Konur í fjórum af sex efstu sætunum | Niðurstöður kjörs Íþróttamanns ársins 2016 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2016 21:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð þriðja í kjörinu. Vísir/Stefán Samtök íþróttafréttamanna gerðu upp keppnisárið 2016 í árlegu hófi sínu í kvöld. 24 félagsmenn Samtaka íþróttafréttamanna greiddu atkvæði að þessu sinni og var niðurstaðan tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Eins og fram kom á Vísi fyrr í kvöld var knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson kjörinn Íþróttamaður ársins en þetta er í annað skiptið sem hann hlýtur þessi verðlaun. Gylfi fékk 430 stig í kjörinu eða aðeins 40 stigum meira en sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir sem varð í öðru sæti. Munurinn hefur ekki verið minni á efstu tveimur í kjörinu í fimm ár. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð í þriðja sæti en hún fékk 47 stigum meira en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta. Sundkonan og Íþróttamaður ársins 2015, Eygló Ósk Gústafsdóttir, varð fimmta í kjörinu í ár og knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir tók sjötta sætið. Konur voru því í fjórum af sex efstu sætunum í kjörinu í ár. Miðvarðarpar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason, voru næstir því að komast inn á topp tíu en Ragnari vantaði þó 17 stig til að slá út frjálsíþróttakonuna Anítu Hinriksdóttur. Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en þetta var í annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem karlalandsliðið í fótbolta er valið lið ársins. Liðið fékk fullt hús í kjörinu í ár. Kosningin á þjálfara ársins var mjög jöfn og spennandi að þessu sinni. Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska handboltalandsliðsins, var kjörinn þjálfari ársins en hann fékk þó aðeins fimm stigum meira en Guðmundur Guðmundsson, þjálfari dönsku Ólympíumeistaranna í handbolta karla. Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta og þjálfari ársins 2015, varð síðan þriðji í kjörinu en hann var 13 stigum á eftir Degi. Nítján íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu að þessu sinni, tíu konur og níu karlar. Fimm lið fengu atkvæði og fjórir þjálfarar. Það er hægt að sjá hvernig stigin skiptust hér fyrir neðan.Íþróttamaður ársins 2016 (mest 480 stig): Hrafnhildur Lúthersdóttir, þrefaldur verðlaunahafi á EM í sundi og fyrsta íslenska konan til að keppa til úrslita í sundi á Ólympíuleikum ásamt Eygló Ósk Gústafsdóttur, varð önnur í kjörinu með 390 stig. Verðlaun Hrafnhildar á EM voru þau fyrstu hjá íslenskri sundkonu á stórmóti í 50 m laug. Í þriðja sæti varð kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir með 214 stig en hún vann sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum, sterkustu atvinnumótaröð í heimi. Hafði hún þar betur í baráttu við 500 aðra kylfinga sem hófu keppni á úrtökumótaröðinni. Ólafía Þórunn keppti einnig á Evrópumótaröðinni í golfi í ár. 1. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna 430 stig 2. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund 390 3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf 214 4. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna 167 5. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund 117 6. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna 100 7. Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 80 8. Aron Pálmarsson, handbolti 65 9. Martin Hermannsson, körfubolti 57 10. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir 45 11. Ragnar Sigurðsson, knattspyrna 28 12. Kári Árnason, knattspyrna 23 13. Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar 16 14. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti 7 15. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir 6 16. Irina Sazonova, fimleikar 3 17. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna 2 18. Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrna 1 19. Birgir Leifur Hafþórsson, golf 1Lið ársins: Karlalandsliðið í knattspyrnu fékk fullt hús stiga í kjörinu, eftir frábært gengi á EM í Frakklandi. Liðið komst þar í 8-liða úrslit keppninnar og vakti heimsathygli fyrir frammistöðu sína. Liðið hefur einnig farið vel af stað í undankeppni HM 2018. 1. Karlalandslið Íslands í knattspyrnu 120 stig 2. Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu 62 stig 3. Karlalandslið Íslands í körfubolta 30 stig 4. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum 3 stig 5. Karlalandslið Íslands í handbolta 1 stigÞjálfari ársins (mest 120 stig): Árið 2016 var frábært ár fyrir íslenska þjálfara, sem náðu árangri á heimsmælikvarða. Dagur Sigurðsson varð efstur í jöfnu kjöri en hann gerði Þýskaland óvænt að Evrópumeisturum í upphafi ársins og fylgdi því svo eftir með því að vinna til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. 1. Dagur Sigurðsson 67 stig 2. Guðmundur Guðmundsson 62 3. Heimir Hallgrímsson 54 4. Þórir Hergeirsson 33 Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Íþróttir Sund Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira
Samtök íþróttafréttamanna gerðu upp keppnisárið 2016 í árlegu hófi sínu í kvöld. 24 félagsmenn Samtaka íþróttafréttamanna greiddu atkvæði að þessu sinni og var niðurstaðan tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Eins og fram kom á Vísi fyrr í kvöld var knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson kjörinn Íþróttamaður ársins en þetta er í annað skiptið sem hann hlýtur þessi verðlaun. Gylfi fékk 430 stig í kjörinu eða aðeins 40 stigum meira en sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir sem varð í öðru sæti. Munurinn hefur ekki verið minni á efstu tveimur í kjörinu í fimm ár. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð í þriðja sæti en hún fékk 47 stigum meira en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta. Sundkonan og Íþróttamaður ársins 2015, Eygló Ósk Gústafsdóttir, varð fimmta í kjörinu í ár og knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir tók sjötta sætið. Konur voru því í fjórum af sex efstu sætunum í kjörinu í ár. Miðvarðarpar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason, voru næstir því að komast inn á topp tíu en Ragnari vantaði þó 17 stig til að slá út frjálsíþróttakonuna Anítu Hinriksdóttur. Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en þetta var í annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem karlalandsliðið í fótbolta er valið lið ársins. Liðið fékk fullt hús í kjörinu í ár. Kosningin á þjálfara ársins var mjög jöfn og spennandi að þessu sinni. Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska handboltalandsliðsins, var kjörinn þjálfari ársins en hann fékk þó aðeins fimm stigum meira en Guðmundur Guðmundsson, þjálfari dönsku Ólympíumeistaranna í handbolta karla. Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta og þjálfari ársins 2015, varð síðan þriðji í kjörinu en hann var 13 stigum á eftir Degi. Nítján íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu að þessu sinni, tíu konur og níu karlar. Fimm lið fengu atkvæði og fjórir þjálfarar. Það er hægt að sjá hvernig stigin skiptust hér fyrir neðan.Íþróttamaður ársins 2016 (mest 480 stig): Hrafnhildur Lúthersdóttir, þrefaldur verðlaunahafi á EM í sundi og fyrsta íslenska konan til að keppa til úrslita í sundi á Ólympíuleikum ásamt Eygló Ósk Gústafsdóttur, varð önnur í kjörinu með 390 stig. Verðlaun Hrafnhildar á EM voru þau fyrstu hjá íslenskri sundkonu á stórmóti í 50 m laug. Í þriðja sæti varð kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir með 214 stig en hún vann sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum, sterkustu atvinnumótaröð í heimi. Hafði hún þar betur í baráttu við 500 aðra kylfinga sem hófu keppni á úrtökumótaröðinni. Ólafía Þórunn keppti einnig á Evrópumótaröðinni í golfi í ár. 1. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna 430 stig 2. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund 390 3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf 214 4. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna 167 5. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund 117 6. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna 100 7. Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 80 8. Aron Pálmarsson, handbolti 65 9. Martin Hermannsson, körfubolti 57 10. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir 45 11. Ragnar Sigurðsson, knattspyrna 28 12. Kári Árnason, knattspyrna 23 13. Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar 16 14. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti 7 15. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir 6 16. Irina Sazonova, fimleikar 3 17. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna 2 18. Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrna 1 19. Birgir Leifur Hafþórsson, golf 1Lið ársins: Karlalandsliðið í knattspyrnu fékk fullt hús stiga í kjörinu, eftir frábært gengi á EM í Frakklandi. Liðið komst þar í 8-liða úrslit keppninnar og vakti heimsathygli fyrir frammistöðu sína. Liðið hefur einnig farið vel af stað í undankeppni HM 2018. 1. Karlalandslið Íslands í knattspyrnu 120 stig 2. Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu 62 stig 3. Karlalandslið Íslands í körfubolta 30 stig 4. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum 3 stig 5. Karlalandslið Íslands í handbolta 1 stigÞjálfari ársins (mest 120 stig): Árið 2016 var frábært ár fyrir íslenska þjálfara, sem náðu árangri á heimsmælikvarða. Dagur Sigurðsson varð efstur í jöfnu kjöri en hann gerði Þýskaland óvænt að Evrópumeisturum í upphafi ársins og fylgdi því svo eftir með því að vinna til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. 1. Dagur Sigurðsson 67 stig 2. Guðmundur Guðmundsson 62 3. Heimir Hallgrímsson 54 4. Þórir Hergeirsson 33
Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Íþróttir Sund Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira