ISIS þjálfa börn til árása í sérstökum búðum Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2016 13:40 Börn hafa ávalt verið áberandi í áróðri ISIS. Íslamska ríkið þjálfar börn til að fremja sjálfsmorðsárásir í sérstökum búðum. Vígamönnum samtakanna hefur fækkað verulega og eru þúsundir barna notuð til að fylla upp raðir vígamanna. 15 ára barn sem átti að sprengja sig í loft upp á þéttsetnum fótboltaleikvangi sagði blaðamönnum Sky News frá upplifun sinni í búðunum.Mahmoud Ahmed var handtekinn í borginni Kirkuk í Írak í ágúst. Myndbandi af handtöku hans var dreift víða en þar mátti sjá lögregluþjóna taka af honum sprengjubelti. Tvö börn höfðu sprengt sig upp í borginni á sama degi. Á myndbandinu leit Ahmed út fyrir að vera mjög hræddur og ringlaður. Hann er nú í fangelsi fyrir ungmenni og á yfir höfði sér ákærur fyrir hryðjuverk. Hann ræddi við blaðamenn á dögunum um veru sína hjá Íslamska ríkinu. Þar sagði Ahmed frá þjálfun sinni og hvernig eldri vígamenn hræddu þá og öfgavæddu þá. „Þeir kenndu okkur að skjóta úr Kalashinkov og PKC vélbyssum. Þarna voru fjórir eldri menn sem kenndu okkur um himnaríki og þannig,“ segir Ahmed. „Þeir kenndu okkur allan sólarhringinn.“Ahmed segir að alls hafi 60 börn verið í búðunum og þeir elstu hafi verið fæddir árið 2002. Þjálfarar barnanna hræddu drengina með því að sýna þeim myndbönd af aftökum ISIS. Búist er við því að Ahmed verði dæmdur til langrar fangelsisvistar, en hann segist hafa áttað sig á því að „Um leið og ég kom að skotmarkinu mínu vissi ég að þetta var rangt. Þegar ég sá unga krakka þarna vissi ég strax að þetta væri rangt,“ segir Ahmed. Hann sneri því aftur til yfirmanns síns en honum var skipað að snúa aftur til baka. Þá var hann gómaður. Leyniþjónusta Kúrda segir þúsundir barna í Írak og Sýrlandi vera notuð af ISIS til að berjast og gera sjálfsmorðsárásir. Börnin séu allt að níu ára gömul, en ástæða þess að börn eru notuð til árása er að erfiðara er fyrir öryggissveitir að uppgötva þau og stöðva. Þá er mun auðveldara að telja barni trú um að sprengja sig í loft upp en fullorðnum manni. Mið-Austurlönd Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Íslamska ríkið þjálfar börn til að fremja sjálfsmorðsárásir í sérstökum búðum. Vígamönnum samtakanna hefur fækkað verulega og eru þúsundir barna notuð til að fylla upp raðir vígamanna. 15 ára barn sem átti að sprengja sig í loft upp á þéttsetnum fótboltaleikvangi sagði blaðamönnum Sky News frá upplifun sinni í búðunum.Mahmoud Ahmed var handtekinn í borginni Kirkuk í Írak í ágúst. Myndbandi af handtöku hans var dreift víða en þar mátti sjá lögregluþjóna taka af honum sprengjubelti. Tvö börn höfðu sprengt sig upp í borginni á sama degi. Á myndbandinu leit Ahmed út fyrir að vera mjög hræddur og ringlaður. Hann er nú í fangelsi fyrir ungmenni og á yfir höfði sér ákærur fyrir hryðjuverk. Hann ræddi við blaðamenn á dögunum um veru sína hjá Íslamska ríkinu. Þar sagði Ahmed frá þjálfun sinni og hvernig eldri vígamenn hræddu þá og öfgavæddu þá. „Þeir kenndu okkur að skjóta úr Kalashinkov og PKC vélbyssum. Þarna voru fjórir eldri menn sem kenndu okkur um himnaríki og þannig,“ segir Ahmed. „Þeir kenndu okkur allan sólarhringinn.“Ahmed segir að alls hafi 60 börn verið í búðunum og þeir elstu hafi verið fæddir árið 2002. Þjálfarar barnanna hræddu drengina með því að sýna þeim myndbönd af aftökum ISIS. Búist er við því að Ahmed verði dæmdur til langrar fangelsisvistar, en hann segist hafa áttað sig á því að „Um leið og ég kom að skotmarkinu mínu vissi ég að þetta var rangt. Þegar ég sá unga krakka þarna vissi ég strax að þetta væri rangt,“ segir Ahmed. Hann sneri því aftur til yfirmanns síns en honum var skipað að snúa aftur til baka. Þá var hann gómaður. Leyniþjónusta Kúrda segir þúsundir barna í Írak og Sýrlandi vera notuð af ISIS til að berjast og gera sjálfsmorðsárásir. Börnin séu allt að níu ára gömul, en ástæða þess að börn eru notuð til árása er að erfiðara er fyrir öryggissveitir að uppgötva þau og stöðva. Þá er mun auðveldara að telja barni trú um að sprengja sig í loft upp en fullorðnum manni.
Mið-Austurlönd Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira