Verðlaunatillaga: Svona verða nýjar skrifstofur þingmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2016 16:22 Vinningstillagan frá Studio Granda, tölvuteikning. Arkitektar frá Studio Granda stóð uppi sem sigurvegari í hönnunarsamkeppi um nýbyggingu á Alþingisreitnum. Tilkynnt var um úrslitin á kynningu í Landsímahúsinu í dag en 22 aðilar skiluðu tillögum. Studio Granda hlaut sjö milljónir króna í sigurlaun. Í öðru sæti í keppninni urðu T.ark arkitektar og hlutu 4,5 milljónir króna í verðlaunafé. Í þriðja sæti urðu PKdM arkitektar og hlutu 2,5 milljónir króna í sinni hlut. Svo segir í tilkynningu til fjölmiðla. Gerð er ráð fyrir að byggingin taki þrjú ár í byggingu og verði vígð áramótin 2019/2020. Sýning á öllum tillögum verður opin á morgun í Landsímahúsinu á milli 14 og 17 og svo á milli 16 og 18 á virkum dögum fram að áramótum.Úr verðlaunatillögunni.Dómnefndin var einhuga um verðlaunatillöguna en í niðurstöðu dómnefndar kemurfram að tillagan „felur í sér sannfærandi og listræna heildarlausn á þeim húsnæðis- og skipulagsmálum Alþingis sem aðkallandi er að hrinda í framkvæmd. Jafnframt sýnir hún fram á dýrmæta möguleika til framtíðarþróunar á húsakosti þingsins. Höfundar leitast við að tengja nýbygginguna við sögu Alþingis og þróun byggðar í Kvosinni allt frá landnámsöld.“ Minjar um upphaf byggðar og minni úr seinni tíma byggingarsögu Reykjavíkur séu dregin fram og myndi samþætta heild með nýrri byggingarlist sem ber isamtíð sinni vitni af hógværð og tillitssemi við nánasta umhverfi. Tillagan sem hlaut annað sæti, frá T.ark arkitektum.„Höfundar leggja áherslu á að styrkja og fegra þau borgarrými sem fyrir eru við jaðra reitsins fremur en að skapa ný inn á miðju hans. Tengsl samtíðar við atburði fyrri alda eru viðfangsefni myndlistarverks við aðalinngang og þau endurspeglast jafnframt í hugmynd um lagskipta steinklæðingu á ytra borði aðalbyggingar. Innra skipulag allra hæða er vel leyst og öll vinnurými njóta dagsbirtu og beinnar útloftunar í annars samþjappaðri byggingu. Hringgangur innan hverrar hæðar umhverfis ljósgeil í miðju býður upp á margbreytileg sjóntengsl og sveigjanleika í nýtingu.“ Segir að tillagan sé í heild verðugur merkisberi framsækinnar og vandaðrar byggingarlistar fyrir Alþingi á 21. öldinni á líkan hátt og Alþingishúsið við Austurvöll hafi verið tákn nýrra tíma í listhugsun og verkmenningu á 19. öld. „Við mat dómnefndar á innsendum tillögum kom í ljós að fermetratala sú sem tilgreind var í rýmistöflu keppnislýsingar undir liðnum Önnur rými var að öllum líkindum vanáætluð. Aftur á móti var staðfest, við endurútreikning á stærðum verðlaunaðra tillagna, að nettóstærðir þeirra voru innan eðlilegra stærðarmarka húsrýmisáætlunar.“ Alþingi Tengdar fréttir 500 milljónir í nýjar skrifstofur fyrir þingmenn Tilkynnt verður um sigurvegara í hönnunarsamkeppninni fyrir áramót. 6. desember 2016 16:46 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Arkitektar frá Studio Granda stóð uppi sem sigurvegari í hönnunarsamkeppi um nýbyggingu á Alþingisreitnum. Tilkynnt var um úrslitin á kynningu í Landsímahúsinu í dag en 22 aðilar skiluðu tillögum. Studio Granda hlaut sjö milljónir króna í sigurlaun. Í öðru sæti í keppninni urðu T.ark arkitektar og hlutu 4,5 milljónir króna í verðlaunafé. Í þriðja sæti urðu PKdM arkitektar og hlutu 2,5 milljónir króna í sinni hlut. Svo segir í tilkynningu til fjölmiðla. Gerð er ráð fyrir að byggingin taki þrjú ár í byggingu og verði vígð áramótin 2019/2020. Sýning á öllum tillögum verður opin á morgun í Landsímahúsinu á milli 14 og 17 og svo á milli 16 og 18 á virkum dögum fram að áramótum.Úr verðlaunatillögunni.Dómnefndin var einhuga um verðlaunatillöguna en í niðurstöðu dómnefndar kemurfram að tillagan „felur í sér sannfærandi og listræna heildarlausn á þeim húsnæðis- og skipulagsmálum Alþingis sem aðkallandi er að hrinda í framkvæmd. Jafnframt sýnir hún fram á dýrmæta möguleika til framtíðarþróunar á húsakosti þingsins. Höfundar leitast við að tengja nýbygginguna við sögu Alþingis og þróun byggðar í Kvosinni allt frá landnámsöld.“ Minjar um upphaf byggðar og minni úr seinni tíma byggingarsögu Reykjavíkur séu dregin fram og myndi samþætta heild með nýrri byggingarlist sem ber isamtíð sinni vitni af hógværð og tillitssemi við nánasta umhverfi. Tillagan sem hlaut annað sæti, frá T.ark arkitektum.„Höfundar leggja áherslu á að styrkja og fegra þau borgarrými sem fyrir eru við jaðra reitsins fremur en að skapa ný inn á miðju hans. Tengsl samtíðar við atburði fyrri alda eru viðfangsefni myndlistarverks við aðalinngang og þau endurspeglast jafnframt í hugmynd um lagskipta steinklæðingu á ytra borði aðalbyggingar. Innra skipulag allra hæða er vel leyst og öll vinnurými njóta dagsbirtu og beinnar útloftunar í annars samþjappaðri byggingu. Hringgangur innan hverrar hæðar umhverfis ljósgeil í miðju býður upp á margbreytileg sjóntengsl og sveigjanleika í nýtingu.“ Segir að tillagan sé í heild verðugur merkisberi framsækinnar og vandaðrar byggingarlistar fyrir Alþingi á 21. öldinni á líkan hátt og Alþingishúsið við Austurvöll hafi verið tákn nýrra tíma í listhugsun og verkmenningu á 19. öld. „Við mat dómnefndar á innsendum tillögum kom í ljós að fermetratala sú sem tilgreind var í rýmistöflu keppnislýsingar undir liðnum Önnur rými var að öllum líkindum vanáætluð. Aftur á móti var staðfest, við endurútreikning á stærðum verðlaunaðra tillagna, að nettóstærðir þeirra voru innan eðlilegra stærðarmarka húsrýmisáætlunar.“
Alþingi Tengdar fréttir 500 milljónir í nýjar skrifstofur fyrir þingmenn Tilkynnt verður um sigurvegara í hönnunarsamkeppninni fyrir áramót. 6. desember 2016 16:46 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
500 milljónir í nýjar skrifstofur fyrir þingmenn Tilkynnt verður um sigurvegara í hönnunarsamkeppninni fyrir áramót. 6. desember 2016 16:46