Borðsiðir og ósiðir Íslendinga vekja athygli erlendra ferðamanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2016 10:27 Íslendingar þykja nota tannstöngulinn of mikið við matarborðið og stundum virða fyrir sér "góðgæti“ sem þeir stanga úr tönnunum. Vísir/Getty Íslendingar sjúga mikið upp í nefið, gúffa í sig matnum og stanga úr tönnunum sínum við matarboðið. Þetta verða útlendingar varir við í heimsóknum sínum til Íslands en oft er sagt að glöggt sé gests augað. Albert Eiríksson, sérlegur áhugamaður um eldmennsku og borðsiði, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir borðsiði Íslendinga þó hafa skánað til muna undanfarna tvo áratugi eða svo. Allt horfi til betri vegar. „Það er ágætt að hlusta á hvað útlendingum finnst um okkar siði,“ segir Albert. „Þeim finnst við sjúga mjög mikið upp í nefið.“ Í öðrum löndum svo sem Þýskalandi taki fólk upp vasaklút og snýti sér með látum, oft kallað hreppstórasnýta hér á landi, sem sé litlu skárra. Best sé að yfirgefa borðið og snýta sér á salerninu og snúa svo aftur. Albert Eiríksson mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun.Vísir „Við megum samt ekki vera ofsalega viðkvæm fyrir öllu sem útlendingar segja um okkur. Við höfum gert þetta í þúsund ár.“ Íslendingar teygja sig sömuleiðis mjög mikið í allar áttir við borðið og afsaka sig lítið, kannski í þeim tilgangi að trufla minna þegar hlutir eru í seilingarfjarlægð. „Við gúffum svolítið í okkur,“ segir Albert og rekur til þess að Íslendingar voru alltaf á hlaupum, á leið í heyskap, sauðskap eða aðra vinnu sem þurfti að vinna ekki seinna en núna. Svo vekji athygli hvernig Íslendingar stangi úr tönnunum sínum við matarborðið, ýmist með tannstöngli eða fingrunum. Nái gömlum bita úr tönnunum, virði hann fyrir sér og stingi svo aftur upp í sig.Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, snæddi morgunverð með karlalandsliðinu í knattspyrnu i Zagreb í nóvember 2013.„Þetta er ekki alveg til fyrirmyndar,“ segir Albert. Skiptir þá litlu þótt haldið sé fyrir munninn með annarri hendi og skafað úr tönnunum með hinni. Betra sé að fara afsíðis.„Oft er þetta bara spurning um að þrauka. Svo ferðu á klósettið og þú getur gert þetta,“ segir Albert.Ekki megi gleyma að ýmislegt komi okkur sérkennilega fyrir sjónir þegar við förum til annarra landa. Í Bandaríkjunum tíðkist víða að ganga í útiskónum innandyra. Þá skeri Kaninn matinn oft niður í byrjun, leggi svo hnífnum og taki til matar síns með gaffalinn einan að vopni.Ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og segir Albert veitingahúsin standa vaktina sérstaklega vel. Ferðamenn séu þó oft undrandi á hve ungir þjónarnir séu á veitingastöðunum. Tveir lærðir þjónar gætu verið að gera það sama og fimm til sex unglingar, segir Albert. Erfitt sé að fá reynda þjóna í dag vegna samkeppni.Viðtalið við Albert má heyra í spilaranum að ofan en rætt var við hann í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Íslendingar sjúga mikið upp í nefið, gúffa í sig matnum og stanga úr tönnunum sínum við matarboðið. Þetta verða útlendingar varir við í heimsóknum sínum til Íslands en oft er sagt að glöggt sé gests augað. Albert Eiríksson, sérlegur áhugamaður um eldmennsku og borðsiði, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir borðsiði Íslendinga þó hafa skánað til muna undanfarna tvo áratugi eða svo. Allt horfi til betri vegar. „Það er ágætt að hlusta á hvað útlendingum finnst um okkar siði,“ segir Albert. „Þeim finnst við sjúga mjög mikið upp í nefið.“ Í öðrum löndum svo sem Þýskalandi taki fólk upp vasaklút og snýti sér með látum, oft kallað hreppstórasnýta hér á landi, sem sé litlu skárra. Best sé að yfirgefa borðið og snýta sér á salerninu og snúa svo aftur. Albert Eiríksson mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun.Vísir „Við megum samt ekki vera ofsalega viðkvæm fyrir öllu sem útlendingar segja um okkur. Við höfum gert þetta í þúsund ár.“ Íslendingar teygja sig sömuleiðis mjög mikið í allar áttir við borðið og afsaka sig lítið, kannski í þeim tilgangi að trufla minna þegar hlutir eru í seilingarfjarlægð. „Við gúffum svolítið í okkur,“ segir Albert og rekur til þess að Íslendingar voru alltaf á hlaupum, á leið í heyskap, sauðskap eða aðra vinnu sem þurfti að vinna ekki seinna en núna. Svo vekji athygli hvernig Íslendingar stangi úr tönnunum sínum við matarborðið, ýmist með tannstöngli eða fingrunum. Nái gömlum bita úr tönnunum, virði hann fyrir sér og stingi svo aftur upp í sig.Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, snæddi morgunverð með karlalandsliðinu í knattspyrnu i Zagreb í nóvember 2013.„Þetta er ekki alveg til fyrirmyndar,“ segir Albert. Skiptir þá litlu þótt haldið sé fyrir munninn með annarri hendi og skafað úr tönnunum með hinni. Betra sé að fara afsíðis.„Oft er þetta bara spurning um að þrauka. Svo ferðu á klósettið og þú getur gert þetta,“ segir Albert.Ekki megi gleyma að ýmislegt komi okkur sérkennilega fyrir sjónir þegar við förum til annarra landa. Í Bandaríkjunum tíðkist víða að ganga í útiskónum innandyra. Þá skeri Kaninn matinn oft niður í byrjun, leggi svo hnífnum og taki til matar síns með gaffalinn einan að vopni.Ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og segir Albert veitingahúsin standa vaktina sérstaklega vel. Ferðamenn séu þó oft undrandi á hve ungir þjónarnir séu á veitingastöðunum. Tveir lærðir þjónar gætu verið að gera það sama og fimm til sex unglingar, segir Albert. Erfitt sé að fá reynda þjóna í dag vegna samkeppni.Viðtalið við Albert má heyra í spilaranum að ofan en rætt var við hann í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda