Salan á Nova valin viðskipti ársins 2016 Hafliði Helgason skrifar 28. desember 2016 09:45 Björgólfur Thor Björgólfsson og Liv Bergþórsdóttir unnu saman að því að byggja Nova frá grunni til þess dags að félagið var keypt af erlendum fjárfestum fyrir ríflega 16 milljarða króna. Vísir/GVA Sala Björgólfs Thors Björgólfssonar á Nova til bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Pt Capital Advisors eru viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Söluverð félagsins er samkvæmt heimildum rúmlega 16 milljarðar króna. Uppbygging Nova á níu árum nam um fjórum milljörðum króna og því liggur fyrir að fjárfestingin hefur fjórfaldast frá því að fyrirtækið hóf starfsemi árið 2007. Rökstuðningur fyrir valinu á þessum viðskiptum var samhljóma hjá þeim sem völdu þau viðskipti ársins. Nova er fyrirtæki sem fór frá því að vera hugmynd sem ýmsir höfðu efasemdir um yfir í arðbært fyrirtæki sem breytti varanlega landslagi á markaði, jók samkeppni sem leiddi til hagstæðari verðlagningar þjónustu en ella hefði orðið.Björgólfur Thor Björgólfsson, stofnandi Nova, Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova og Hugh S. Short, stofnandi og stjórnarformaður Pt CapitalVið uppbyggingu félagsins fór saman skýr sýn eigenda á hvert stefna skyldi og öflugt stjórnendateymi sem skapaði fyrirtækinu sterka ímynd og vörumerki. Á árunum frá stofnun Nova hefur markaðshlutdeild fyrirtækisins vaxið jafnt og þétt. Nova innleiddi frí símtöl milli viðskiptavina sinna í farsímaþjónustu. Viðskiptamódel sem gárungar kölluðu stundum „pabbi og mamma borga“ og helgaðist af því að unglingar flykktust í viðskipti, hringdu ókeypis sín á milli og sendu sms á foreldra sem voru í viðskiptum við önnur símfyrirtæki með skilaboðum um að hringa í sig. Þetta módel heppnaðist og í dag eru fyrstu viðskiptavinir Nova orðnir fullorðið fólk og verðmætur viðskiptamannahópur fyrir þá þjónustu sem byggð hefur verið ofan á grunnmódelið. Í viðtali við Markaðinn var Björgólfur Thor spurður út í lykilinn að velgengni slíkrar uppbyggingar. „Ég held að ef einhver lykill sé til að velgengni, þá sé það hæfileikinn til að aðlagast hratt. Ekki það að vera klárastur, sterkastur eða fljótastur,“ svaraði hann. Umsagnir um viðskiptin hjá svarendum Markaðarins voru nokkuð einróma: „Björgólfur vann það afrek að laða beina erlenda fjárfestingu inn í lítið land með örmynt og viðskiptahöft með sölu sinni á símafyrirtækinu Nova. Um leið fjórfaldar hann fjárfestingu sína í fyrirtækinu sem vaxið hefur ævintýralega síðustu ár. Það segir allt sem segja þarf um ágæti þessara viðskipta.“ Þá var einnig bent á að uppbygging Nova sýndi að hægt væri að koma inn á markað sem virtist í jafnvægi og ná verulegri hlutdeild „Það er afrek að hafa stofnað símafyrirtæki á jafn litlum markaði og Ísland er, náð þeim árangri sem fyrirtækið hefur náð sem leiddi til fjórföldunar á verðmæti fyrirtækisins frá stofnun til sölu.“ Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi Invent Farma.vísir/ernirBestu viðskiptin: Önnur nefndNokkur önnur viðskipti voru nefnd í valinu á viðskiptum ársins. Næst á eftir sölu Nova kom sala Friðriks Steins Kristjánssonar, Framtakssjóðsins og Horns II á Invent Farma til Apax Partners. Rætur Invent Farma liggja í kaupum Friðriks ásamt fjárfestum á lyfjaverksmiðju á Spáni árið 2005. Frá kaupum Friðriks hefur verðmætið fjórfaldast, en Framtakssjóðurinn og Horn II keyptu hlut í félaginu haustið 2013 og nær tvöfölduðu verðmæti sinna hluta þrátt fyrir styrkingu krónunnar á tímabilinu. Í baklandi þessara fjárfestinga eru helstu lífeyrissjóðir landsins og hagnaðurinn af þessari fjárfestingu skilar sé því á endanum til almennings í landinu. Um samstarfið við fagfjárfestasjóðina sagði Friðrik í viðtali við Markaðinn „Það var mikill akkur að fá fagfjárfesta eins og Framtakssjóð Íslands og Horn II í hluthafahópinn. Samstarfið við þá einstaklinga sem stjórna þessum sjóðum hefur gengið mjög vel.“ Nokkur önnur viðskipti voru nefnd. Sala Domino’s á Íslandi á hlut til Domino’s í Bretlandi var nefnd, en með því innleystu íslenskir fjárfestar hluta af fjárfestingu sinni og styrktu stöðu fyrirtækisins við uppbyggingu Domino’s á Norðurlöndunum. Domino’s á Íslandi hefur leyfi til að opna staði í Noregi, Færeyjum og Svíþjóð. Birgir Þór Bieltvedt hefur leitt uppbyggingu félagsins en hann seldi félagið fyrir fjármálakreppuna en keypti það síðan aftur í efnahagslægðinni sem fylgdi í kjölfarið.Búvörusamningurinn fékk nokkur atkvæði og var þá skýrt tekið fram að viðskiptin væru góð frá sjónarhóli bænda. Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Fjórfaldaði fjárfestinguna með sölunni á NOVA Björgólfur Thor Björgólfsson hefur sem fjárfestir kynnst bæði góðum tímum og slæmum. Félag hans Novator seldi nýlega Nova og fjórfaldaði fjárfestingu sína í félaginu. 12. október 2016 06:00 Skilaði íslenskum fjárfestum miklum arði Lyfjafyrirtækið Invent Farma var selt í ágústlok fyrir 30 milljarða króna samkvæmt heimildum Markaðarins. 7. september 2016 09:30 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Sala Björgólfs Thors Björgólfssonar á Nova til bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Pt Capital Advisors eru viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Söluverð félagsins er samkvæmt heimildum rúmlega 16 milljarðar króna. Uppbygging Nova á níu árum nam um fjórum milljörðum króna og því liggur fyrir að fjárfestingin hefur fjórfaldast frá því að fyrirtækið hóf starfsemi árið 2007. Rökstuðningur fyrir valinu á þessum viðskiptum var samhljóma hjá þeim sem völdu þau viðskipti ársins. Nova er fyrirtæki sem fór frá því að vera hugmynd sem ýmsir höfðu efasemdir um yfir í arðbært fyrirtæki sem breytti varanlega landslagi á markaði, jók samkeppni sem leiddi til hagstæðari verðlagningar þjónustu en ella hefði orðið.Björgólfur Thor Björgólfsson, stofnandi Nova, Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova og Hugh S. Short, stofnandi og stjórnarformaður Pt CapitalVið uppbyggingu félagsins fór saman skýr sýn eigenda á hvert stefna skyldi og öflugt stjórnendateymi sem skapaði fyrirtækinu sterka ímynd og vörumerki. Á árunum frá stofnun Nova hefur markaðshlutdeild fyrirtækisins vaxið jafnt og þétt. Nova innleiddi frí símtöl milli viðskiptavina sinna í farsímaþjónustu. Viðskiptamódel sem gárungar kölluðu stundum „pabbi og mamma borga“ og helgaðist af því að unglingar flykktust í viðskipti, hringdu ókeypis sín á milli og sendu sms á foreldra sem voru í viðskiptum við önnur símfyrirtæki með skilaboðum um að hringa í sig. Þetta módel heppnaðist og í dag eru fyrstu viðskiptavinir Nova orðnir fullorðið fólk og verðmætur viðskiptamannahópur fyrir þá þjónustu sem byggð hefur verið ofan á grunnmódelið. Í viðtali við Markaðinn var Björgólfur Thor spurður út í lykilinn að velgengni slíkrar uppbyggingar. „Ég held að ef einhver lykill sé til að velgengni, þá sé það hæfileikinn til að aðlagast hratt. Ekki það að vera klárastur, sterkastur eða fljótastur,“ svaraði hann. Umsagnir um viðskiptin hjá svarendum Markaðarins voru nokkuð einróma: „Björgólfur vann það afrek að laða beina erlenda fjárfestingu inn í lítið land með örmynt og viðskiptahöft með sölu sinni á símafyrirtækinu Nova. Um leið fjórfaldar hann fjárfestingu sína í fyrirtækinu sem vaxið hefur ævintýralega síðustu ár. Það segir allt sem segja þarf um ágæti þessara viðskipta.“ Þá var einnig bent á að uppbygging Nova sýndi að hægt væri að koma inn á markað sem virtist í jafnvægi og ná verulegri hlutdeild „Það er afrek að hafa stofnað símafyrirtæki á jafn litlum markaði og Ísland er, náð þeim árangri sem fyrirtækið hefur náð sem leiddi til fjórföldunar á verðmæti fyrirtækisins frá stofnun til sölu.“ Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi Invent Farma.vísir/ernirBestu viðskiptin: Önnur nefndNokkur önnur viðskipti voru nefnd í valinu á viðskiptum ársins. Næst á eftir sölu Nova kom sala Friðriks Steins Kristjánssonar, Framtakssjóðsins og Horns II á Invent Farma til Apax Partners. Rætur Invent Farma liggja í kaupum Friðriks ásamt fjárfestum á lyfjaverksmiðju á Spáni árið 2005. Frá kaupum Friðriks hefur verðmætið fjórfaldast, en Framtakssjóðurinn og Horn II keyptu hlut í félaginu haustið 2013 og nær tvöfölduðu verðmæti sinna hluta þrátt fyrir styrkingu krónunnar á tímabilinu. Í baklandi þessara fjárfestinga eru helstu lífeyrissjóðir landsins og hagnaðurinn af þessari fjárfestingu skilar sé því á endanum til almennings í landinu. Um samstarfið við fagfjárfestasjóðina sagði Friðrik í viðtali við Markaðinn „Það var mikill akkur að fá fagfjárfesta eins og Framtakssjóð Íslands og Horn II í hluthafahópinn. Samstarfið við þá einstaklinga sem stjórna þessum sjóðum hefur gengið mjög vel.“ Nokkur önnur viðskipti voru nefnd. Sala Domino’s á Íslandi á hlut til Domino’s í Bretlandi var nefnd, en með því innleystu íslenskir fjárfestar hluta af fjárfestingu sinni og styrktu stöðu fyrirtækisins við uppbyggingu Domino’s á Norðurlöndunum. Domino’s á Íslandi hefur leyfi til að opna staði í Noregi, Færeyjum og Svíþjóð. Birgir Þór Bieltvedt hefur leitt uppbyggingu félagsins en hann seldi félagið fyrir fjármálakreppuna en keypti það síðan aftur í efnahagslægðinni sem fylgdi í kjölfarið.Búvörusamningurinn fékk nokkur atkvæði og var þá skýrt tekið fram að viðskiptin væru góð frá sjónarhóli bænda.
Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Fjórfaldaði fjárfestinguna með sölunni á NOVA Björgólfur Thor Björgólfsson hefur sem fjárfestir kynnst bæði góðum tímum og slæmum. Félag hans Novator seldi nýlega Nova og fjórfaldaði fjárfestingu sína í félaginu. 12. október 2016 06:00 Skilaði íslenskum fjárfestum miklum arði Lyfjafyrirtækið Invent Farma var selt í ágústlok fyrir 30 milljarða króna samkvæmt heimildum Markaðarins. 7. september 2016 09:30 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Fjórfaldaði fjárfestinguna með sölunni á NOVA Björgólfur Thor Björgólfsson hefur sem fjárfestir kynnst bæði góðum tímum og slæmum. Félag hans Novator seldi nýlega Nova og fjórfaldaði fjárfestingu sína í félaginu. 12. október 2016 06:00
Skilaði íslenskum fjárfestum miklum arði Lyfjafyrirtækið Invent Farma var selt í ágústlok fyrir 30 milljarða króna samkvæmt heimildum Markaðarins. 7. september 2016 09:30