Hver hefur eftirlit með eftirlitsaðilanum? Ástfríður Sigurðardóttir skrifar 16. desember 2016 07:00 Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss nýverið um málefni Brúneggja og eftirlit Matvælastofnunar var ofangreindri spurningu stundum varpað fram í umræðunni og sem verkefnastjóri ytri úttekta á stofnuninni frá árinu 2008 tel ég rétt að nýta tækifærið og skýra frá því hvernig staðið er að úttektum þriðja aðila á opinberu eftirliti hér á landi. Lögbundnar kröfur Þeir aðilar sem sinna opinberu eftirliti á Íslandi með öryggi matvæla og fóðurs, dýraheilbrigði og dýravelferð starfa meðal annars á grundvelli reglugerðar Evrópusambandsins nr. 882/2004 um opinbert eftirlit sem innleidd var hér á landi árið 2010. Í reglugerðinni er einnig kveðið á um að jafnframt skuli fara fram reglulegar úttektir í öllum aðildarríkjum EES á því hvort eftirlitinu sé sinnt á réttan hátt og í samræmi við löggjöf þar að lútandi. Í ríkjum Evrópusambandsins er það framkvæmdastjórnin sem er ábyrg fyrir þessum úttektum en á Íslandi og í Noregi er það Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sem framkvæmir þær. Frá árinu 2008 hefur ESA komið í 3-5 úttektir á ári og alls 35. Það er óhætt að fullyrða að engin stofnun á Íslandi lýtur fleiri ytri úttektum árlega en Matvælastofnun og eru starfsmenn margir hverjir þrautþjálfaðir í slíkri vinnu. Hver og ein úttekt útheimtir mikinn undirbúning og framlag fjölda starfsmanna í hvert sinn enda þarf að senda upplýsingar til ESA fyrirfram, útbúa dagskrá, hafa samband við fyrirtæki sem heimsótt eru, skipuleggja hvaða starfsmenn fylgja úttektarmönnum í fyrirtæki, sitja fundi með fulltrúum ESA og síðast en ekki síst útbúa tímasettar úrbótaáætlanir í kjölfar hverrar úttektar. Við undirbúning og framkvæmd slíkra úttekta er unnið eftir skráðu verklagi sem finna má í gæðahandbók Matvælastofnunar á vef hennar. Hjá því er ekki komist að gerðar séu kröfur um einhverjar úrbætur í kjölfar slíkra úttekta. Þær eru tímasettar og er það hlutverk verkefnastjóra að sinna eftirfylgni með því að úrbótaverkefnum sé lokið og ESA reglubundið upplýst um gang mála. Úttektir hafa því orðið til þess að farið hefur verið í mörg verkefni hjá stofnuninni og sum jafnvel fyrr en áætlað var. Sem dæmi um úrbótaverkefni og afurðir þeirra má nefna skoðunarhandbækur, þróun skráðra verkferla í gæðahandbók, betrumbætur á gagnagrunni eftirlitsskýrslna, áhættu- og frammistöðuflokkun, þjálfun starfsmanna í eftirliti, útgáfu leiðbeininga og staðfestingu á innra úttektakerfi sem einnig hefur verið hrint í framkvæmd. Þess ber að geta að athugasemdir ESA geta einnig snúið að öðrum aðilum sem koma að opinberu eftirliti, svo sem ráðuneytum, heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga og öðrum stofnunum. Innri úttektir Matvælastofnunar Í ofangreindri löggjöf um opinbert eftirlit er einnig kveðið á um að stjórnvöld í hverju aðildarríki EFTA/EES skuli, samhliða ytri úttektum 3ja aðila, tryggja að framkvæmdar séu innri úttektir á framkvæmd opinbers eftirlits þannig að markmiðum reglugerðarinnar sé náð. Af þessu tilefni hefur verið innleitt innra úttektakerfi á opinberu eftirliti með matvælum, fóðri, heilbrigði og velferð dýra sem birt hefur verið á heimasíðu Matvælastofnunar (www.matvælastofnun.is). Þjálfun úttektarmanna fór fram á árinu og þegar hafa verið framkvæmdar 5 úttektir bæði á eftirlit Matvælastofnunar á tilteknum sviðum sem og eftirliti hjá tveimur svæðum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Unnið er að úrbótaáætlunum í kjölfar úttektanna og verða niðurstöður sem og framkvæmd þeirra kynnt betur í ársskýrslu Matvælastofnunar 2016. Hagsmunir útflytjenda Til viðbótar lögbundnum úttektum ESA hér á landi koma einnig sendinefndir til landsins til að gera úttekt á þeim framleiðslufyrirtækjum sem hafa leyfi til útflutnings til tiltekinna ríkja utan EES. Um leið er einnig litið til þess hvernig staðið er að opinberu eftirliti með þessum fyrirtækjum. Nokkur aukning hefur verið á fjölda slíkra úttekta á síðustu árum og skipar undirbúningur þeirra, framkvæmd og verkefnastjórnun sífellt meiri sess í starfsemi Matvælastofnunar. Mikilvægt er að vel takist til í slíkum úttektum þar sem útkoma þeirra getur haft áhrif á útflutningshagsmuni og möguleika fyrirtækja á aðgangi að erlendum mörkuðum með vörur sínar. Samhliða þessu fela slíkar úttektir í sér viðurkenningu erlendra systurstofnana Matvælastofnunar á opinberu eftirliti sem stofnunin sinnir. Lokaorð Framangreind umfjöllun sýnir að virkt eftirlit er með starfsemi Matvælastofnunar. Það á bæði við um ytri úttektir ESA og viðskiptaríkja auk innri úttekta stofnunarinnar, sbr. kerfi sem samþykkt er af ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar. Þá má að lokum geta þess að líkt og aðrar ríkisstofnanir heyrir Matvælastofnun undir eftirlit Ríkisendurskoðunar og má nálgast niðurstöður þeirra úttekta á heimasíðu hennar, en niðurstöður þeirra hafa almennt verið góðar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss nýverið um málefni Brúneggja og eftirlit Matvælastofnunar var ofangreindri spurningu stundum varpað fram í umræðunni og sem verkefnastjóri ytri úttekta á stofnuninni frá árinu 2008 tel ég rétt að nýta tækifærið og skýra frá því hvernig staðið er að úttektum þriðja aðila á opinberu eftirliti hér á landi. Lögbundnar kröfur Þeir aðilar sem sinna opinberu eftirliti á Íslandi með öryggi matvæla og fóðurs, dýraheilbrigði og dýravelferð starfa meðal annars á grundvelli reglugerðar Evrópusambandsins nr. 882/2004 um opinbert eftirlit sem innleidd var hér á landi árið 2010. Í reglugerðinni er einnig kveðið á um að jafnframt skuli fara fram reglulegar úttektir í öllum aðildarríkjum EES á því hvort eftirlitinu sé sinnt á réttan hátt og í samræmi við löggjöf þar að lútandi. Í ríkjum Evrópusambandsins er það framkvæmdastjórnin sem er ábyrg fyrir þessum úttektum en á Íslandi og í Noregi er það Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sem framkvæmir þær. Frá árinu 2008 hefur ESA komið í 3-5 úttektir á ári og alls 35. Það er óhætt að fullyrða að engin stofnun á Íslandi lýtur fleiri ytri úttektum árlega en Matvælastofnun og eru starfsmenn margir hverjir þrautþjálfaðir í slíkri vinnu. Hver og ein úttekt útheimtir mikinn undirbúning og framlag fjölda starfsmanna í hvert sinn enda þarf að senda upplýsingar til ESA fyrirfram, útbúa dagskrá, hafa samband við fyrirtæki sem heimsótt eru, skipuleggja hvaða starfsmenn fylgja úttektarmönnum í fyrirtæki, sitja fundi með fulltrúum ESA og síðast en ekki síst útbúa tímasettar úrbótaáætlanir í kjölfar hverrar úttektar. Við undirbúning og framkvæmd slíkra úttekta er unnið eftir skráðu verklagi sem finna má í gæðahandbók Matvælastofnunar á vef hennar. Hjá því er ekki komist að gerðar séu kröfur um einhverjar úrbætur í kjölfar slíkra úttekta. Þær eru tímasettar og er það hlutverk verkefnastjóra að sinna eftirfylgni með því að úrbótaverkefnum sé lokið og ESA reglubundið upplýst um gang mála. Úttektir hafa því orðið til þess að farið hefur verið í mörg verkefni hjá stofnuninni og sum jafnvel fyrr en áætlað var. Sem dæmi um úrbótaverkefni og afurðir þeirra má nefna skoðunarhandbækur, þróun skráðra verkferla í gæðahandbók, betrumbætur á gagnagrunni eftirlitsskýrslna, áhættu- og frammistöðuflokkun, þjálfun starfsmanna í eftirliti, útgáfu leiðbeininga og staðfestingu á innra úttektakerfi sem einnig hefur verið hrint í framkvæmd. Þess ber að geta að athugasemdir ESA geta einnig snúið að öðrum aðilum sem koma að opinberu eftirliti, svo sem ráðuneytum, heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga og öðrum stofnunum. Innri úttektir Matvælastofnunar Í ofangreindri löggjöf um opinbert eftirlit er einnig kveðið á um að stjórnvöld í hverju aðildarríki EFTA/EES skuli, samhliða ytri úttektum 3ja aðila, tryggja að framkvæmdar séu innri úttektir á framkvæmd opinbers eftirlits þannig að markmiðum reglugerðarinnar sé náð. Af þessu tilefni hefur verið innleitt innra úttektakerfi á opinberu eftirliti með matvælum, fóðri, heilbrigði og velferð dýra sem birt hefur verið á heimasíðu Matvælastofnunar (www.matvælastofnun.is). Þjálfun úttektarmanna fór fram á árinu og þegar hafa verið framkvæmdar 5 úttektir bæði á eftirlit Matvælastofnunar á tilteknum sviðum sem og eftirliti hjá tveimur svæðum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Unnið er að úrbótaáætlunum í kjölfar úttektanna og verða niðurstöður sem og framkvæmd þeirra kynnt betur í ársskýrslu Matvælastofnunar 2016. Hagsmunir útflytjenda Til viðbótar lögbundnum úttektum ESA hér á landi koma einnig sendinefndir til landsins til að gera úttekt á þeim framleiðslufyrirtækjum sem hafa leyfi til útflutnings til tiltekinna ríkja utan EES. Um leið er einnig litið til þess hvernig staðið er að opinberu eftirliti með þessum fyrirtækjum. Nokkur aukning hefur verið á fjölda slíkra úttekta á síðustu árum og skipar undirbúningur þeirra, framkvæmd og verkefnastjórnun sífellt meiri sess í starfsemi Matvælastofnunar. Mikilvægt er að vel takist til í slíkum úttektum þar sem útkoma þeirra getur haft áhrif á útflutningshagsmuni og möguleika fyrirtækja á aðgangi að erlendum mörkuðum með vörur sínar. Samhliða þessu fela slíkar úttektir í sér viðurkenningu erlendra systurstofnana Matvælastofnunar á opinberu eftirliti sem stofnunin sinnir. Lokaorð Framangreind umfjöllun sýnir að virkt eftirlit er með starfsemi Matvælastofnunar. Það á bæði við um ytri úttektir ESA og viðskiptaríkja auk innri úttekta stofnunarinnar, sbr. kerfi sem samþykkt er af ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar. Þá má að lokum geta þess að líkt og aðrar ríkisstofnanir heyrir Matvælastofnun undir eftirlit Ríkisendurskoðunar og má nálgast niðurstöður þeirra úttekta á heimasíðu hennar, en niðurstöður þeirra hafa almennt verið góðar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun