hvort maður hafi farið út í einhverja bölvaða vitleysu“ Þrátt fyrir hraðan vöxt WOW air síðustu tvö ár var rekstur fyrirtækisins þungur til að byrja með. Til að mynda skilaði fyrirtækið 560 milljón króna tapi árið 2014 í kjölfar þess að það neyddist til að hætta við fyrirhugað flug til Norður-Ameríku.Í þessu ferli öllu saman. Kom aldrei sá tímapunktur þar sem þú hugsaðir að þetta væri einfaldlega ekki að ganga upp? „Jújú, það hafa alveg komið tímar þar sem að laumuðust að manni efasemdaraddir. Ég held að svona heilt á litið að þá hef ég alltaf verið bjartsýnn en vissulega hafa komið tímar þar sem að maður veltir fyrir sér hvort maður hafi farið út í einhverja bölvaða vitleysu. En sem betur fer, enn sem komið er, að þá hefur þetta verið mjög jákvætt.“Vaxa um 70 prósent á næsta áriEn eftir þennan árangur, og eins og staða fyrirtækisins er í dag. Hvernig blasir næsta ár við þér?„Við reiknum með að vaxa um 70 prósent á næsta ári. Við erum nú þegar búin að tryggja okkur fimm nýjar þotur. Þannig að vonandi höfum við gæfu til að stíga næstu skref jafn farsællega eins og við höfum gert í ár. Þá er ég sannfærður um að við getum orðið eitt af öflugri lággjaldaflugfélögum heimsins,“ segir Skúli Mogensen.Að neðan má sjá viðtal Gunnars Atla Gunnarssonar við Skúla Mogensen í heild sinni.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira