Hörundsár Trump í hár við Vanity Fair vegna umsagnar um veitingastað Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2016 16:00 Donald Trump og Graydon Carter. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, greip til Twitter í morgun eins og honum einum er lagið, til þess að skammast yfir tímaritinu Vanity Fair. Trump sagði lestrartölur tímaritsins vera mjög slæmar og sagði tímaritið vera í „miklum vandræðum, dautt“. Þá sagði hann ritstjóra VF vera án hæfileika og að honum yrði bráðum vikið frá störfum. Tilefni tístsins, sem í fyrstu virtist koma upp úr þurr, var umfjöllun tímaritsins um veitingastaðinn Trump Grill sem er í kjallara Trump Tower. Þar sagði gagnrýnandi Vanity Fair að Trump Grill væri mögulega versta veitingahús Bandaríkjanna.Has anyone looked at the really poor numbers of @VanityFair Magazine. Way down, big trouble, dead! Graydon Carter, no talent, will be out!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 15, 2016 Þetta er þó alls ekki í fyrsta sinn sem að Trump veður í Vanity Fair á Twitter. Á undanförnum árum hefur hann skrifað um 50 niðrandi tíst um tímaritið og ritstjóra þess Graydon Carter. Þar að auki hefur hann skrifað eitt þakkar-tíst þar sem hann bendir á jákvæða umfjöllun um golfvöll Trump. Í fyrsta tísti sínu um Vanity Fair lýsti Trump því yfir að tímaritið hefði haldið leiðinlegasta óskarsverðlaunapartíið og sagði sölutölur tímaritsins vera á niðurleið. Síðan þá hefur hann margsinnis haldið því fram að „dauði“ Vanity Fair væri yfirvofandi. Uppruna andúðar Trump á Vanity Fair má rekja til þess að Graydon Carter, ritstjóri tímaritsins til langs tíma, skrifaði á árum áður greinar í tímaritið Spy þar sem hann fór hörðum orðum um Trump og sagði hann meðal annars að Trump væri dóni og með stutta putta. Orðræða um stutta putta og litlar hendur hafa fylgt Donald Trump síðan. Carter rifjaði greinarnar upp fyrr á árinu og sagði frá því að síðan þá hefur hann reglulega fengið myndir sendar frá Donald Trump. Myndirnar eru af Trump sjálfum og hefur hann hringað utan um hendur sínar á myndunum með gylltum túss og skrifað: „Sjáðu, ekki svo stuttir“. Carter sagðist síðast hafa fengið slíka sendingu í apríl 2015. Fyrsta greinin birtist í apríl 1988, svo það er greinilegt að þetta hefur setið í Donald Trump. Donald Trump Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, greip til Twitter í morgun eins og honum einum er lagið, til þess að skammast yfir tímaritinu Vanity Fair. Trump sagði lestrartölur tímaritsins vera mjög slæmar og sagði tímaritið vera í „miklum vandræðum, dautt“. Þá sagði hann ritstjóra VF vera án hæfileika og að honum yrði bráðum vikið frá störfum. Tilefni tístsins, sem í fyrstu virtist koma upp úr þurr, var umfjöllun tímaritsins um veitingastaðinn Trump Grill sem er í kjallara Trump Tower. Þar sagði gagnrýnandi Vanity Fair að Trump Grill væri mögulega versta veitingahús Bandaríkjanna.Has anyone looked at the really poor numbers of @VanityFair Magazine. Way down, big trouble, dead! Graydon Carter, no talent, will be out!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 15, 2016 Þetta er þó alls ekki í fyrsta sinn sem að Trump veður í Vanity Fair á Twitter. Á undanförnum árum hefur hann skrifað um 50 niðrandi tíst um tímaritið og ritstjóra þess Graydon Carter. Þar að auki hefur hann skrifað eitt þakkar-tíst þar sem hann bendir á jákvæða umfjöllun um golfvöll Trump. Í fyrsta tísti sínu um Vanity Fair lýsti Trump því yfir að tímaritið hefði haldið leiðinlegasta óskarsverðlaunapartíið og sagði sölutölur tímaritsins vera á niðurleið. Síðan þá hefur hann margsinnis haldið því fram að „dauði“ Vanity Fair væri yfirvofandi. Uppruna andúðar Trump á Vanity Fair má rekja til þess að Graydon Carter, ritstjóri tímaritsins til langs tíma, skrifaði á árum áður greinar í tímaritið Spy þar sem hann fór hörðum orðum um Trump og sagði hann meðal annars að Trump væri dóni og með stutta putta. Orðræða um stutta putta og litlar hendur hafa fylgt Donald Trump síðan. Carter rifjaði greinarnar upp fyrr á árinu og sagði frá því að síðan þá hefur hann reglulega fengið myndir sendar frá Donald Trump. Myndirnar eru af Trump sjálfum og hefur hann hringað utan um hendur sínar á myndunum með gylltum túss og skrifað: „Sjáðu, ekki svo stuttir“. Carter sagðist síðast hafa fengið slíka sendingu í apríl 2015. Fyrsta greinin birtist í apríl 1988, svo það er greinilegt að þetta hefur setið í Donald Trump.
Donald Trump Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira